Tæplega átján milljónir fyrir 275 atkvæði Jón Þór Stefánsson skrifar 6. september 2024 13:53 Sjálf lagði Helga til rétt tæpar sautján milljónir. Vísir/Arnar Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, varði tæplega átján milljónum króna í framboð sitt til embættis forseta Íslands. Þetta kemur fram í uppgjöri sem Helga skilaði til Ríkisendurskoðunar. Tekjur framboðsins voru í heildina 17,7 milljónir króna. Framlög einstaklinga voru 780 þúsund krónur, en sjálf lagði Helga til tæpar sautján milljónir. Engar tekjur bárust frá lögaðilum, og þá eru engar tekjur skráðar sem „aðrar tekjur“. Gjöld framboðsins voru nákvæmlega jafn há og tekjurnar. Í uppgjöri Helgu er þeim skipt þannig að ein milljón hafi farið í kosningaskrifstofu, 4,6 milljónir í auglýsinga- og kynningarkostnað, og þá hafi 12,1 milljón farið í annan kostnað. Síðan hafi ekkert farið í fundi og ferðakostnað. Alls hlaut Helga 275 atkvæði í forsetakosningunum þann 1. júní síðastliðinn eða 0,1 prósent greiddra atkvæða. Ef gjöldum framboðsins er deilt á fjölda atkvæða mætti komast að þeirri niðurstöðu að hvert atkvæði hafi kostað Helgu um 64 þúsund krónur. Til samanburðar kostaði hvert atkvæði Höllu Tómasdóttur 355 krónur, Jóns Gnarr 492 krónur og Katrínar Jakobsdóttur 1062 krónur. Líkt og áður segir er Helga forstjóri Persónuverndar, en á meðan hún sinnti framboðinu var hún í launalausu leyfi. Þegar þessi frétt er skrifuð eru óbirt uppgjör Arnars Þórs Jónssonar, Baldurs Þórhallssonar, Höllu Hrundar Logadóttur, Steinunn Ólínu Þorsteinsdóttur og Ásdísar Ránar Gunnarsdóttur. Hér að neðan má sjá heildarkostnað og kostnað á hvert atkvæði hjá framboðunum sem hafa þegar birt uppgjörin sín. Forsetakosningar 2024 Persónuvernd Tengdar fréttir Framboð Katrínar mun dýrara en Höllu Katrín Jakobsdóttir varði rúmlega 57 milljónum króna í forsetaframboð sitt. Það er rúmlega tvöfalt það sem Halla Tómasdóttir eyddi í framboð sitt. Kaupfélag Skagfirðinga var á meðal fjölmargra styrktaraðila Katrínar. 6. september 2024 10:36 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Tekjur framboðsins voru í heildina 17,7 milljónir króna. Framlög einstaklinga voru 780 þúsund krónur, en sjálf lagði Helga til tæpar sautján milljónir. Engar tekjur bárust frá lögaðilum, og þá eru engar tekjur skráðar sem „aðrar tekjur“. Gjöld framboðsins voru nákvæmlega jafn há og tekjurnar. Í uppgjöri Helgu er þeim skipt þannig að ein milljón hafi farið í kosningaskrifstofu, 4,6 milljónir í auglýsinga- og kynningarkostnað, og þá hafi 12,1 milljón farið í annan kostnað. Síðan hafi ekkert farið í fundi og ferðakostnað. Alls hlaut Helga 275 atkvæði í forsetakosningunum þann 1. júní síðastliðinn eða 0,1 prósent greiddra atkvæða. Ef gjöldum framboðsins er deilt á fjölda atkvæða mætti komast að þeirri niðurstöðu að hvert atkvæði hafi kostað Helgu um 64 þúsund krónur. Til samanburðar kostaði hvert atkvæði Höllu Tómasdóttur 355 krónur, Jóns Gnarr 492 krónur og Katrínar Jakobsdóttur 1062 krónur. Líkt og áður segir er Helga forstjóri Persónuverndar, en á meðan hún sinnti framboðinu var hún í launalausu leyfi. Þegar þessi frétt er skrifuð eru óbirt uppgjör Arnars Þórs Jónssonar, Baldurs Þórhallssonar, Höllu Hrundar Logadóttur, Steinunn Ólínu Þorsteinsdóttur og Ásdísar Ránar Gunnarsdóttur. Hér að neðan má sjá heildarkostnað og kostnað á hvert atkvæði hjá framboðunum sem hafa þegar birt uppgjörin sín.
Forsetakosningar 2024 Persónuvernd Tengdar fréttir Framboð Katrínar mun dýrara en Höllu Katrín Jakobsdóttir varði rúmlega 57 milljónum króna í forsetaframboð sitt. Það er rúmlega tvöfalt það sem Halla Tómasdóttir eyddi í framboð sitt. Kaupfélag Skagfirðinga var á meðal fjölmargra styrktaraðila Katrínar. 6. september 2024 10:36 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Framboð Katrínar mun dýrara en Höllu Katrín Jakobsdóttir varði rúmlega 57 milljónum króna í forsetaframboð sitt. Það er rúmlega tvöfalt það sem Halla Tómasdóttir eyddi í framboð sitt. Kaupfélag Skagfirðinga var á meðal fjölmargra styrktaraðila Katrínar. 6. september 2024 10:36