Alex Morgan ófrísk og að hætta í fótbolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. september 2024 18:03 Alex Morgan hefur ákveðið að segja þetta gott í fótboltanum og á bara eftir að spila einn kveðjuleik um komandi helgi. Getty/Brad Smith Bandaríska fótboltastjarnan Alex Morgan hefur ákveðið að setja skóna upp á hillu en þetta tilkynnti hún í myndbandi á samfélagsmiðlum sínum. Morgan sagði einnig frá því að hún sé ófrísk af sínu öðru barni. Morgan eignaðist dótturina April í maí 2020 en kom þá til baka inn á fótboltavöllinn. Nú eiga hún og eiginmaðurinn von á öðru barni. Morgan ætlar samt að spila einn leik í viðbót með San Diego Wave en sá leikur verður á móti North Carolina Courage á sunnudaginn. „Ég er svo fullviss um þessa ákvörðun og ég er svo ánægð með að geta loksins sagt ykkur frá þessu,“ sagði Alex Morgan. „Þetta hefur verið lengi á leiðinni. Þessi ákvörðun var vissulega ekki auðveld en í byrjun ársins þá fann ég það í mínu hjarta og í minni sál að þetta yrði síðasta tímabilið mitt í fótboltanum,“ sagði Morgan. World Cup 🏆🏆Olympics 🥇Champions League 🏆U-20 World Cup 🏆NWSL 🏆NWSL Shield 🏆NWSL Challenge Cup 🏆Division 1 Féminine 🏆Concacaf Championship🏆🏆🏆Concacaf W Gold Cup 🏆Legendary Alex Morgan announces she is retiring from football—her final game is on Sunday 🫡 pic.twitter.com/oTlG4WKSCP— B/R Football (@brfootball) September 5, 2024 Morgan er 35 ára gömul og varð sínum tíma tvisvar heimsmeistari og einu sinni Ólympíumeistari með bandaríska landsliðinu. Hún er fimmta markahæsta landsliðskona Bandaríkjanna í sögunni með 123 mörk í 224 leikjum. Morgan var þó ekki valinn í hópinn hjá Emmu Hayes fyrir Ólympíuleikana í París í sumar. Morgan lék sinn fyrsta landslið árið 2010 og varð fljótlega byrjunarliðskona í liðinu. Hún var ein stærsta stjarna liðsins í langan tíma og leiðtogi liðsins þegar þær bandarísku urðu síðast heimsmeistarar árið 2019. Morgan skoraði þá sex mörk í keppninni. „Ég ólst upp í þessu liði og þetta var svo miklu meira en bara fótbolti. Það var svo ótrúlega mikill heiður fyrir mig að fá að spila í landsliðinu í fimmtán ár. Ég lærði svo mikið um mig sjálfa á þessum tíma og þar eiga liðsfélagarnir mikinn heiður skilinn. Ég er svo stolt af því hvert þetta landslið okkar er að stefna og ég verð aðdáandi bandaríska kvennalandsliðsins um ókomna tíð,“ sagði Morgan. Thank you🫶 pic.twitter.com/8BkofVOh3s— Alex Morgan (@alexmorgan13) September 5, 2024 Bandaríski fótboltinn HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Sjá meira
Morgan sagði einnig frá því að hún sé ófrísk af sínu öðru barni. Morgan eignaðist dótturina April í maí 2020 en kom þá til baka inn á fótboltavöllinn. Nú eiga hún og eiginmaðurinn von á öðru barni. Morgan ætlar samt að spila einn leik í viðbót með San Diego Wave en sá leikur verður á móti North Carolina Courage á sunnudaginn. „Ég er svo fullviss um þessa ákvörðun og ég er svo ánægð með að geta loksins sagt ykkur frá þessu,“ sagði Alex Morgan. „Þetta hefur verið lengi á leiðinni. Þessi ákvörðun var vissulega ekki auðveld en í byrjun ársins þá fann ég það í mínu hjarta og í minni sál að þetta yrði síðasta tímabilið mitt í fótboltanum,“ sagði Morgan. World Cup 🏆🏆Olympics 🥇Champions League 🏆U-20 World Cup 🏆NWSL 🏆NWSL Shield 🏆NWSL Challenge Cup 🏆Division 1 Féminine 🏆Concacaf Championship🏆🏆🏆Concacaf W Gold Cup 🏆Legendary Alex Morgan announces she is retiring from football—her final game is on Sunday 🫡 pic.twitter.com/oTlG4WKSCP— B/R Football (@brfootball) September 5, 2024 Morgan er 35 ára gömul og varð sínum tíma tvisvar heimsmeistari og einu sinni Ólympíumeistari með bandaríska landsliðinu. Hún er fimmta markahæsta landsliðskona Bandaríkjanna í sögunni með 123 mörk í 224 leikjum. Morgan var þó ekki valinn í hópinn hjá Emmu Hayes fyrir Ólympíuleikana í París í sumar. Morgan lék sinn fyrsta landslið árið 2010 og varð fljótlega byrjunarliðskona í liðinu. Hún var ein stærsta stjarna liðsins í langan tíma og leiðtogi liðsins þegar þær bandarísku urðu síðast heimsmeistarar árið 2019. Morgan skoraði þá sex mörk í keppninni. „Ég ólst upp í þessu liði og þetta var svo miklu meira en bara fótbolti. Það var svo ótrúlega mikill heiður fyrir mig að fá að spila í landsliðinu í fimmtán ár. Ég lærði svo mikið um mig sjálfa á þessum tíma og þar eiga liðsfélagarnir mikinn heiður skilinn. Ég er svo stolt af því hvert þetta landslið okkar er að stefna og ég verð aðdáandi bandaríska kvennalandsliðsins um ókomna tíð,“ sagði Morgan. Thank you🫶 pic.twitter.com/8BkofVOh3s— Alex Morgan (@alexmorgan13) September 5, 2024
Bandaríski fótboltinn HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Sjá meira