Golf

Setti soninn sinn ofan í bikarinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Scottie Scheffler leikur hér við soninn sinn eftir að sigurinn í FedEx bikarnum var í höfn.
Scottie Scheffler leikur hér við soninn sinn eftir að sigurinn í FedEx bikarnum var í höfn. Getty/Kevin C. Cox

Bandaríski kylfingurinn Scottie Scheffler hefur átt stórkostlegt ár í golfinu en hann fylgdi eftir Ólympíugullinu í París með því að vinna úrslitakeppni bandarísku mótaraðarinnar um helgina.

Scheffler vann einnig Mastersmótið, Players meistaramótið og Arnold Palmer Invitational. Alls vann hann sjö mót á PGA mótaröðinni á árinu.

Það þýðir líka rosalega innkomu á reikninginn þegar kemur að verðlaunafé frá öllum mótum ársins.

Scheffler hefur alls unnið sér rúmlega 62,2 milljónir Bandaríkjadala á árinu eða meira en 8,6 milljarða íslenskra króna.

Scheffler vann líka gullverðlaun í golfkeppni Ólympíuleikanna í síðasta mánuði og er því Ólympíumeistari auk þess að vera besti kylfingur í heimi samkvæmt heimslistanum.

Scheffler fagnaði titlinum í úrslitakeppni PGA mótaraðarinnar um helgina með eiginkonu sinni Meredith og syninum Bennett Ezra sem kom í heiminn 8. maí síðastliðinn.

Jú ofan á þetta magnaða gengi inn á golfvellinum þá eignaðist Scheffler einnig sitt fyrsta barn á þessu ári svona til að gera þetta ár enn betra.

Scheffler setti soninn sinn ofan í bikarinn eins og sjá má hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×