Þjóðverjar herða tökin á landamærum Árni Sæberg skrifar 9. september 2024 17:00 Staða Olafs Scholz er ekki góð. Maryam Majd/Getty Ríkisstjórn Þýskalands tilkynnti í dag að tímabundið landamæraeftirlit verði tekið upp til þess að stemma stigu við fólksflutningum til landsins og hryðjuverkaógn. Í tilkynningu innanríkisráðuneytisins segir að eftirlitið muni hefjast þann 16. september næstkomandi og vara í sex mánuði til að byrja með. „Við erum að efla innra öryggi og halda áfram baráttu okkar gegn óeðlilegum fólksflutningum,“ er haft eftir Nancy Faeser innanríkisráðherra. Öfgahægrið græðir á vandanum Í frétt Reuters segir að Þjóðverjar hafi tekið upp harðari stefnu í innflytjendamálum undanfarin ár og að frjálslynd ríkisstjórn Olafs Scholz eigi í mestu erfiðleikum með málaflokkinn á meðan hægrimenn í Valkosti fyrir Þýskaland, AfD, stórgræða á honum. AfD varð á dögunum fyrsti flokkurinn lengst á hægri ásnum til þess að vinna kosningar í sambandslandi í Þýskalandi frá seinna stríði. Þá vann flokkurinn stórsigur í Þýsingalandi undir stjórn hins umdeilda Björns Höcke. Fjöldi landa undir Tilkynning ríkisstjórnarinnar vekur athygli, ekki síst vegna þess að kosningar fara fram víða í sambandlöndum Þýskalands þessa dagana og staða Sósíalistaflokks Scholz er ekki góð. Þá er ekki langt um liðið frá því að hryðjuverkaárás var framin í borginni Solingen. Þrír létust árásinni og átta særðust. Sýrlenskur karlmaður á þrítugsaldri hefur játað að hafa framið árásina og Íslamska ríkið hefur lýst yfir ábyrgð á henni. Talið er að ákvörðun ríkisstjórnarinnar, sem er ekki síst tekin í ljósi hryðjuverkaógnar, geti haft áhrif á evrópskt samstarf, sem hefur átt undir högg að sækja undanfarið. Þannig hefur innanríkisráðherra Austurríkis, Gerhard Karner, þegar tilkynnt að Austurríkismenn muni ekki taka á móti neinum sem Þýskaland hleypir ekki yfir landamæri sín. Þýskaland á landamæri að Danmörku, Hollandi, Belgíu, Lúxemborg, Frakklandi, Sviss, Austurríki, Tékklandi og Póllandi. Þýskaland Flóttamenn Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Sjá meira
Í tilkynningu innanríkisráðuneytisins segir að eftirlitið muni hefjast þann 16. september næstkomandi og vara í sex mánuði til að byrja með. „Við erum að efla innra öryggi og halda áfram baráttu okkar gegn óeðlilegum fólksflutningum,“ er haft eftir Nancy Faeser innanríkisráðherra. Öfgahægrið græðir á vandanum Í frétt Reuters segir að Þjóðverjar hafi tekið upp harðari stefnu í innflytjendamálum undanfarin ár og að frjálslynd ríkisstjórn Olafs Scholz eigi í mestu erfiðleikum með málaflokkinn á meðan hægrimenn í Valkosti fyrir Þýskaland, AfD, stórgræða á honum. AfD varð á dögunum fyrsti flokkurinn lengst á hægri ásnum til þess að vinna kosningar í sambandslandi í Þýskalandi frá seinna stríði. Þá vann flokkurinn stórsigur í Þýsingalandi undir stjórn hins umdeilda Björns Höcke. Fjöldi landa undir Tilkynning ríkisstjórnarinnar vekur athygli, ekki síst vegna þess að kosningar fara fram víða í sambandlöndum Þýskalands þessa dagana og staða Sósíalistaflokks Scholz er ekki góð. Þá er ekki langt um liðið frá því að hryðjuverkaárás var framin í borginni Solingen. Þrír létust árásinni og átta særðust. Sýrlenskur karlmaður á þrítugsaldri hefur játað að hafa framið árásina og Íslamska ríkið hefur lýst yfir ábyrgð á henni. Talið er að ákvörðun ríkisstjórnarinnar, sem er ekki síst tekin í ljósi hryðjuverkaógnar, geti haft áhrif á evrópskt samstarf, sem hefur átt undir högg að sækja undanfarið. Þannig hefur innanríkisráðherra Austurríkis, Gerhard Karner, þegar tilkynnt að Austurríkismenn muni ekki taka á móti neinum sem Þýskaland hleypir ekki yfir landamæri sín. Þýskaland á landamæri að Danmörku, Hollandi, Belgíu, Lúxemborg, Frakklandi, Sviss, Austurríki, Tékklandi og Póllandi.
Þýskaland Flóttamenn Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Sjá meira