Sport

McGregor fær ekki keppi­naut fyrr en hann er leik­fær á ný

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Við bíðum áfram eftir endurkomu McGregor í búrið.
Við bíðum áfram eftir endurkomu McGregor í búrið. AP Photo/John Locher

Dana White, forseti UFC-bardagasambandsins, segir Conor McGregor ekki fá staðfestan keppinaut fyrr en hann er orðinn leikfær og geti gefið dagsetningu á næsta bardaga sínum.

Vélbyssukjafturinn frá Írlandi átti að berjast við Bandaríkjamanninn Michael Chandler í júní á þessu ári en meiðsli á tá þýddu að McGregor varð að draga sig í hlé. Hinn 38 ára Chandler mun keppa við Charles Oliveira í nóvember en það bólar ekkert á næsta bardaga McGregor.

White hefur nú staðfest að McGregor var ekki beðinn um að keppa á bardagakvöldi UFC í nóvember þar sem hinn 36 ára gamli Íri er enn frá vegna meiðsla.

„Það verður ákveðið hver næsti keppinautur Conor er þegar hann snýr til baka,“ sagði White um málið.

McGregor hefur ekki keppt síðan árið 2021 en eftir frábæra sigra í upphafi UFC-ferils síns hefur Írinn ekki átt upp á dekk og er sem stendur 28-6 í 34 bardögum. Hefur hann meðal annars tapað gegn Khabib Nurmagomedov, Nate Diaz og tvívegis gegn Dustin Poirer.

MMA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×