Stofna námsstyrk á sviði umhverfismála í nafni Ellýjar Lovísa Arnardóttir skrifar 20. september 2024 13:40 Ellý Katrín Guðmundsdóttir og Magnús Karl Magnússon eiginmaður hennar. Borgarráð samþykkti í gær að koma á árlegum námsstyrk í nafni Ellýjar Katrínar Guðmundsdóttur lögfræðings og fyrrum sviðsstjóra og borgarritara. Ellý lést í júní á þessu ári og var þá 59 ára gömul. Ellý greindist með forstigseinkenni Alzheimersjúkdómsins 51 árs. Í fundargerð borgarráðs segir að styrkurinn verði veittur einu sinni á ári, í september á fæðingardegi Ellýjar, þann 15. september. Styrkurinn verður veittur í fimm ár fyrir meistararitgerð eða meistaraverkefni á sviði umhverfis- og/eða loftslagsmála. Í forgangi verði styrkir til verkefna eða ritgerða sem varða Reykjavíkurborg beint eða sveitarfélög almennt. Tillaga um styrkinn var lögð fram af borgarstjóra, Einari Þorsteinssyni. Gert er ráð fyrir því að styrkurinn verði greiddur út af umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Verðlaunafjárhæð verður samkvæmt ákvörðun umhverfis- og skipulagsráðs hverju sinni í samræmi við fjárhagsáætlun. Einar Þorsteinsson er borgarstjóri og lagði tillöguna fram á fundi borgarráðs. Vísir/Arnar Í tillögu borgarstjóra kemur fram að skipa skuli valnefnd til eins árs í senn. Hana skuli skipa þrír aðilar, þar af einn samkvæmt tilnefningu umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, einn samkvæmt tilnefningu sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs og einn samkvæmt tilnefningu frá háskólasamfélaginu. Þá er í tillögunni gert ráð fyrir því að auglýst verði eftir umsóknum fyrir 10. janúar ár hvert og að umsóknum skuli skilað fyrir 30. apríl. Fella má styrkveitinguna niður sé valnefnd á einu máli um að engin umsókn uppfylli þau skilyrði sem sett hafa verið. Hlaut fálkaorðuna 2020 Í frétt um andlát Ellýjar í sumar kom fram að Ellý átti sæti í fjölda nefnda og ráða og var meðal annars kjörin af Alþingi í stjórnlaganefnd. Þá sat hún í stjórn Sæmundar fróða, stofnunar Háskóla Íslands um sjálfbæra þróun. Þá hlaut Ellý heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu sumarið 2020 og riddarakross fyrir störf á opinberum vettvangi og framlag til opinskárrar umræðu um Alzheimer sjúkdóminn. Ellý var gift Magnúsi Karli Magnússyni lækni. Saman áttu þau tvö börn. Þau voru afar opinská um veikindi hennar. Reykjavík Umhverfismál Loftslagsmál Háskólar Borgarstjórn Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Í fundargerð borgarráðs segir að styrkurinn verði veittur einu sinni á ári, í september á fæðingardegi Ellýjar, þann 15. september. Styrkurinn verður veittur í fimm ár fyrir meistararitgerð eða meistaraverkefni á sviði umhverfis- og/eða loftslagsmála. Í forgangi verði styrkir til verkefna eða ritgerða sem varða Reykjavíkurborg beint eða sveitarfélög almennt. Tillaga um styrkinn var lögð fram af borgarstjóra, Einari Þorsteinssyni. Gert er ráð fyrir því að styrkurinn verði greiddur út af umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Verðlaunafjárhæð verður samkvæmt ákvörðun umhverfis- og skipulagsráðs hverju sinni í samræmi við fjárhagsáætlun. Einar Þorsteinsson er borgarstjóri og lagði tillöguna fram á fundi borgarráðs. Vísir/Arnar Í tillögu borgarstjóra kemur fram að skipa skuli valnefnd til eins árs í senn. Hana skuli skipa þrír aðilar, þar af einn samkvæmt tilnefningu umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, einn samkvæmt tilnefningu sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs og einn samkvæmt tilnefningu frá háskólasamfélaginu. Þá er í tillögunni gert ráð fyrir því að auglýst verði eftir umsóknum fyrir 10. janúar ár hvert og að umsóknum skuli skilað fyrir 30. apríl. Fella má styrkveitinguna niður sé valnefnd á einu máli um að engin umsókn uppfylli þau skilyrði sem sett hafa verið. Hlaut fálkaorðuna 2020 Í frétt um andlát Ellýjar í sumar kom fram að Ellý átti sæti í fjölda nefnda og ráða og var meðal annars kjörin af Alþingi í stjórnlaganefnd. Þá sat hún í stjórn Sæmundar fróða, stofnunar Háskóla Íslands um sjálfbæra þróun. Þá hlaut Ellý heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu sumarið 2020 og riddarakross fyrir störf á opinberum vettvangi og framlag til opinskárrar umræðu um Alzheimer sjúkdóminn. Ellý var gift Magnúsi Karli Magnússyni lækni. Saman áttu þau tvö börn. Þau voru afar opinská um veikindi hennar.
Reykjavík Umhverfismál Loftslagsmál Háskólar Borgarstjórn Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira