Allir sammála um óbreytta vexti Árni Sæberg skrifar 4. september 2024 16:43 Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri. Vísir/Vilhelm Allir meðlimir peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands voru sammála seðlabankastjóra um að halda vöxtum óbreyttum, þegar þeir höfðu þegar staðið í 9,25 prósentum í heilt ár. Talsverða athygli vakti þann 21. ágúst síðastliðinn þegar Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri tilkynnti að stýrivextir yrðu óbreyttir í sex vikur til viðbótar hið minnsta. Fjöldi sérfræðinga hafði spáð því að vextir yrðu lækkaðir á fyrsta fundi peningastefnunefndar eftir sumarfrí en þegar verðbólgutölur fyrir júlímánuð voru birtar varð úti um vonir flestra. Þó voru margir, sér í lagi verkalýðsforkólfar, sem lýstu yfir megnri óánægju sinni með ákvörðun peningastefnunefndar. Verðhækkanir á breiðum grunni Í fundargerð fyrir síðasta fund peningastefnunefndar segir að nefndarmenn hafi rætt verðbólguþróun og að verðbólga hefði aukist lítillega frá síðasta fundi nefndarinnar í maí eftir að hafa hjaðnað fram eftir ári. Undirliggjandi verðbólga hefði einnig aukist á milli funda og væri enn mikil auk þess sem verðhækkanir væru á breiðum grunni þótt húsnæðisliðurinn vægi enn þungt. Rætt hafi verið um að verðbólguvæntingar hefðu einnig lítið breyst og haldist yfir markmiði. Spenna þrátt fyrir taumhald Nefndin hafi fjallað um að hægt hefði á innlendri eftirspurn undanfarið ár í takt við aukið peningalegt taumhald. Nokkur spenna væri þó enn til staðar í þjóðarbúinu og byggt á nýjustu gögnum hefði lítið dregið úr henni frá maífundi nefndarinnar. Nefndin hafi því talið að horfur væru á að það gæti tekið nokkurn tíma að ná fram ásættanlegri hjöðnun verðbólgu. Allir nefndarmenn hafi verið sammála um að halda vöxtum óbreyttum. Verðbólga væri áfram þrálát og verðbólguvæntingar hefðu lítið breyst. Þótt hægt hefði á umsvifum í þjóðarbúskapnum frá því í fyrra væri staðan að mörgu leyti svipuð og hún var á maífundinum. Fáar vísbendingar um kólnun Nefndin hafi talið að innlend eftirspurn væri enn nokkuð sterk og fáar vísbendingar væru um að efnahagslífið hefði kólnað frá síðasta fundi nefndarinnar, hvort sem litið væri til vinnu- eða húsnæðismarkaðar. Þá virtust launahækkanir undanfarna mánuði og aðgerðir í ríkisfjármálum í tengslum við kjarasamninga hafa stutt við eftirspurn. Launahækkanir endurspegluðust einnig að hluta til í miklum vexti innlána heimila í takt við hækkun vaxta. Sparnaðarstig heimila væri enn tiltölulega hátt og jákvætt væri að sjá hversu vel miðlunin hefði gengið í gegnum þennan farveg undanfarin misseri þótt mikill sparnaður gæti hugsanlega ýtt undir eftirspurn horft fram á veginn. Þá væri einnig ljóst að uppkaup ríkisins á íbúðarhúsnæði í Grindavík hefðu haft hvetjandi áhrif á fasteignamarkaðinn en að mati nefndarinnar væru þau áhrif tímabundin. Hins vegar þótt litið væri fram hjá áhrifum vegna flutninga Grindvíkinga virtust umsvif á húsnæðismarkaði vera nokkuð sterk. Gætu þurft að hafa taumhaldið þétt lengi Fram hafi komið í umræðunni að í ljósi kröftugra efnahagsumsvifa og hversu þrálát verðbólga væri gæti verið þörf á því að hafa taumhald peningastefnunnar þétt í lengri tíma en ella enda tæki nokkurn tíma fyrir aðhald peningastefnunnar að hafa tilætluð áhrif. Það ætti sérstaklega við þegar verðbólga hefði verið lengi yfir markmiði og kjölfesta verðbólguvæntinga við markmið hefði veikst. Einnig væri vandasamt að hægja á eftirspurn í ljósi viðvarandi hækkana launa og aukinna tilfærslna frá hinu opinbera. Bent hafi verið á að hugsanlega væri erfitt að ná verðbólgu niður í markmið innan ásættanlegs tíma nema hægja verulega á efnahagsumsvifum. Nefndin hafi því talið að í ljósi þess að enn væru hvorki komnar fram nægjanlega skýrar vísbendingar um að verðbólguþrýstingur væri að minnka né að verðbólguvæntingar færu lækkandi þyrfti taumhald peningastefnunnar áfram að haldast þétt. Þótt vaxtahækkanir bankans hefðu skilað árangri í að draga úr spennu og stuðla að hjöðnun verðbólgu væri þróunin hægari en reiknað var með. Aðhaldsstigið hæfilegt Með hliðsjón af umræðunni hafi seðlabankastjóri lagt til að vextir bankans yrðu óbreyttir. Meginvextir bankans, það er vextir á sjö daga bundnum innlánum, yrðu 9,25 prósent, innlánsvextir (vextir á viðskiptareikningum) 9 prósent, vextir af lánum gegn veði til sjö daga 10 prósent og daglánavextir 11 prósent. Allir nefndarmenn hafi samþykkt tillöguna. Nefndin hafi talið að núverandi aðhaldsstig væri hæfilegt til þess að koma verðbólgu í markmið en þrálát verðbólga og kraftur í innlendri eftirspurn kallaði á varkárni. Mótun peningastefnunnar myndi sem fyrr ráðast af