Keflvíkingar skutu Eyjamenn upp í Bestu deildina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. september 2024 16:03 Eyjamenn fagna hér sigri í Lengjudeildinni og sæti í Bestu deildinni. Vísir Eyjamenn endurheimtu sæti sitt í Bestu deild karla í fótbolta í dag en þá fór fram lokaumferðin í Lengjudeild karla. ÍBV féll í fyrra en kemur strax upp aftur. Eyjamenn þurftu ekki að treysta neinn nema sjálfan sig í lokaumferðinni því sigur nægði liðinu til að vinna deildina og fara upp. Á endanum þurftu Eyjamenn þó að fá hjálp úr Keflavík. ÍBV mætti Leikni upp í Efra-Breiðholti. Róbert Hauksson kom Leiknismönnum í 1-0 á 36. mínútu og það stefndi lengi í heimasigur. Vicente Valor náði að tryggja ÍBV jafntefli með marki úr víti í uppbótartíma. Eyjamenn sluppu því við að fagna eftir tapleik. Þeir vissu þá að Keflvíkingar væru með örugga forystu á móti þeirra helstu keppinautum úr Fjölni. Tekið við titlinumvísir / smári jökullÍBV gat fagnað þrátt fyrir að hafa ekki unnið leikinn. vísir / smári jökullTekið við titlinum.vísir / smári jökullStillt sér upp og tekið við ávísun frá Lengjunni.vísir / smári jökull Næstu fjögur lið, liðin í öðru til fimmta sæti, fara í umspil um hitt lausa sætið. Þar mætast Keflavík og ÍR annars vegar en Fjölnir og Afturelding hins vegar. Keflvíkingar áttu ekki í miklum vandræðum með Fjölnismenn. Þeir unnu 4-0 sigur og hjálpuðu ekki aðeins ÍBV, heldur gulltryggðu þeir sér annað sætið og heimaleik í undanúrslitum umspilsins. Kári Sigfússon, Mihael Mlade, Ari Steinn Guðmundsson og Rúnar Ingi Eysteinsson skoruðu mörk Keflavíkurliðsins Afturelding tryggði sér líka sæti í umspilinu með 3-0 sigri á ÍR. Aron Jóhannsson og Elmar Kári Enesson Cogic, úr víti, og Patrekur Orri Guðjónsson skoruðu mörk Mosfellinga. Það var líka spenna í baráttu Njarðvíkinga og ÍR um síðasta sætið inn í umspilið. Njarðvík komst yfir á móti Grindavík og var í góðum málum en Grindvíkingum tókst að snúa leiknum við. Njarðvík og ÍR töpuðu því bæði og það kom sér betur fyrir ÍR-inga sem eru síðasta liðið inn í umspilið. Oumar Diouck kom Njarðvík yfir en Kristófer Konráðsson breytti leiknum með tveimur mörkum með mínútu millibili. Njarðvíkingar jöfnuði undir lokin með marki Marcello Deverlan Vicente en það var ekki nóg. Það var samt spenna á síðustu sekúndum leiks og þetta var líka síðasti leikurinn til að klárast. Úrslitin urðu þó 2-2 og ÍR-ingar gátu fagnað umspilssætinu þrátt fyrir tapleik. Þróttur vann 5-2 sigur á Dalvík/Reyni og Þór Akureyri vann 2-1 útisigur á Gróttu en tapliðin voru bæði fallin niður í 2. deildina. Lengjudeild karla ÍBV Afturelding Keflavík ÍF ÍR UMF Njarðvík Fjölnir Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn „Holan var of djúp“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti Dagskráin í dag: Meistaradeild Evrópu, Besta kvenna og umspil NBA Sport Fleiri fréttir „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Sjá meira
Eyjamenn þurftu ekki að treysta neinn nema sjálfan sig í lokaumferðinni því sigur nægði liðinu til að vinna deildina og fara upp. Á endanum þurftu Eyjamenn þó að fá hjálp úr Keflavík. ÍBV mætti Leikni upp í Efra-Breiðholti. Róbert Hauksson kom Leiknismönnum í 1-0 á 36. mínútu og það stefndi lengi í heimasigur. Vicente Valor náði að tryggja ÍBV jafntefli með marki úr víti í uppbótartíma. Eyjamenn sluppu því við að fagna eftir tapleik. Þeir vissu þá að Keflvíkingar væru með örugga forystu á móti þeirra helstu keppinautum úr Fjölni. Tekið við titlinumvísir / smári jökullÍBV gat fagnað þrátt fyrir að hafa ekki unnið leikinn. vísir / smári jökullTekið við titlinum.vísir / smári jökullStillt sér upp og tekið við ávísun frá Lengjunni.vísir / smári jökull Næstu fjögur lið, liðin í öðru til fimmta sæti, fara í umspil um hitt lausa sætið. Þar mætast Keflavík og ÍR annars vegar en Fjölnir og Afturelding hins vegar. Keflvíkingar áttu ekki í miklum vandræðum með Fjölnismenn. Þeir unnu 4-0 sigur og hjálpuðu ekki aðeins ÍBV, heldur gulltryggðu þeir sér annað sætið og heimaleik í undanúrslitum umspilsins. Kári Sigfússon, Mihael Mlade, Ari Steinn Guðmundsson og Rúnar Ingi Eysteinsson skoruðu mörk Keflavíkurliðsins Afturelding tryggði sér líka sæti í umspilinu með 3-0 sigri á ÍR. Aron Jóhannsson og Elmar Kári Enesson Cogic, úr víti, og Patrekur Orri Guðjónsson skoruðu mörk Mosfellinga. Það var líka spenna í baráttu Njarðvíkinga og ÍR um síðasta sætið inn í umspilið. Njarðvík komst yfir á móti Grindavík og var í góðum málum en Grindvíkingum tókst að snúa leiknum við. Njarðvík og ÍR töpuðu því bæði og það kom sér betur fyrir ÍR-inga sem eru síðasta liðið inn í umspilið. Oumar Diouck kom Njarðvík yfir en Kristófer Konráðsson breytti leiknum með tveimur mörkum með mínútu millibili. Njarðvíkingar jöfnuði undir lokin með marki Marcello Deverlan Vicente en það var ekki nóg. Það var samt spenna á síðustu sekúndum leiks og þetta var líka síðasti leikurinn til að klárast. Úrslitin urðu þó 2-2 og ÍR-ingar gátu fagnað umspilssætinu þrátt fyrir tapleik. Þróttur vann 5-2 sigur á Dalvík/Reyni og Þór Akureyri vann 2-1 útisigur á Gróttu en tapliðin voru bæði fallin niður í 2. deildina.
Lengjudeild karla ÍBV Afturelding Keflavík ÍF ÍR UMF Njarðvík Fjölnir Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn „Holan var of djúp“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti Dagskráin í dag: Meistaradeild Evrópu, Besta kvenna og umspil NBA Sport Fleiri fréttir „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Sjá meira