Orkunýlendan Ísland? Bjarni Jónsson skrifar 22. september 2024 08:01 Kapphlaupið um Ísland er í algleymingi, náttúru og auðlindir þjóðarinnar. Um landið sveima lukkuriddarar og leppar erlendra stórfyrirtækja og ríkjasambanda, ásamt fleira landsölufólki og íslenskum meðhlauppsmönnum. Uppkaup á landi, útsendarar að festa landspildur og ósnortna náttúru fyrir hrikaleg áform um stórfelda uppsetningu vindmylla og vindmyllugarða í andlit fólks víðsvegar um landið. Það er mikið undir áður en komið verður á þá böndum. Landgæðum og náttúru fórnað fyrir óseðjandi orkuþörf Evrópu? Það er öllum ljóst að það sem stendur til að framleiða af vindorku er langt umfram það sem Ísland er að fara að nýta. Svo vitum við einnig að á móti þarf að skaffa mikla vatnsaflsorku, langt umfram þarfir landsmanna, til þess að mæta jöfnunarþörf á móti þessari vindorku. Sökkva fjölmörgum nýjum svæðum fyrir virkjanir. Hvað á þá að gera við alla þessa orku, því lítið verður notað af henni á Íslandi? Svarið blasir við, henni er ætlað að seðja óþrjótandi orkuþörf Evrópu og öxulvelda Evrópusambandsins í gegnum sæstreng og einnig eftir því sem tækninni fleygir fram, framleiðslu eldsneytis með raforku, svo sem vetnis eða annars rafeldsneytis í formi ammóníaks, metanóls eða metans sem síðan verði flutt úr landi. Ekki heimild í íslenskum lögum til lagningar sæstrengs Leiðin virtist greidd fyrir þessi erlendu öfl og ESB blokkina framhjá íslenskum lögum með samþykkt orkupakka 3 og Þingsályktun um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku. Fleiri fengu hinsvegar, kalda fætur við afgreiðslu málsins og á elleftu stundu var bætt við ákvæði um að „Ekki verður ráðist í tengingu raforkukerfis landsins við raforkukerfi annars lands í gegnum sæstreng nema að undangengnu samþykki Alþingis“ Ekki hefur samt hægt á umsvifum og fyrirgangi þessara erlendu aðila, ríkja, fyrirtækja og fulltrúa þeirra við að greiða sínum áformum leið á Íslandi og útsendarar þeirra og samstarfsmenn vel tengdir inn í stjórnmálin á Íslandi. Þar er treyst á að slíkum fyrirvara verði hrundið með nýrri samþykkt Alþingis þegar það verður þeim hliðhollara; eða að þeim verði opnuð leið með annarri lagasetningu og ákvörðunum. Samþykkt á bókun 35. Leiðin greidd fyrir ESB að breyta Íslandi í orkunýlendu? Margir eru einmitt furðu losnir yfir þeirri ákefð sem nú er lögð í að samþykkja bókun 35 við EES samninginn sem felur í sér að setja ákvæði inn í íslensk lög til að geta tekið evrópskar reglur fram yfir íslenskar lagareglur öllum stundum og hvað búi þar undir. Ekkert hefur enn komið fram sem skýrir hvers vegna það liggi svo á að afgreiða frumvarp vegna bókunar 35 í samningnum um Evrópska efnahagssvæðið eftir tíðindalítil 30 ár. Bent hefur verið á að verði hún samþykkt verður leiðin greidd fyrir Evrópusambandið að ganga hömlulaust að orkuauðlindum og náttúru Íslands. Skiptir það máli? Höfundur er Alþingismaður og varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Jónsson Orkumál Vinstri græn Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Kapphlaupið um Ísland er í algleymingi, náttúru og auðlindir þjóðarinnar. Um landið sveima lukkuriddarar og leppar erlendra stórfyrirtækja og ríkjasambanda, ásamt fleira landsölufólki og íslenskum meðhlauppsmönnum. Uppkaup á landi, útsendarar að festa landspildur og ósnortna náttúru fyrir hrikaleg áform um stórfelda uppsetningu vindmylla og vindmyllugarða í andlit fólks víðsvegar um landið. Það er mikið undir áður en komið verður á þá böndum. Landgæðum og náttúru fórnað fyrir óseðjandi orkuþörf Evrópu? Það er öllum ljóst að það sem stendur til að framleiða af vindorku er langt umfram það sem Ísland er að fara að nýta. Svo vitum við einnig að á móti þarf að skaffa mikla vatnsaflsorku, langt umfram þarfir landsmanna, til þess að mæta jöfnunarþörf á móti þessari vindorku. Sökkva fjölmörgum nýjum svæðum fyrir virkjanir. Hvað á þá að gera við alla þessa orku, því lítið verður notað af henni á Íslandi? Svarið blasir við, henni er ætlað að seðja óþrjótandi orkuþörf Evrópu og öxulvelda Evrópusambandsins í gegnum sæstreng og einnig eftir því sem tækninni fleygir fram, framleiðslu eldsneytis með raforku, svo sem vetnis eða annars rafeldsneytis í formi ammóníaks, metanóls eða metans sem síðan verði flutt úr landi. Ekki heimild í íslenskum lögum til lagningar sæstrengs Leiðin virtist greidd fyrir þessi erlendu öfl og ESB blokkina framhjá íslenskum lögum með samþykkt orkupakka 3 og Þingsályktun um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku. Fleiri fengu hinsvegar, kalda fætur við afgreiðslu málsins og á elleftu stundu var bætt við ákvæði um að „Ekki verður ráðist í tengingu raforkukerfis landsins við raforkukerfi annars lands í gegnum sæstreng nema að undangengnu samþykki Alþingis“ Ekki hefur samt hægt á umsvifum og fyrirgangi þessara erlendu aðila, ríkja, fyrirtækja og fulltrúa þeirra við að greiða sínum áformum leið á Íslandi og útsendarar þeirra og samstarfsmenn vel tengdir inn í stjórnmálin á Íslandi. Þar er treyst á að slíkum fyrirvara verði hrundið með nýrri samþykkt Alþingis þegar það verður þeim hliðhollara; eða að þeim verði opnuð leið með annarri lagasetningu og ákvörðunum. Samþykkt á bókun 35. Leiðin greidd fyrir ESB að breyta Íslandi í orkunýlendu? Margir eru einmitt furðu losnir yfir þeirri ákefð sem nú er lögð í að samþykkja bókun 35 við EES samninginn sem felur í sér að setja ákvæði inn í íslensk lög til að geta tekið evrópskar reglur fram yfir íslenskar lagareglur öllum stundum og hvað búi þar undir. Ekkert hefur enn komið fram sem skýrir hvers vegna það liggi svo á að afgreiða frumvarp vegna bókunar 35 í samningnum um Evrópska efnahagssvæðið eftir tíðindalítil 30 ár. Bent hefur verið á að verði hún samþykkt verður leiðin greidd fyrir Evrópusambandið að ganga hömlulaust að orkuauðlindum og náttúru Íslands. Skiptir það máli? Höfundur er Alþingismaður og varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis.
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun