Barcelona hafnaði heimsmetstilboði Arsenal Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. september 2024 10:42 Keira Walsh fagnar sigri í Meistaradeildinni með þeim Ingrid Syrstad Engen og Mörtu Torrejon. Getty/Alex Caparros Arsenal átti risatilboð í enska landsliðsmiðjumanninn Keiru Walsh á lokadegi félagsskiptagluggans í kvennafótboltanum en Evrópumeistararnir sögðu nei. Walsh leikur með Barcelona en á bara eitt ár eftir af samningi sínum við spænska félagið. BBC hefur það eftir spænskum miðlum að tilboð Arsenal hafi hljóðað upp á 930 þúsund pund eða 169 milljónum króna. Barcelona hefði þurft að finna nýjan leikmann í staðinn en glugginn hjá þeim lokar á mánudaginn. Walsh kom til Barcelona frá Manchester City fyrir 400 þúsund pund árið 2022 og var þá dýrasta knattspyrnukona heims. Keira Walsh ætlar að yfirgefa Barcelona eftir þetta tímabil.Getty/Pablo Rodriguez/ Dýrasta knattspyrnukona heims er sem stendur hin sambíska Racheal Kundananji sem fór frá Madrid CFF á Spáni til Bay FC í Bandaríkjunum fyrir 685 þúsund pund í febrúar. Walsh er af flestum talin vera einn allra besti miðjumaður heims og hún hefur verið sigursæl. Auk þess að verða Evrópumeistari með enska landsliðinu 2022 þá hefur hún unnið bæði spænsku deildina og Meistaradeildina með Barcelona undanfarin tvö tímabil. Walsh er 27 ára gömul og hefur tilkynnt Barcelona að hún ætli ekki að framlengja samning sinn því hún vill komast aftur heim til Englands. „Það er enginn möguleiki á því að Keira fari. Hún hefur verið með okkur á undirbúningstímabilinu og er lykilleikmaður fyrir okkur. Hún skilur algjörlega okkar leikstíl og hefur sýnt frábært hugarfar frá fyrsta degi. Við treystum á hana á þessu tímabili,“ sagði Pere Romeu, þjálfari Barcelona. Walsh átti stoðsendingu í 3-1 sigri Barelona á Real Sociedad í frystu umferð spænsku deildarinnar í gærkvöldi. Keira Walsh still has a year remaining on her contract at #Barca. #BBCFootball #WSL pic.twitter.com/bZx3WUlMKo— BBC Sport (@BBCSport) September 14, 2024 Spænski boltinn Enski boltinn Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Sjá meira
Walsh leikur með Barcelona en á bara eitt ár eftir af samningi sínum við spænska félagið. BBC hefur það eftir spænskum miðlum að tilboð Arsenal hafi hljóðað upp á 930 þúsund pund eða 169 milljónum króna. Barcelona hefði þurft að finna nýjan leikmann í staðinn en glugginn hjá þeim lokar á mánudaginn. Walsh kom til Barcelona frá Manchester City fyrir 400 þúsund pund árið 2022 og var þá dýrasta knattspyrnukona heims. Keira Walsh ætlar að yfirgefa Barcelona eftir þetta tímabil.Getty/Pablo Rodriguez/ Dýrasta knattspyrnukona heims er sem stendur hin sambíska Racheal Kundananji sem fór frá Madrid CFF á Spáni til Bay FC í Bandaríkjunum fyrir 685 þúsund pund í febrúar. Walsh er af flestum talin vera einn allra besti miðjumaður heims og hún hefur verið sigursæl. Auk þess að verða Evrópumeistari með enska landsliðinu 2022 þá hefur hún unnið bæði spænsku deildina og Meistaradeildina með Barcelona undanfarin tvö tímabil. Walsh er 27 ára gömul og hefur tilkynnt Barcelona að hún ætli ekki að framlengja samning sinn því hún vill komast aftur heim til Englands. „Það er enginn möguleiki á því að Keira fari. Hún hefur verið með okkur á undirbúningstímabilinu og er lykilleikmaður fyrir okkur. Hún skilur algjörlega okkar leikstíl og hefur sýnt frábært hugarfar frá fyrsta degi. Við treystum á hana á þessu tímabili,“ sagði Pere Romeu, þjálfari Barcelona. Walsh átti stoðsendingu í 3-1 sigri Barelona á Real Sociedad í frystu umferð spænsku deildarinnar í gærkvöldi. Keira Walsh still has a year remaining on her contract at #Barca. #BBCFootball #WSL pic.twitter.com/bZx3WUlMKo— BBC Sport (@BBCSport) September 14, 2024
Spænski boltinn Enski boltinn Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Sjá meira