Gestirnir í­við betri en engin mörk skoruð

Alejandro Garnacho átti skot sem small í þverslánni.
Alejandro Garnacho átti skot sem small í þverslánni. EPA-EFE/DAVID CLIFF

Manchester United skoraði sjö mörk gegn C-deildarliði Barnsley í vikunni og virtist í upphafi leiks gegn Crystal Palace ætla að vinna þægilegan sigur. Annað kom á daginn þar sem gestunum tókst ekki að setja boltann í netið.

Leikmenn gestanna léku hreint út sagt frábærlega í fyrri hálfleik og sköpuðu sér hvert færið á fætur öðru. Alejandro Garnacho setti knöttinn til að mynda í þverslánna og Bruno Fernandes fylgdi því skoti eftir með því að setja frákastið einnig í þverslánna.

Ef það var ekki þversláin þá var það fyrrum United-markvörðurinn í marki Palace, Dean Henderson, sem stóð í vegi gestanna. Sá átti frábærna leik og hélt sínum mönnum inn í leiknum í fyrri hálfleik.

Heimamenn gátu vart spilað verr í síðari hálfleik og lifnaði yfir þeim er gestirnir urðu örvæntingafullir í leit sinni að marki. André Onana þurfti að taka á honum stóra sínum í marki Man United en allt kom fyrir ekki, engin mörk voru skoruð og leiknum lauk með 0-0 jafntefli.

Man United er nú í 11. sæti með 7 stig á meðan Crystal Palace er í 16. sæti með 3 stig.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira