Tiger í enn eina bakaðgerðina Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. september 2024 22:25 Tiger Woods hefur átt erfitt uppdráttar í ár. Vísir/EPA-EFE/JUSTIN LANE Raðsigurvegarinn Tiger Woods hefur farið í enn eina bakaðgerðina til að losa um verkina sem hafa plagað hann á yfirstandandi tímabili. Woods er einn sigursælasti kylfingur síðari ára en hefur glímt við gríðarlega erfið bakmeiðsli á ferli sínum. Svo slæm voru þau að hann ánetjaðist verkjalyfjum á sínum tíma til að lina þjáningar sínar. Í yfirlýsingu á X, áður Twitter, segir kylfingurinn að hann hafi farið í aðgerð neðarlega á baki til að losa um verk á föstudagsmorgun. Skurðlæknirinn sem framkvæmdi aðgerðina segir hana hafa heppnast vel. pic.twitter.com/PFOnFxlTa7— Tiger Woods (@TigerWoods) September 13, 2024 Hinn 48 ára Woods hefur ekki spilað síðan honum mistókst að komast í gegnum niðurskurðinn á Opna í júlí síðastliðnum. Hann hefur spilað takmarkað síðan hann lenti í skelfilegu bílslysi árið 2021. „Aðgerðin gekk vel og ég vona að hún losi um verkinn sem ég hef fundið fyrir nær allt árið. Ég hlakka til að takast á við endurhæfinguna sem og að undirbúa mig undir daglegt líf, þar á meðal golf.“ Woods hefur tekið þátt á fjórum meistaramótum í ár. Hann komst ekki í gegnum niðurskurð á þremur þeirra en endaði í 60. sæti á Masters-mótinu. Golf Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Fleiri fréttir Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Woods er einn sigursælasti kylfingur síðari ára en hefur glímt við gríðarlega erfið bakmeiðsli á ferli sínum. Svo slæm voru þau að hann ánetjaðist verkjalyfjum á sínum tíma til að lina þjáningar sínar. Í yfirlýsingu á X, áður Twitter, segir kylfingurinn að hann hafi farið í aðgerð neðarlega á baki til að losa um verk á föstudagsmorgun. Skurðlæknirinn sem framkvæmdi aðgerðina segir hana hafa heppnast vel. pic.twitter.com/PFOnFxlTa7— Tiger Woods (@TigerWoods) September 13, 2024 Hinn 48 ára Woods hefur ekki spilað síðan honum mistókst að komast í gegnum niðurskurðinn á Opna í júlí síðastliðnum. Hann hefur spilað takmarkað síðan hann lenti í skelfilegu bílslysi árið 2021. „Aðgerðin gekk vel og ég vona að hún losi um verkinn sem ég hef fundið fyrir nær allt árið. Ég hlakka til að takast á við endurhæfinguna sem og að undirbúa mig undir daglegt líf, þar á meðal golf.“ Woods hefur tekið þátt á fjórum meistaramótum í ár. Hann komst ekki í gegnum niðurskurð á þremur þeirra en endaði í 60. sæti á Masters-mótinu.
Golf Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Fleiri fréttir Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira