Innlent

Maður sem var leitað við Vík fannst látinn

Lovísa Arnardóttir skrifar
Hann fannst látinn í gærkvöldi. 
Hann fannst látinn í gærkvöldi. 

Karlmaður fannst látinn í gærkvöldi sem lögreglan hafði leitað við Vík í Mýrdal frá því á mánudag. Í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurlandi kemur fram að rannsókn fari fram hjá Lögreglunni á Suðurlandi. Maðurinn fannst látinn við Reynisfjall seint í gær. 

Maðurinn var ungverskur ríkisborgari og hét Illes Benedek Incze. Hann var búsettur í Vík. Í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurlandi kemur fram að rannsókn á hvarfi mannsins fari fram hjá Lögreglunni á Suðurlandi en ekki sé talið að lát hans hafi borið að með saknæmum hætti.

Fram kom í fréttum í vikunni að Incze hafi verið búsettur í Vík og að síðast hafi verið spurt til hans aðfaranótt mánudagsins 16. september. Björgunarsveit og lögregla tóku þátt í leit sem var svo frestað seinnipartinn á þriðjudag. Ekki höfðu þá fengist neinar nýjar vísbendingar um hvarf hans. í gær

Drónar og sporhundar voru notaðir við leit að manninum auk þess sem þyrlu Landhelgisgæslunnar var flogið yfir svæðið. Greint var frá því í gær að þyrlusveitin hefði verið kölluð út eftir að sást til líks mannsins. Ekki hafi verið hægt að nálgast það öðruvísi. 


Tengdar fréttir

Fresta leitinni að Illes

Lögreglan á Suðurlandi og björgunarsveitir af Suðurlandi og höfuðborgarsvæðinu hafa frá því í gærkvöld leitað af Illes Benedek Incze, ungverskum ríkisborgara á stóru svæði í kringum Vík í Mýrdal. Þeirri leit hefur nú verið frestað.

Leita að Illes Benedek Incze í leiðindaveðri í Vík

Maðurinn sem leitað er að í Vík og nágrenni heitir Illes Benedek Incze og er búsettur í bænum. Síðast sást til Illes klukkan þrjú síðastliðna nótt en lögreglan á Suðurlandi leggur mikla áherslu á leitina vegna leiðindaveðurs sem er á svæðinu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×