Körfubolti

Viktor aftur heim í Stjörnuna

Stefán Árni Pálsson skrifar
Viktor er ungur og efnilegur leikmaður sem er mættur aftur heim
Viktor er ungur og efnilegur leikmaður sem er mættur aftur heim

Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar hefur samið við Viktor Lúðvíksson sem kemur til liðsins frá Munster í Þýskalandi.

Viktor er uppalinn Stjörnumaður en þetta kemur fram í tilkynningu frá Stjörnunni.

Þar segir að Viktor sé einn af efnilegri leikmönnum landsins.

„Og lék stórt hlutverk með U18 landsliði Íslands síðasta sumar. Við erum spennt að sjá hann aftur í bláu treyjunni, þar sem hans hæfileikar og metnaður munu styrkja liðið enn frekar.“

Stjörnumenn hafa styrkt sig mikið fyrir komandi átök í Bónusdeild karla en liðið missti af sæti í úrslitakeppninni á síðasta tímabili. Baldur Þór Ragnarsson er tekinn við liðinu og hafa þeir fengið liðstyrk í þeim Hilmari Smára Henningssyni og Orra Gunnarssyni.

Tímabilið hefst formlega á laugardagskvöldið þegar Valur og Keflavík mætast í Meistara-meistara leiknum árlega. Upphitunarþáttur Bónus-Körfuboltakvölds verður síðan strax á eftir á Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×