þróun efnahagsumsvifa, verðbólgu og verðbólguvæntinga. Efnahagsmál Fjármál heimilisins Fasteignamarkaður Húsnæðismál Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Talsverða athygli vakti þann 21. ágúst síðastliðinn þegar Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri tilkynnti að stýrivextir yrðu óbreyttir í sex vikur til viðbótar hið minnsta. Fjöldi sérfræðinga hafði spáð því að vextir yrðu lækkaðir á fyrsta fundi peningastefnunefndar eftir sumarfrí en þegar verðbólgutölur fyrir júlímánuð voru birtar varð úti um vonir flestra. Þó voru margir, sér í lagi verkalýðsforkólfar, sem lýstu yfir megnri óánægju sinni með ákvörðun peningastefnunefndar. Verðhækkanir á breiðum grunni Í fundargerð fyrir síðasta fund peningastefnunefndar segir að nefndarmenn hafi rætt verðbólguþróun og að verðbólga hefði aukist lítillega frá síðasta fundi nefndarinnar í maí eftir að hafa hjaðnað fram eftir ári. Undirliggjandi verðbólga hefði einnig aukist á milli funda og væri enn mikil auk þess sem verðhækkanir væru á breiðum grunni þótt húsnæðisliðurinn vægi enn þungt. Rætt hafi verið um að verðbólguvæntingar hefðu einnig lítið breyst og haldist yfir markmiði. Spenna þrátt fyrir taumhald Nefndin hafi fjallað um að hægt hefði á innlendri eftirspurn undanfarið ár í takt við aukið peningalegt taumhald. Nokkur spenna væri þó enn til staðar í þjóðarbúinu og byggt á nýjustu gögnum hefði lítið dregið úr henni frá maífundi nefndarinnar. Nefndin hafi því talið að horfur væru á að það gæti tekið nokkurn tíma að ná fram ásættanlegri hjöðnun verðbólgu. Allir nefndarmenn hafi verið sammála um að halda vöxtum óbreyttum. Verðbólga væri áfram þrálát og verðbólguvæntingar hefðu lítið breyst. Þótt hægt hefði á umsvifum í þjóðarbúskapnum frá því í fyrra væri staðan að mörgu leyti svipuð og hún var á maífundinum. Fáar vísbendingar um kólnun Nefndin hafi talið að innlend eftirspurn væri enn nokkuð sterk og fáar vísbendingar væru um að efnahagslífið hefði kólnað frá síðasta fundi nefndarinnar, hvort sem litið væri til vinnu- eða húsnæðismarkaðar. Þá virtust launahækkanir undanfarna mánuði og aðgerðir í ríkisfjármálum í tengslum við kjarasamninga hafa stutt við eftirspurn. Launahækkanir endurspegluðust einnig að hluta til í miklum vexti innlána heimila í takt við hækkun vaxta. Sparnaðarstig heimila væri enn tiltölulega hátt og jákvætt væri að sjá hversu vel miðlunin hefði gengið í gegnum þennan farveg undanfarin misseri þótt mikill sparnaður gæti hugsanlega ýtt undir eftirspurn horft fram á veginn. Þá væri einnig ljóst að uppkaup ríkisins á íbúðarhúsnæði í Grindavík hefðu haft hvetjandi áhrif á fasteignamarkaðinn en að mati nefndarinnar væru þau áhrif tímabundin. Hins vegar þótt litið væri fram hjá áhrifum vegna flutninga Grindvíkinga virtust umsvif á húsnæðismarkaði vera nokkuð sterk. Gætu þurft að hafa taumhaldið þétt lengi Fram hafi komið í umræðunni að í ljósi kröftugra efnahagsumsvifa og hversu þrálát verðbólga væri gæti verið þörf á því að hafa taumhald peningastefnunnar þétt í lengri tíma en ella enda tæki nokkurn tíma fyrir aðhald peningastefnunnar að hafa tilætluð áhrif. Það ætti sérstaklega við þegar verðbólga hefði verið lengi yfir markmiði og kjölfesta verðbólguvæntinga við markmið hefði veikst. Einnig væri vandasamt að hægja á eftirspurn í ljósi viðvarandi hækkana launa og aukinna tilfærslna frá hinu opinbera. Bent hafi verið á að hugsanlega væri erfitt að ná verðbólgu niður í markmið innan ásættanlegs tíma nema hægja verulega á efnahagsumsvifum. Nefndin hafi því talið að í ljósi þess að enn væru hvorki komnar fram nægjanlega skýrar vísbendingar um að verðbólguþrýstingur væri að minnka né að verðbólguvæntingar færu lækkandi þyrfti taumhald peningastefnunnar áfram að haldast þétt. Þótt vaxtahækkanir bankans hefðu skilað árangri í að draga úr spennu og stuðla að hjöðnun verðbólgu væri þróunin hægari en reiknað var með. Aðhaldsstigið hæfilegt Með hliðsjón af umræðunni hafi seðlabankastjóri lagt til að vextir bankans yrðu óbreyttir. Meginvextir bankans, það er vextir á sjö daga bundnum innlánum, yrðu 9,25 prósent, innlánsvextir (vextir á viðskiptareikningum) 9 prósent, vextir af lánum gegn veði til sjö daga 10 prósent og daglánavextir 11 prósent. Allir nefndarmenn hafi samþykkt tillöguna. Nefndin hafi talið að núverandi aðhaldsstig væri hæfilegt til þess að koma verðbólgu í markmið en þrálát verðbólga og kraftur í innlendri eftirspurn kallaði á varkárni. Mótun peningastefnunnar myndi sem fyrr ráðast af þróun efnahagsumsvifa, verðbólgu og verðbólguvæntinga.
Efnahagsmál Fjármál heimilisins Fasteignamarkaður Húsnæðismál Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira