Segir að Heimir Hallgríms verði að sýna hver sé stjórinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. september 2024 08:32 Heimir Hallgrímsson hlustar á írska þjóðsönginn á meðan aðstoðarmaður hans John O'Shea tekur vel undir. Getty/Stephen McCarthy Fyrrum landsliðsþjálfari Íra hefur smá áhyggjur af því Heimir Hallgrímsson sýni það ekki nógu skýrt hver það sé sem ráði hjá írska fótboltalandsliðinu í dag. Írar léku í fyrsta sinn undir stjórn Heimis um helgina og töpuðu þá 2-0 á móti Englendingum þar sem bæði mörkin komu snemma í leiknum. Næsti leikur hjá írska liðinu er á móti Grikkjum annað kvöld. Heimir talaði um það fyrir Englandsleikinn að hann væri enn að kynnast leikmönnum liðsins og að aðstoðarmaður hans, John O'Shea, sem stýrði liðinu tímabundið, fái því að ráða miklu í þessu fyrsta verkefni. Brian Kerr er fyrrum landsliðsþjálfari Íra (2003-2005) en hann hefur einnig þjálfað færeyska landsliðið. Hann ræddi Heimi og stjórn hans á írska liðinu í viðtali við Mirror á Írlandi. „Við höfum landsliðsþjálfara Englendinga sem þekkti sína leikmenn mjög vel og hefur unnið með þeim áður. Hann vissi við hverju var að búast frá þeim. Hann var með gott skipulag og þeir tóku stjórn á leiknum,“ sagði Kerr. „Á móti vorum við með okkar landsliðsþjálfara sem var að hitta leikmenn í fyrsta sinn fyrir nokkrum dögum. Það leit út eins og hann væri að leyfa þeim Paddy McCarthy og John O'Shea að tala mest við leikmennina,“ sagði Kerr. Heyrðum ekki mikið frá Heimi „Við heyrðum ekki mikið frá Heimi í þessari viku nema þá daginn fyrir leikinn. Hann er á því stigi að vera enn að læra inn á leikmennina sína,“ sagði Kerr. „Mér fannst það vera augljóst í leiknum. Þjálfararnir þrír voru mikið að ræða saman á hliðarlínunni, hvað þeir ættu að gera og annað. Það sást að þeir voru að láta hann fá mikið upplýsingum og svo öfugt,“ sagði Kerr. Hann er samt ekki ánægður með það að O'Shea tali við blaðamenn fyrir næsta leik. Vera ákveðnari „Heimir verður að vera ákveðnari en hann þarf auðvitað líka meiri tíma til að læra inn á leikmenn sína,“ sagði Kerr. „Hann verður samt að taka völdin og stýra liðinu meira. Leikmenn verða að fá að vita það að hann er stjórinn jafnvel þótt að hann sé að koma inn í aðra menningu,“ sagði Kerr. „Ég kynntist þessu þegar ég tók við færeyska landsliðinu á sínum tíma og þeir vissu ekki alveg hvað ég var að tala um fyrstu dagana. Þeir vissu samt hver það var sem réði. Það var á hreinu,“ sagði Kerr. Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Sjá meira
Írar léku í fyrsta sinn undir stjórn Heimis um helgina og töpuðu þá 2-0 á móti Englendingum þar sem bæði mörkin komu snemma í leiknum. Næsti leikur hjá írska liðinu er á móti Grikkjum annað kvöld. Heimir talaði um það fyrir Englandsleikinn að hann væri enn að kynnast leikmönnum liðsins og að aðstoðarmaður hans, John O'Shea, sem stýrði liðinu tímabundið, fái því að ráða miklu í þessu fyrsta verkefni. Brian Kerr er fyrrum landsliðsþjálfari Íra (2003-2005) en hann hefur einnig þjálfað færeyska landsliðið. Hann ræddi Heimi og stjórn hans á írska liðinu í viðtali við Mirror á Írlandi. „Við höfum landsliðsþjálfara Englendinga sem þekkti sína leikmenn mjög vel og hefur unnið með þeim áður. Hann vissi við hverju var að búast frá þeim. Hann var með gott skipulag og þeir tóku stjórn á leiknum,“ sagði Kerr. „Á móti vorum við með okkar landsliðsþjálfara sem var að hitta leikmenn í fyrsta sinn fyrir nokkrum dögum. Það leit út eins og hann væri að leyfa þeim Paddy McCarthy og John O'Shea að tala mest við leikmennina,“ sagði Kerr. Heyrðum ekki mikið frá Heimi „Við heyrðum ekki mikið frá Heimi í þessari viku nema þá daginn fyrir leikinn. Hann er á því stigi að vera enn að læra inn á leikmennina sína,“ sagði Kerr. „Mér fannst það vera augljóst í leiknum. Þjálfararnir þrír voru mikið að ræða saman á hliðarlínunni, hvað þeir ættu að gera og annað. Það sást að þeir voru að láta hann fá mikið upplýsingum og svo öfugt,“ sagði Kerr. Hann er samt ekki ánægður með það að O'Shea tali við blaðamenn fyrir næsta leik. Vera ákveðnari „Heimir verður að vera ákveðnari en hann þarf auðvitað líka meiri tíma til að læra inn á leikmenn sína,“ sagði Kerr. „Hann verður samt að taka völdin og stýra liðinu meira. Leikmenn verða að fá að vita það að hann er stjórinn jafnvel þótt að hann sé að koma inn í aðra menningu,“ sagði Kerr. „Ég kynntist þessu þegar ég tók við færeyska landsliðinu á sínum tíma og þeir vissu ekki alveg hvað ég var að tala um fyrstu dagana. Þeir vissu samt hver það var sem réði. Það var á hreinu,“ sagði Kerr.
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Sjá meira