Fótbolti

Úlfur Ágúst orðaður við Messi og fé­laga á Miami

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Sigurður Bjartur Hallsson og Logi Hrafn Róbertsson fagna einu marka Úlfs Ágústs í sumar.
Sigurður Bjartur Hallsson og Logi Hrafn Róbertsson fagna einu marka Úlfs Ágústs í sumar. vísir/Diego

Framherjinn Úlfur Ágúst Björnsson spilar í dag með Duke-háskólanum í Bandaríkjunum ásamt því að vera samningsbundinn FH í Bestu deild karla í fótbolta. Hann er nú orðaður við stórlið Inter Miami þar sem Lionel Messi og fleiri góðir leika listir sínar.

Kristján Óli Sigurðsson sagði frá þessu í hlaðvarpsþættinum Þungavigtin. Sagði hann að Inter Miami, sem er að hluta til í eigu goðsagnarinnar David Beckham, sé með Úlf Ágúst á blaði hjá sér.

Framherjinn skoraði fimm mörk og gaf þrjár stoðsendingar í 13 leikjum í Bestu deild karla í sumar. Hann lék þó sjaldnast sem fremsti maður sem er í grunninn hans besta staða. Hann er á sínu öðru ári hjá Duke og hefur spilað sex leiki á yfirstandandi leiktíð, í þeim hefur hann skorað sex mörk og lagt upp eitt til viðbótar.

Fótbolti.net ræddi við framherjann sem er rólegur þrátt fyrir tíðindin: „Ég veit því miður afar lítið um þetta. Ég er bara rólegur í Duke.“

Inter Miami er sem stendur í 1. sæti austurhluta MLS-deildarinnar. Liðið er með átta stiga forystu á FC Cincinnati.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×