„Ein besta markvarsla sem ég hef séð“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. september 2024 22:02 Á einhvern ótrúlegan hátt tókst David Raya að verja skalla Mateo Retegui sem er þegar byrjaður að fagna. Matteo Ciambelli/Getty Images Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, átti vart lýsingarorð yfir tvöfalda markvörslu David Raya í markalausu jafntefli liðsins gegn Atalanta í Bergamo á Ítalíu. Leiknum lauk með markalausu jafntefli og getur Arteta þakkað auðmjúkum markverði sínum kærlega fyrir það. Raya hrósaði hins vegar markmannsþjálfara liðsins. „Þetta er ein besta markvarsla sem ég hef séð á mínum ferli. Hann var magnaður,“ sagði Arteta um samlanda sinn Raya en þökk sé markverðinum er Arsenal komið með stig eftir 1. umferð Meistaradeildar Evrópu. „Eins og okkur grunaði þá var þetta erfiður leikur og ekki sá besti áhorfs. Við byrjuðum virkilega, virkilega vel og stýrðum leiknum. Eftir það gáfum við boltann frá okkur og náðum engum takti. Það er þó margt jákvætt en að sama skapi margt sem má betur fara,“ sagði Arteta að endingu. Markvörðurinn Raya var heldur auðmjúkur er hann ræddi við fjölmiðla eftir leikinn. „Þetta var vítaspyrna og ég var heppinn að giska á rétta átt. Ég var óheppinn að boltinn féll beint fyrir hann en ég var nægilega fljótur til að ná að verja á ný. Það er frábært að halda hreinu og að geta hjálpað liðinu að ná allavega stigi.“ Vítaspyrnan var slök en það þarf þó að fara í rétt horn og verja boltann. Raya gerði gott betur en það.EPA-EFE/MICHELE MARAVIGLIA Eftir að vítaspyrnan var dæmt tók það langan tíma að fá hana staðfesta í varsjánni. Raya nýtti tímann vel og ræddi við Iñaki Caña, markmannsþjálfara Arsenal. „Það tók langan tíma að ákveða hvort þetta væri vítaspyrna eður ei svo ég vildi ræða við markmannsþjálfarann til að gera mér betur grein fyrir í hvora áttina ég ætti að skutla mér, hvað ég ætti að gera og hvað ég ætti ekki að gera.“ David Raya had a just 3% chance of saving a goal, based on the xGOT of these two shots.World class goalkeeping. pic.twitter.com/0D21u0F9Va— The xG Philosophy (@xGPhilosophy) September 19, 2024 „Hrós á hann því hann hjálpar mér gríðarlega mikið í öllum þáttum leiksins. Hann leggur á sig gríðarlega mikla vinnu og á einnig skilið hrós fyrir vörsluna,“ sagði Raya að endingu. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Sjá meira
„Þetta er ein besta markvarsla sem ég hef séð á mínum ferli. Hann var magnaður,“ sagði Arteta um samlanda sinn Raya en þökk sé markverðinum er Arsenal komið með stig eftir 1. umferð Meistaradeildar Evrópu. „Eins og okkur grunaði þá var þetta erfiður leikur og ekki sá besti áhorfs. Við byrjuðum virkilega, virkilega vel og stýrðum leiknum. Eftir það gáfum við boltann frá okkur og náðum engum takti. Það er þó margt jákvætt en að sama skapi margt sem má betur fara,“ sagði Arteta að endingu. Markvörðurinn Raya var heldur auðmjúkur er hann ræddi við fjölmiðla eftir leikinn. „Þetta var vítaspyrna og ég var heppinn að giska á rétta átt. Ég var óheppinn að boltinn féll beint fyrir hann en ég var nægilega fljótur til að ná að verja á ný. Það er frábært að halda hreinu og að geta hjálpað liðinu að ná allavega stigi.“ Vítaspyrnan var slök en það þarf þó að fara í rétt horn og verja boltann. Raya gerði gott betur en það.EPA-EFE/MICHELE MARAVIGLIA Eftir að vítaspyrnan var dæmt tók það langan tíma að fá hana staðfesta í varsjánni. Raya nýtti tímann vel og ræddi við Iñaki Caña, markmannsþjálfara Arsenal. „Það tók langan tíma að ákveða hvort þetta væri vítaspyrna eður ei svo ég vildi ræða við markmannsþjálfarann til að gera mér betur grein fyrir í hvora áttina ég ætti að skutla mér, hvað ég ætti að gera og hvað ég ætti ekki að gera.“ David Raya had a just 3% chance of saving a goal, based on the xGOT of these two shots.World class goalkeeping. pic.twitter.com/0D21u0F9Va— The xG Philosophy (@xGPhilosophy) September 19, 2024 „Hrós á hann því hann hjálpar mér gríðarlega mikið í öllum þáttum leiksins. Hann leggur á sig gríðarlega mikla vinnu og á einnig skilið hrós fyrir vörsluna,“ sagði Raya að endingu.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Sjá meira