Heimsmeistaranum refsað fyrir notkun blótsyrðis Aron Guðmundsson skrifar 20. september 2024 21:32 Max Verstappen, ökumaður Formúlu 1 liðs Red Bull Racing Vísir/Getty Ríkjandi heimsmeistari ökuþóra í Formúlu 1, Hollendingurinn Max Verstappen hjá Red Bull Racing, mun þurfa að sinna samfélagsþjónustu eftir að hafa blótað á blaðamannafundi mótaraðarinnar fyrir keppnishelgi Formúlu 1 í Singapúr sem er nú hafin. Málið var tekið fyrir hjá dómurum Formúlu 1 í kjölfar umrædds blaðamannafundar í gær þar sem að Verstappen var dæmdur brotlegur gegn háttvísireglum Formúlu 1 fyrir blótsyrðið sem hann notaði samhliða lýsingu sinni á frammistöðu bíls Red Bull Racing um síðustu keppnishelgi í Azerbaíjan. Verstappen hefur beðist afsökunar á hegðun sinni en bar fyrir sig að hann notaði umrætt orð í hefðbundu daglegu máli og að hann hafi tekið það upp samhliða því sem hann lærði ensku og ber þess að geta að enska er ekki móðurmál hans. Hvaða samfélagsþjónustu Verstappen, sem stendur í ströngu þessa dagana í baráttunni um heimsmeistaratitil ökuþóra í Formúlu 1, mun þurfa að gegna hefur ekki verið ákveðið. En það verður gert í samráði við íþróttamálaráðherra Alþjóða akstursíþróttasambandsins. Akstursíþróttir Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Málið var tekið fyrir hjá dómurum Formúlu 1 í kjölfar umrædds blaðamannafundar í gær þar sem að Verstappen var dæmdur brotlegur gegn háttvísireglum Formúlu 1 fyrir blótsyrðið sem hann notaði samhliða lýsingu sinni á frammistöðu bíls Red Bull Racing um síðustu keppnishelgi í Azerbaíjan. Verstappen hefur beðist afsökunar á hegðun sinni en bar fyrir sig að hann notaði umrætt orð í hefðbundu daglegu máli og að hann hafi tekið það upp samhliða því sem hann lærði ensku og ber þess að geta að enska er ekki móðurmál hans. Hvaða samfélagsþjónustu Verstappen, sem stendur í ströngu þessa dagana í baráttunni um heimsmeistaratitil ökuþóra í Formúlu 1, mun þurfa að gegna hefur ekki verið ákveðið. En það verður gert í samráði við íþróttamálaráðherra Alþjóða akstursíþróttasambandsins.
Akstursíþróttir Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira