„Við berum ekki þeirra sorg“ Jón Þór Stefánsson skrifar 16. september 2024 20:53 Prestarnir Jóna Hrönn Bolladóttir og Matthildur Bjarnadóttir. Bylgjan Þegar þjóðarsálin upplifir hvert áfallið á fætur öðru á það til að gerast að sumir dofni og sýni sinnuleysi en aðrir upplifa rosalega sterkar tilfinningar. Þetta segir Jóna Hrönn Bolladóttir sóknarprestur, sem segir mikilvægt að þetta litróf tilfinninga sé rætt í þjóðfélaginu. Jóna og Matthildur Bjarnadóttir prestur og verkefnastjóri Arnarins ræddu um áhrif þeirra mörgu hræðilegu mála sem hafa verið að koma upp á Íslandi að undanförnu í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Matthildur sagði mikilvægt að hlífa börnunum ekki of mikið þegar rætt sé um þessi mál. „Við verðum að vera tilbúin að taka samtalið. Staðreyndin er sú að þetta líf er fullt af þjáningu, það hefur alltaf verið og mun alltaf vera. Það verður alltaf sárt að vera til, hlutir munu gerast og við verðum að geta rætt það við börnin okkar. Við fæðumst inn í þennan heim sem er yndislegur og fallegur, en það er líka myrk hlið í þessari tilveru. Við verðum að geta horft á hana og viðurkennt að hún sé þarna og meira að segja að hún búi innra með okkar.“ Hún sagði skipta máli að fólk átti sig þó á því að það hafi val, og að það spyrji sig hvað það geti sjálft gert. „Ef það er verið að stríða einhverjum á skólalóðinni, hvað gerir þú? Ef það meiðir sig einhver, hvað gerir þú elsku barnið mitt?“ „Afhverju má þetta barn ekki vera hérna?“ Jóna og Matthildur veltu til að mynda fyrir sér máli Yazans Tamini, ellefu ára drengs sem átti að flytja úr landi í nótt. Hann var vakinn af lögreglu og fluttur frá Landspítalanum á Keflavíkurflugvöll, þaðan sem fljúga átti honum til Spánar ásamt fjölskyldu. Yazan og fjölskylda hans voru komin upp á völl þegar fyrirskipun um að stöðva ætti brottflutning hans barst. Dómsmálaráðherra hefur síðan sagt að ákvörðunin um að brottvísa honum standi. „Afhverju má þetta barn ekki vera hérna?“ spurði Matthildur. Jóna tók í sama streng og sagði fullorðna fólkið vera hræsnara. „Mér finnst málið hans Yazans algjör prófsteinn fyrir íslenskt samfélag. Hvernig manneskjur erum við? Það er ekki bara það, börnin okkar fylgjast með. Þau sjá þennan langveika dreng í hjólastól og það er fullorðna fólkið, fólkið sem hefur völdin – Hvað ætlum við að kenna börnunum okkar?“ „Þetta er þeirra hróp til samfélagsins“ Matthildur og Jóna ræddu einnig mál Bryndísar Klöru Birgisdóttur sem lést af sárum sínum eftir stunguárás á menningarnótt. Fjölskylda og ástvinir hennar hafa barist fyrir því að andlát hennar verði til þess að átak verði gert í málefnum barna og unglinga til þess að svipaður atburður eigi sér ekki aftur stað. „Það er enginn tilgangur með þjáningunni en í þessari vegferð, upp úr þjáningunni, getum við fundið einhvern tilgang. Þetta er þeirra hróp til samfélagsins og við verðum að hlusta á þetta fólk,“ sagði Jóna. „Við skulum ekki gleyma því að þetta fólk er að missa barnið sitt. Við berum ekki þeirra sorg. Það er bara þannig. En við skulum sýna það að við höfum samkennd í þessum aðstæðum og að við erum tilbúin að leggja okkar að mörkum.“ Trúmál Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Ofbeldi barna Vopnaburður barna og ungmenna Mál Yazans Stunguárás við Skúlagötu Tengdar fréttir Hetja sem muni bjarga mörgum mannslífum í framtíðinni Bryndís Klara Birgisdóttir hafði hlýja nærveru, var augasteinn foreldra sinna og ömmu- og afabarn af bestu gerð. Góð vinkona, sönn og heil. 4. september 2024 15:09 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Sjá meira
Þetta segir Jóna Hrönn Bolladóttir sóknarprestur, sem segir mikilvægt að þetta litróf tilfinninga sé rætt í þjóðfélaginu. Jóna og Matthildur Bjarnadóttir prestur og verkefnastjóri Arnarins ræddu um áhrif þeirra mörgu hræðilegu mála sem hafa verið að koma upp á Íslandi að undanförnu í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Matthildur sagði mikilvægt að hlífa börnunum ekki of mikið þegar rætt sé um þessi mál. „Við verðum að vera tilbúin að taka samtalið. Staðreyndin er sú að þetta líf er fullt af þjáningu, það hefur alltaf verið og mun alltaf vera. Það verður alltaf sárt að vera til, hlutir munu gerast og við verðum að geta rætt það við börnin okkar. Við fæðumst inn í þennan heim sem er yndislegur og fallegur, en það er líka myrk hlið í þessari tilveru. Við verðum að geta horft á hana og viðurkennt að hún sé þarna og meira að segja að hún búi innra með okkar.“ Hún sagði skipta máli að fólk átti sig þó á því að það hafi val, og að það spyrji sig hvað það geti sjálft gert. „Ef það er verið að stríða einhverjum á skólalóðinni, hvað gerir þú? Ef það meiðir sig einhver, hvað gerir þú elsku barnið mitt?“ „Afhverju má þetta barn ekki vera hérna?“ Jóna og Matthildur veltu til að mynda fyrir sér máli Yazans Tamini, ellefu ára drengs sem átti að flytja úr landi í nótt. Hann var vakinn af lögreglu og fluttur frá Landspítalanum á Keflavíkurflugvöll, þaðan sem fljúga átti honum til Spánar ásamt fjölskyldu. Yazan og fjölskylda hans voru komin upp á völl þegar fyrirskipun um að stöðva ætti brottflutning hans barst. Dómsmálaráðherra hefur síðan sagt að ákvörðunin um að brottvísa honum standi. „Afhverju má þetta barn ekki vera hérna?“ spurði Matthildur. Jóna tók í sama streng og sagði fullorðna fólkið vera hræsnara. „Mér finnst málið hans Yazans algjör prófsteinn fyrir íslenskt samfélag. Hvernig manneskjur erum við? Það er ekki bara það, börnin okkar fylgjast með. Þau sjá þennan langveika dreng í hjólastól og það er fullorðna fólkið, fólkið sem hefur völdin – Hvað ætlum við að kenna börnunum okkar?“ „Þetta er þeirra hróp til samfélagsins“ Matthildur og Jóna ræddu einnig mál Bryndísar Klöru Birgisdóttur sem lést af sárum sínum eftir stunguárás á menningarnótt. Fjölskylda og ástvinir hennar hafa barist fyrir því að andlát hennar verði til þess að átak verði gert í málefnum barna og unglinga til þess að svipaður atburður eigi sér ekki aftur stað. „Það er enginn tilgangur með þjáningunni en í þessari vegferð, upp úr þjáningunni, getum við fundið einhvern tilgang. Þetta er þeirra hróp til samfélagsins og við verðum að hlusta á þetta fólk,“ sagði Jóna. „Við skulum ekki gleyma því að þetta fólk er að missa barnið sitt. Við berum ekki þeirra sorg. Það er bara þannig. En við skulum sýna það að við höfum samkennd í þessum aðstæðum og að við erum tilbúin að leggja okkar að mörkum.“
Trúmál Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Ofbeldi barna Vopnaburður barna og ungmenna Mál Yazans Stunguárás við Skúlagötu Tengdar fréttir Hetja sem muni bjarga mörgum mannslífum í framtíðinni Bryndís Klara Birgisdóttir hafði hlýja nærveru, var augasteinn foreldra sinna og ömmu- og afabarn af bestu gerð. Góð vinkona, sönn og heil. 4. september 2024 15:09 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Sjá meira
Hetja sem muni bjarga mörgum mannslífum í framtíðinni Bryndís Klara Birgisdóttir hafði hlýja nærveru, var augasteinn foreldra sinna og ömmu- og afabarn af bestu gerð. Góð vinkona, sönn og heil. 4. september 2024 15:09