Barcelona hafnaði heimsmetstilboði Arsenal Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. september 2024 10:42 Keira Walsh fagnar sigri í Meistaradeildinni með þeim Ingrid Syrstad Engen og Mörtu Torrejon. Getty/Alex Caparros Arsenal átti risatilboð í enska landsliðsmiðjumanninn Keiru Walsh á lokadegi félagsskiptagluggans í kvennafótboltanum en Evrópumeistararnir sögðu nei. Walsh leikur með Barcelona en á bara eitt ár eftir af samningi sínum við spænska félagið. BBC hefur það eftir spænskum miðlum að tilboð Arsenal hafi hljóðað upp á 930 þúsund pund eða 169 milljónum króna. Barcelona hefði þurft að finna nýjan leikmann í staðinn en glugginn hjá þeim lokar á mánudaginn. Walsh kom til Barcelona frá Manchester City fyrir 400 þúsund pund árið 2022 og var þá dýrasta knattspyrnukona heims. Keira Walsh ætlar að yfirgefa Barcelona eftir þetta tímabil.Getty/Pablo Rodriguez/ Dýrasta knattspyrnukona heims er sem stendur hin sambíska Racheal Kundananji sem fór frá Madrid CFF á Spáni til Bay FC í Bandaríkjunum fyrir 685 þúsund pund í febrúar. Walsh er af flestum talin vera einn allra besti miðjumaður heims og hún hefur verið sigursæl. Auk þess að verða Evrópumeistari með enska landsliðinu 2022 þá hefur hún unnið bæði spænsku deildina og Meistaradeildina með Barcelona undanfarin tvö tímabil. Walsh er 27 ára gömul og hefur tilkynnt Barcelona að hún ætli ekki að framlengja samning sinn því hún vill komast aftur heim til Englands. „Það er enginn möguleiki á því að Keira fari. Hún hefur verið með okkur á undirbúningstímabilinu og er lykilleikmaður fyrir okkur. Hún skilur algjörlega okkar leikstíl og hefur sýnt frábært hugarfar frá fyrsta degi. Við treystum á hana á þessu tímabili,“ sagði Pere Romeu, þjálfari Barcelona. Walsh átti stoðsendingu í 3-1 sigri Barelona á Real Sociedad í frystu umferð spænsku deildarinnar í gærkvöldi. Keira Walsh still has a year remaining on her contract at #Barca. #BBCFootball #WSL pic.twitter.com/bZx3WUlMKo— BBC Sport (@BBCSport) September 14, 2024 Spænski boltinn Enski boltinn Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sport Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Fleiri fréttir Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira
Walsh leikur með Barcelona en á bara eitt ár eftir af samningi sínum við spænska félagið. BBC hefur það eftir spænskum miðlum að tilboð Arsenal hafi hljóðað upp á 930 þúsund pund eða 169 milljónum króna. Barcelona hefði þurft að finna nýjan leikmann í staðinn en glugginn hjá þeim lokar á mánudaginn. Walsh kom til Barcelona frá Manchester City fyrir 400 þúsund pund árið 2022 og var þá dýrasta knattspyrnukona heims. Keira Walsh ætlar að yfirgefa Barcelona eftir þetta tímabil.Getty/Pablo Rodriguez/ Dýrasta knattspyrnukona heims er sem stendur hin sambíska Racheal Kundananji sem fór frá Madrid CFF á Spáni til Bay FC í Bandaríkjunum fyrir 685 þúsund pund í febrúar. Walsh er af flestum talin vera einn allra besti miðjumaður heims og hún hefur verið sigursæl. Auk þess að verða Evrópumeistari með enska landsliðinu 2022 þá hefur hún unnið bæði spænsku deildina og Meistaradeildina með Barcelona undanfarin tvö tímabil. Walsh er 27 ára gömul og hefur tilkynnt Barcelona að hún ætli ekki að framlengja samning sinn því hún vill komast aftur heim til Englands. „Það er enginn möguleiki á því að Keira fari. Hún hefur verið með okkur á undirbúningstímabilinu og er lykilleikmaður fyrir okkur. Hún skilur algjörlega okkar leikstíl og hefur sýnt frábært hugarfar frá fyrsta degi. Við treystum á hana á þessu tímabili,“ sagði Pere Romeu, þjálfari Barcelona. Walsh átti stoðsendingu í 3-1 sigri Barelona á Real Sociedad í frystu umferð spænsku deildarinnar í gærkvöldi. Keira Walsh still has a year remaining on her contract at #Barca. #BBCFootball #WSL pic.twitter.com/bZx3WUlMKo— BBC Sport (@BBCSport) September 14, 2024
Spænski boltinn Enski boltinn Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sport Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Fleiri fréttir Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira