Samið um kaup bankans á Arngrimsson Advisors Atli Ísleifsson skrifar 6. september 2024 14:32 Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, og Sigurður Arngrímsson, stjórnarformaður Arngrimsson Advisors. Arion banki Arion banki hefur gengið frá samkomulagi um kaup á öllu hlutafé Arngrimsson Advisors Limited við hluthafa félagsins. Arngrimsson Advisors hefur sinnt eignastýringarráðgjöf með áherslu á erlenda fagfjárfestasjóði og sérhæfðar fjárfestingar frá árinu 2013. Frá þessu segir í tilkynningu frá Arion banka. Þar kemur fram að markmiðið með kaupunum sé að fjölga valkostum viðskiptavina bankans – fagfjárfesta og einstaklinga – þegar komi að fjárfestingum í erlendum sjóðum, sérstaklega á sviði sérhæfðra fjárfestinga. „Gangi kaupin eftir munu eignir í stýringu hjá Arion aukast um rúma 170 milljarða króna. Samningur Arion banka og hluthafa Arngrimsson Advisors Limited er óskuldbinandi en á næstu mánuðum verður gengið frá endanlegum kaupsamningi að fengnum niðurstöðum áreiðanleikakannana og samþykki eftirlitsaðila. Kaupverð er trúnaðarmál. Starfsfólk Arngrimsson Advisors, m.a. þeir Sigurður Arngrímsson, stofnandi og stjórnarformaður, og Bjarni Brynjólfsson, forstjóri, munu verða Arion banka til ráðgjafar um óákveðinn tíma. Arngrimsson Advisors Limited var stofnað í London í janúar 2013 af Sigurði Arngrímssyni sem starfaði áður hjá Morgan Stanley í 16 ár og þar áður hjá Kaupþingi. Bjarni Brynjólfsson, forstjóri félagsins, gekk til liðs við fyrirtækið síðar á árinu 2013 eftir að hafa byggt upp viðamikla reynslu á sviði fjárfestinga fyrir lífeyrissjóði, tryggingafélög og fjárfestingarfélög,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Benedikt Gíslasyni, bankastjóra Arion banka, að það sé ánægjulegt að auka enn við þjónustuframboð bankans með því að fá til liðs afar reynslumikla aðila á sviði eignastýringar og fjárfestinga í erlendum sjóðum. „Við getum nú boðið viðskiptavinum Arion enn fjölbreyttari fjárfestingarkosti og er um að ræða fjölbreytt úrval erlenda sjóða sem eiga langa og góða sögu hér á landi.“ Þá segir Sigurður Arngrímsson, stjórnarformaður Arngrimsson Advisors, að það sé mikill heiður að taka þátt í vegferð Arion á þessu sviði og fá tækifæri til að miðla áfram áratuga reynslu og þekkingu á þessum markaði. „Hjá Arngrimsson Advisors hefur byggst upp þekking á sérhæfðum erlendum fjárfestingum sem og þjónustu við fagfjárfesta allt frá upphafi þátttöku þeirra á erlendum markaði.“ Kaup og sala fyrirtækja Fjármálafyrirtæki Arion banki Mest lesið „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Sjá meira
Frá þessu segir í tilkynningu frá Arion banka. Þar kemur fram að markmiðið með kaupunum sé að fjölga valkostum viðskiptavina bankans – fagfjárfesta og einstaklinga – þegar komi að fjárfestingum í erlendum sjóðum, sérstaklega á sviði sérhæfðra fjárfestinga. „Gangi kaupin eftir munu eignir í stýringu hjá Arion aukast um rúma 170 milljarða króna. Samningur Arion banka og hluthafa Arngrimsson Advisors Limited er óskuldbinandi en á næstu mánuðum verður gengið frá endanlegum kaupsamningi að fengnum niðurstöðum áreiðanleikakannana og samþykki eftirlitsaðila. Kaupverð er trúnaðarmál. Starfsfólk Arngrimsson Advisors, m.a. þeir Sigurður Arngrímsson, stofnandi og stjórnarformaður, og Bjarni Brynjólfsson, forstjóri, munu verða Arion banka til ráðgjafar um óákveðinn tíma. Arngrimsson Advisors Limited var stofnað í London í janúar 2013 af Sigurði Arngrímssyni sem starfaði áður hjá Morgan Stanley í 16 ár og þar áður hjá Kaupþingi. Bjarni Brynjólfsson, forstjóri félagsins, gekk til liðs við fyrirtækið síðar á árinu 2013 eftir að hafa byggt upp viðamikla reynslu á sviði fjárfestinga fyrir lífeyrissjóði, tryggingafélög og fjárfestingarfélög,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Benedikt Gíslasyni, bankastjóra Arion banka, að það sé ánægjulegt að auka enn við þjónustuframboð bankans með því að fá til liðs afar reynslumikla aðila á sviði eignastýringar og fjárfestinga í erlendum sjóðum. „Við getum nú boðið viðskiptavinum Arion enn fjölbreyttari fjárfestingarkosti og er um að ræða fjölbreytt úrval erlenda sjóða sem eiga langa og góða sögu hér á landi.“ Þá segir Sigurður Arngrímsson, stjórnarformaður Arngrimsson Advisors, að það sé mikill heiður að taka þátt í vegferð Arion á þessu sviði og fá tækifæri til að miðla áfram áratuga reynslu og þekkingu á þessum markaði. „Hjá Arngrimsson Advisors hefur byggst upp þekking á sérhæfðum erlendum fjárfestingum sem og þjónustu við fagfjárfesta allt frá upphafi þátttöku þeirra á erlendum markaði.“
Kaup og sala fyrirtækja Fjármálafyrirtæki Arion banki Mest lesið „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Sjá meira