Í tilefni af alþjóðlegum degi læsis: Brettum upp ermar! Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar 8. september 2024 07:02 Í tilefni af alþjóðlegum degi læsis, þann 8. september, hefur Félag læsisfræðinga á Íslandi (FLÍS) sent upplýsingar til leik- og grunnskóla varðandi hvernig aðstoða má foreldra við að efla læsi barna sinna. Leikskólar fengu sendar upplýsingar, til að deila með foreldrum, um gildi þess að lesa fyrir börn frá unga aldri þar sem grunnur að góðum málþroska og læsi er lagður strax á fyrstu æviárum barnsins. Þar má einnig finna hugmyndir að því hvernig gera má lestrarstundirnar að gæðastundum. Að lesa fyrir börn eflir ekki aðeins málþroska og stuðlar að betri lesskilningi seinna meir, heldur ýta lestrarstundir undir tengslamyndun, þær örva ímyndunaraflið og bæta einbeitingu og athygli svo dæmi séu tekin. Grunnskólar fengu send tvenns konar upplýsingablöð til að deila með foreldrum en heimalestrarþjálfun í grunnskóla er eitthvað sem nær hvert einasta heimili í landinu hefur reynslu af. Mikilvægt er að skólar styðji við heimilin svo að sá tími sem varið er í heimalestur nýtist vel og hann sé ánægjulegur bæði fyrir barnið og þann sem þjálfar lesturinn. Við höfum tekið saman nokkrar aðferðir, fyrir yngstu börnin og foreldra þeirra, sem hægt er að nota til að gera heimalesturinn bæði fjölbreyttan og áhugaverðan en aðferðunum fylgja myndbönd og annað efni af netinu sem geta leiðbeint foreldrum hvernig best er að bera sig að. Undirstaða góðs lesskilnings er góður málþroski og góð lesfimi. Ástæða er til að hafa áhyggjur af dvínandi lesskilningi barna á Íslandi en það þýðir hins vegar lítið að velta sé upp úr áhyggjum án athafna. Nærtækara er að bretta upp ermar og kenna börnum að velta fyrir sér og ígrunda texta ásamt því að læra aðferðir sem hjálpa þeim að ná tökum á nýjum, framandi orðum. Gagnvirkur lestur er mikið rannsökuð og gagnleg aðferð í glímunni við texta. Við höfum tekið saman einfalda útfærslu sem foreldrar og börn geta tileinkað sér. Það getur tekið nokkur skipti að ná tökum á aðferðinni en hún mun skila barninu betri vinnubrögðum við lestur og þar af leiðandi betri lesskilningi. Þessi aðferð er gagnleg fyrir alla nemendur sem eru búnir að ná nokkuð góðum tökum á lestri og geta einbeitt sér að innihaldi texta sem hæfir aldri og þroska. Eins og áður segir hefur efnið þegar verið sent á alla leik- og grunnskóla landsins en gögnin má einnig finna á Læsisspjallinu sem FLÍS heldur úti á Facebook. Gleðilegan dag læsis! Höfundur er formaður FLÍS. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Íslensk tunga Skóla- og menntamál Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Sjá meira
Í tilefni af alþjóðlegum degi læsis, þann 8. september, hefur Félag læsisfræðinga á Íslandi (FLÍS) sent upplýsingar til leik- og grunnskóla varðandi hvernig aðstoða má foreldra við að efla læsi barna sinna. Leikskólar fengu sendar upplýsingar, til að deila með foreldrum, um gildi þess að lesa fyrir börn frá unga aldri þar sem grunnur að góðum málþroska og læsi er lagður strax á fyrstu æviárum barnsins. Þar má einnig finna hugmyndir að því hvernig gera má lestrarstundirnar að gæðastundum. Að lesa fyrir börn eflir ekki aðeins málþroska og stuðlar að betri lesskilningi seinna meir, heldur ýta lestrarstundir undir tengslamyndun, þær örva ímyndunaraflið og bæta einbeitingu og athygli svo dæmi séu tekin. Grunnskólar fengu send tvenns konar upplýsingablöð til að deila með foreldrum en heimalestrarþjálfun í grunnskóla er eitthvað sem nær hvert einasta heimili í landinu hefur reynslu af. Mikilvægt er að skólar styðji við heimilin svo að sá tími sem varið er í heimalestur nýtist vel og hann sé ánægjulegur bæði fyrir barnið og þann sem þjálfar lesturinn. Við höfum tekið saman nokkrar aðferðir, fyrir yngstu börnin og foreldra þeirra, sem hægt er að nota til að gera heimalesturinn bæði fjölbreyttan og áhugaverðan en aðferðunum fylgja myndbönd og annað efni af netinu sem geta leiðbeint foreldrum hvernig best er að bera sig að. Undirstaða góðs lesskilnings er góður málþroski og góð lesfimi. Ástæða er til að hafa áhyggjur af dvínandi lesskilningi barna á Íslandi en það þýðir hins vegar lítið að velta sé upp úr áhyggjum án athafna. Nærtækara er að bretta upp ermar og kenna börnum að velta fyrir sér og ígrunda texta ásamt því að læra aðferðir sem hjálpa þeim að ná tökum á nýjum, framandi orðum. Gagnvirkur lestur er mikið rannsökuð og gagnleg aðferð í glímunni við texta. Við höfum tekið saman einfalda útfærslu sem foreldrar og börn geta tileinkað sér. Það getur tekið nokkur skipti að ná tökum á aðferðinni en hún mun skila barninu betri vinnubrögðum við lestur og þar af leiðandi betri lesskilningi. Þessi aðferð er gagnleg fyrir alla nemendur sem eru búnir að ná nokkuð góðum tökum á lestri og geta einbeitt sér að innihaldi texta sem hæfir aldri og þroska. Eins og áður segir hefur efnið þegar verið sent á alla leik- og grunnskóla landsins en gögnin má einnig finna á Læsisspjallinu sem FLÍS heldur úti á Facebook. Gleðilegan dag læsis! Höfundur er formaður FLÍS.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun