Heimsmeistaranum refsað fyrir notkun blótsyrðis Aron Guðmundsson skrifar 20. september 2024 21:32 Max Verstappen, ökumaður Formúlu 1 liðs Red Bull Racing Vísir/Getty Ríkjandi heimsmeistari ökuþóra í Formúlu 1, Hollendingurinn Max Verstappen hjá Red Bull Racing, mun þurfa að sinna samfélagsþjónustu eftir að hafa blótað á blaðamannafundi mótaraðarinnar fyrir keppnishelgi Formúlu 1 í Singapúr sem er nú hafin. Málið var tekið fyrir hjá dómurum Formúlu 1 í kjölfar umrædds blaðamannafundar í gær þar sem að Verstappen var dæmdur brotlegur gegn háttvísireglum Formúlu 1 fyrir blótsyrðið sem hann notaði samhliða lýsingu sinni á frammistöðu bíls Red Bull Racing um síðustu keppnishelgi í Azerbaíjan. Verstappen hefur beðist afsökunar á hegðun sinni en bar fyrir sig að hann notaði umrætt orð í hefðbundu daglegu máli og að hann hafi tekið það upp samhliða því sem hann lærði ensku og ber þess að geta að enska er ekki móðurmál hans. Hvaða samfélagsþjónustu Verstappen, sem stendur í ströngu þessa dagana í baráttunni um heimsmeistaratitil ökuþóra í Formúlu 1, mun þurfa að gegna hefur ekki verið ákveðið. En það verður gert í samráði við íþróttamálaráðherra Alþjóða akstursíþróttasambandsins. Akstursíþróttir Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Málið var tekið fyrir hjá dómurum Formúlu 1 í kjölfar umrædds blaðamannafundar í gær þar sem að Verstappen var dæmdur brotlegur gegn háttvísireglum Formúlu 1 fyrir blótsyrðið sem hann notaði samhliða lýsingu sinni á frammistöðu bíls Red Bull Racing um síðustu keppnishelgi í Azerbaíjan. Verstappen hefur beðist afsökunar á hegðun sinni en bar fyrir sig að hann notaði umrætt orð í hefðbundu daglegu máli og að hann hafi tekið það upp samhliða því sem hann lærði ensku og ber þess að geta að enska er ekki móðurmál hans. Hvaða samfélagsþjónustu Verstappen, sem stendur í ströngu þessa dagana í baráttunni um heimsmeistaratitil ökuþóra í Formúlu 1, mun þurfa að gegna hefur ekki verið ákveðið. En það verður gert í samráði við íþróttamálaráðherra Alþjóða akstursíþróttasambandsins.
Akstursíþróttir Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira