Fótbolti

Bellingham kallaði dómarann skít­hæl

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jude Bellingham á enn eftir að skora fyrir Real Madrid á tímabilinu.
Jude Bellingham á enn eftir að skora fyrir Real Madrid á tímabilinu. getty/David Ramos

Þrátt fyrir 4-1 sigur Real Madrid á Espanyol í spænsku úrvalsdeildinni í gær var enski landsliðsmaðurinn Jude Bellingham eitthvað illa fyrir kallaður í leiknum.

Real Madrid lenti undir en svaraði með fjórum mörkum og vann á endanum öruggan sigur. Dani Carvajal, Rodrygo, Vinícius Júnior og Kylian Mbappé skoruðu mörk Madrídinga í leiknum.

Bellingham var í byrjunarliði Real Madrid en var tekinn af velli undir lok leiks. Skömmu áður fékk hann gult spjald fyrir mótmæli.

Á myndbandsupptökum sást Bellingham kalla dómara leiksins, skíthæl eftir að hann var spjaldaður.

Real Madrid er í 2. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar með fjórtán stig, tveimur stigum á eftir Barcelona sem á leik til góða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×