Åge ánægður með að jafna sigurfjölda San Marínó en boðar breytingar Ágúst Orri Arnarson skrifar 6. september 2024 21:29 Åge Hareide var sáttur með sigurinn. Vísir/Hulda Margrét Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands, var sáttur og sæll með 2-0 sigur gegn Svartfjallalandi en mun breyta byrjunarliðinu fyrir leikinn gegn Tyrklandi næsta mánudag. Klippa: Þjálfarinn kátur „Alltaf frábært að vinna. Við hugsuðum ekki mikið um það, en ég heyrði af því í gær þegar San Marínó vann að við værum eina liðið sem ætti eftir að vinna [leik í Þjóðadeildinni]. Þannig að ég lofaði stuðningsmönnum fyrir leik að við myndum vinna og sem betur fer stóðst það,“ sagði Åge í viðtali við Val Pál Eiríksson eftir leik. Åge gerði margar breytingar á byrjunarliðinu frá síðasta leik. Gylfi Þór Sigurðsson sneri aftur, Logi Tómasson spilaði sinn fyrsta keppnisleik fyrir landsliðið og Stefán Teitur Þórðarson var á miðjunni. Menn á borð við Guðlaug Victor Pálsson, Valgeir Lunddal Friðriksson, Willum Þór Willumsson og Arnór Sigurðsson sátu á bekknum. „Við töluðum við leikmenn sem byrjuðu ekki í dag en hafa verið byrjunarliðsmenn. Sumir meiddir eða að spila lítið. Tökum engar óþarfa áhættur með það. Við þurfum líka að byggja upp hóp sem höndlar tvo leiki á skömmum tíma og munum örugglega breyta miklu fyrir leikinn gegn Tyrklandi. Erum með varnarmenn á bekknum sem eru klárir að spila, varnarlínan stóð sig vel í kvöld en varnarlínan í Tyrkjaleiknum mun vonandi gera það líka,“ sagði Age og staðfesti þar í raun að byrjunarliðið, eða varnarlínan að minnsta kosti, verði öðruvísi í næsta leik. Sérfræðingar Stöðvar 2 Sports höfðu áhyggjur af varnarskipulagi íslenska liðsins. Bakverðir voru látnir falla til baka inn á teiginn og vængmenn dregnir niður til að verjast fyrirgjöfum Svartfellinga. „Við viljum hafa eins marga menn í teignum og við getum þegar við verjumst fyrirgjöfum. Gegn öðruvísi liðum myndum við setja bakverðina út.“ Framundan er leikur gegn Tyrklandi ytra næsta mánudag. Líkt og Åge fór yfir má búast við breytingum á byrjunarliðinu en sigurinn í kvöld ætti að gefa liðinu sjálfstraust og trú á verkefninu. „Ekki spurning. Góð úrslit skipta öllu máli. Þetta var erfiður leikur og erfiðar aðstæður en við réðum vel við það. Í fyrri hálfleik spiluðum við vel en aðeins öðruvísi og erfiðari seinni hálfleikur,“ sagði Age og staðfesti svo að lokum að Gylfi Þór Sigurðsson hafi ekki farið meiddur af velli. Viðtalið allt má sjá í spilaranum að ofan. UEFA Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Fleiri fréttir Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna Sjá meira
Klippa: Þjálfarinn kátur „Alltaf frábært að vinna. Við hugsuðum ekki mikið um það, en ég heyrði af því í gær þegar San Marínó vann að við værum eina liðið sem ætti eftir að vinna [leik í Þjóðadeildinni]. Þannig að ég lofaði stuðningsmönnum fyrir leik að við myndum vinna og sem betur fer stóðst það,“ sagði Åge í viðtali við Val Pál Eiríksson eftir leik. Åge gerði margar breytingar á byrjunarliðinu frá síðasta leik. Gylfi Þór Sigurðsson sneri aftur, Logi Tómasson spilaði sinn fyrsta keppnisleik fyrir landsliðið og Stefán Teitur Þórðarson var á miðjunni. Menn á borð við Guðlaug Victor Pálsson, Valgeir Lunddal Friðriksson, Willum Þór Willumsson og Arnór Sigurðsson sátu á bekknum. „Við töluðum við leikmenn sem byrjuðu ekki í dag en hafa verið byrjunarliðsmenn. Sumir meiddir eða að spila lítið. Tökum engar óþarfa áhættur með það. Við þurfum líka að byggja upp hóp sem höndlar tvo leiki á skömmum tíma og munum örugglega breyta miklu fyrir leikinn gegn Tyrklandi. Erum með varnarmenn á bekknum sem eru klárir að spila, varnarlínan stóð sig vel í kvöld en varnarlínan í Tyrkjaleiknum mun vonandi gera það líka,“ sagði Age og staðfesti þar í raun að byrjunarliðið, eða varnarlínan að minnsta kosti, verði öðruvísi í næsta leik. Sérfræðingar Stöðvar 2 Sports höfðu áhyggjur af varnarskipulagi íslenska liðsins. Bakverðir voru látnir falla til baka inn á teiginn og vængmenn dregnir niður til að verjast fyrirgjöfum Svartfellinga. „Við viljum hafa eins marga menn í teignum og við getum þegar við verjumst fyrirgjöfum. Gegn öðruvísi liðum myndum við setja bakverðina út.“ Framundan er leikur gegn Tyrklandi ytra næsta mánudag. Líkt og Åge fór yfir má búast við breytingum á byrjunarliðinu en sigurinn í kvöld ætti að gefa liðinu sjálfstraust og trú á verkefninu. „Ekki spurning. Góð úrslit skipta öllu máli. Þetta var erfiður leikur og erfiðar aðstæður en við réðum vel við það. Í fyrri hálfleik spiluðum við vel en aðeins öðruvísi og erfiðari seinni hálfleikur,“ sagði Age og staðfesti svo að lokum að Gylfi Þór Sigurðsson hafi ekki farið meiddur af velli. Viðtalið allt má sjá í spilaranum að ofan.
UEFA Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Fleiri fréttir Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna Sjá meira