Funda með Vegagerðinni um Vestfjarðagöng Bjarki Sigurðsson skrifar 16. september 2024 12:06 Rútan var nýkomin út úr Vestfjarðagöngunum þegar eldurinn kviknaði. Valur Andersen Rútan sem kviknaði í nálægt Ísafirði fyrir helgi var nýkomin út úr Vestfjarðagöngunum. Slökkviliðið fundar með Vegagerðinni á næstunni og segir slökkviliðsstjórinn að með aukinni umferð um göngin þurfi að tvöfalda einbreiðu kaflana. Eldurinn kviknaði rétt fyrir þrjú á föstudag. Rútan var nýkomin út úr Vestfjarðagöngunum og á leið til Ísafjarðar. Um borð voru 59 ferðamenn ásamt bílstjóra og fararstjóra en engan sakaði. Sigurður A. Jónsson, slökkviliðsstjóri á Ísafirði, segir eldinn virðast hafa byrjað aftarlega í rútunni en þegar slökkvilið kom á staðinn var hún nánast alelda. Upptök eldsins eru nú til rannsóknar hjá lögreglu. „Hún er svona hálfan kílómetra frá göngunum hérna Ísafjarðarmegin. Þá blossar upp þessi eldur. Bílstjórinn gerir allt hárrétt, hann fer út í kant, stoppar, opnar allar hurðar og tæmir rútuna. Það gekk mjög vel, þetta voru mjög öguð vinnubrögð hjá honum. Þegar við komum þá eru þau öll í einfaldri röð í vegkantinum og voru að labba meðfram veginum. Ekkert panikk, enginn meiddur sem betur fer,“ segir Sigurður. Sigurður A. Jónsson hefur verið slökkviliðsstjóri á Ísafirði frá árinu 2019. Hefði kviknað í á meðan rútan var enn inni í göngunum hefði verið mun erfiðara að fást við eldinn. „Þetta eru gömul göng. Þau eru opnuð 1996 og eru komin til ára sinna. Þau eru einbreið á löngum kafla. Þannig það er mjög erfitt fyrir rútur að snúa þarna, mikil ósköp,“ segir Sigurður. Slökkviliðið fundar með Vegagerðinni á næstunni. Þeim sem nota göngin fjölgar á hverju ári, sérstaklega vegna betri vega á suðurfjörðunum og innkomu Dýrafjarðarganga. „Auðvitað þyrftum við að tvöfalda þennan legg. Það væri mjög gott. Öryggisatriði í göngum hafa breyst síðan 1996. Það þyrfti að spiffa þetta upp aðeins,“ segir Sigurður. Ísafjarðarbær Samgönguslys Slökkvilið Samgöngur Jarðgöng á Íslandi Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Sjá meira
Eldurinn kviknaði rétt fyrir þrjú á föstudag. Rútan var nýkomin út úr Vestfjarðagöngunum og á leið til Ísafjarðar. Um borð voru 59 ferðamenn ásamt bílstjóra og fararstjóra en engan sakaði. Sigurður A. Jónsson, slökkviliðsstjóri á Ísafirði, segir eldinn virðast hafa byrjað aftarlega í rútunni en þegar slökkvilið kom á staðinn var hún nánast alelda. Upptök eldsins eru nú til rannsóknar hjá lögreglu. „Hún er svona hálfan kílómetra frá göngunum hérna Ísafjarðarmegin. Þá blossar upp þessi eldur. Bílstjórinn gerir allt hárrétt, hann fer út í kant, stoppar, opnar allar hurðar og tæmir rútuna. Það gekk mjög vel, þetta voru mjög öguð vinnubrögð hjá honum. Þegar við komum þá eru þau öll í einfaldri röð í vegkantinum og voru að labba meðfram veginum. Ekkert panikk, enginn meiddur sem betur fer,“ segir Sigurður. Sigurður A. Jónsson hefur verið slökkviliðsstjóri á Ísafirði frá árinu 2019. Hefði kviknað í á meðan rútan var enn inni í göngunum hefði verið mun erfiðara að fást við eldinn. „Þetta eru gömul göng. Þau eru opnuð 1996 og eru komin til ára sinna. Þau eru einbreið á löngum kafla. Þannig það er mjög erfitt fyrir rútur að snúa þarna, mikil ósköp,“ segir Sigurður. Slökkviliðið fundar með Vegagerðinni á næstunni. Þeim sem nota göngin fjölgar á hverju ári, sérstaklega vegna betri vega á suðurfjörðunum og innkomu Dýrafjarðarganga. „Auðvitað þyrftum við að tvöfalda þennan legg. Það væri mjög gott. Öryggisatriði í göngum hafa breyst síðan 1996. Það þyrfti að spiffa þetta upp aðeins,“ segir Sigurður.
Ísafjarðarbær Samgönguslys Slökkvilið Samgöngur Jarðgöng á Íslandi Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Sjá meira