Íslendingum ekki boðið á sjónvarpsumræðu um öryggi á Norðurlöndum Samúel Karl Ólason skrifar 18. september 2024 08:02 Frá sjónvarpsfundinum sem sýnt var frá á ríkisreknum sjónvarpsstöðvum Skandinavíu. Skjáskot/Dr.dk Ríkisreknar sjónvarpsstöðvar Norðurlanda, að RÚV undanskildu, héldu í síðustu viku sérstakan sjónvarpsviðburð sem sýndur var á öllum stöðvunum. Þátturinn bar titilinn „Svar Norðurlanda við stríði Pútíns“ og sátu utanríkisráðherrar landanna fyrir svörum, auk sérfræðinga og Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins. Þátturinn, sem var sýndur þann 12. september, var upprunalega skipulagður af starfsmönnum danska ríkisútvarpsins (DR) en að honum komu einnig starfsmenn NRK í Noregi, SVT í Svíþjóð og YLE í Finnlandi. Ríkisútvarpi og utanríkisráðherra Íslands var ekki boðið að taka þátt. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ráðherra, hefur látið mikið til sín taka þegar kemur að innrás Rússa í Úkraínu. Þátturinn fjallaði um öryggismál á Norðurlöndum og stuðning ríkjanna fjögurra við Úkraínumenn. Á vef DR segir að markmiðið með umræðunni hafi meðal annars verið að svara spurningum um það hvort Norðurlönd væru örugg og var þess vegna haldinn þessi sameiginlega norræna umræða. Áhugasamir geta horft á þáttinn hér á vef DR. Í svari við fyrirspurn fréttastofu segir Metta-Line Thorup, aðalritstjóri menningarumræðna hjá danska ríkisútvarpinu, DR, að þátttaka Íslands hefði verið til umræðu innan hópsins sem skipulagði umræðuna. „Málefni öryggis hefur orðið jafnvel enn erfiðara að takmarka við landamæri ríkja, og þá sérstaklega eftir að Norðurlöndin [Svíþjóð og Finnland] gengu í NATO. Þess vegna, hafði DR og „Debatten“ samband við systur-ritstjórnir okkar í Svíþjóð, Noregi og Finnlandi, sem við höfum unnið með að þessu sameiginlega norræna verkefni „Svar Norðurlanda við stríði Pútíns". Í því samhengi var þátttaka Íslands auðvitað til umræðu.“ Hins vegar hefði verið ákveðið að leggja sérstaka áherslu á öryggisástandið við Eystrasalt og breyttar aðstæður þar vegna innrásarinnar í Úkraínu og inngöngu Svíþjóðar og Finnlands í Atlantshafsbandalagið. „Allar hliðar öryggis í Evrópu og á norðurslóðum eru mikilvægt umræðuefni þessa dagana og ég er viss um að áframhaldandi umræðu muni Ísland vera með, eins og svo oft áður,“ sagði Metta-Line Thorup. Norðurslóðir Danmörk Noregur Svíþjóð Finnland Innrás Rússa í Úkraínu NATO Hernaður Vladimír Pútín Rússland Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Öryggis- og varnarmál Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira
Þátturinn, sem var sýndur þann 12. september, var upprunalega skipulagður af starfsmönnum danska ríkisútvarpsins (DR) en að honum komu einnig starfsmenn NRK í Noregi, SVT í Svíþjóð og YLE í Finnlandi. Ríkisútvarpi og utanríkisráðherra Íslands var ekki boðið að taka þátt. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ráðherra, hefur látið mikið til sín taka þegar kemur að innrás Rússa í Úkraínu. Þátturinn fjallaði um öryggismál á Norðurlöndum og stuðning ríkjanna fjögurra við Úkraínumenn. Á vef DR segir að markmiðið með umræðunni hafi meðal annars verið að svara spurningum um það hvort Norðurlönd væru örugg og var þess vegna haldinn þessi sameiginlega norræna umræða. Áhugasamir geta horft á þáttinn hér á vef DR. Í svari við fyrirspurn fréttastofu segir Metta-Line Thorup, aðalritstjóri menningarumræðna hjá danska ríkisútvarpinu, DR, að þátttaka Íslands hefði verið til umræðu innan hópsins sem skipulagði umræðuna. „Málefni öryggis hefur orðið jafnvel enn erfiðara að takmarka við landamæri ríkja, og þá sérstaklega eftir að Norðurlöndin [Svíþjóð og Finnland] gengu í NATO. Þess vegna, hafði DR og „Debatten“ samband við systur-ritstjórnir okkar í Svíþjóð, Noregi og Finnlandi, sem við höfum unnið með að þessu sameiginlega norræna verkefni „Svar Norðurlanda við stríði Pútíns". Í því samhengi var þátttaka Íslands auðvitað til umræðu.“ Hins vegar hefði verið ákveðið að leggja sérstaka áherslu á öryggisástandið við Eystrasalt og breyttar aðstæður þar vegna innrásarinnar í Úkraínu og inngöngu Svíþjóðar og Finnlands í Atlantshafsbandalagið. „Allar hliðar öryggis í Evrópu og á norðurslóðum eru mikilvægt umræðuefni þessa dagana og ég er viss um að áframhaldandi umræðu muni Ísland vera með, eins og svo oft áður,“ sagði Metta-Line Thorup.
Norðurslóðir Danmörk Noregur Svíþjóð Finnland Innrás Rússa í Úkraínu NATO Hernaður Vladimír Pútín Rússland Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Öryggis- og varnarmál Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira