Taka höndum saman gegn hnífaburði: „Þú ert aumingi“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 1. september 2024 13:18 Sindri Geir, Aron Kristinn og Villi Neto eru á meðal þeirra sem senda ungmennum sem kjósa að bera hnífa skýr skilaboð. vísir Skýr skilaboð berast frá samfélagsmiðlastjörnum þessa dagana vegna fréttaflutnings og umræðu um aukinn hnífaburð ungmenna og þess skaða sem hann veldur: þeir sem bera hnífa úti á lífinu eru aumingjar og eiga sér engar málsbætur. Fjallað hefur verið um fjöldamörg dæmi hnífaburðar ungmenna síðustu daga. 17 ára stúlka sem stungin var með hnífi í miðborginni lét lífið fyrir helgi. Um helgina voru tveir stungnir í gistiskýlinu Granda og lögregla greindi frá því í morgun að hnífi hafi verið beitt á bæjarhátíðinni Í túninu heima. Forsætisráðherra kallar eftir auknum sýnileika lögreglu. Afbrotafræðingur segir útköllum vegna vopnaburðar ungmenna hafa fjölgað verulega en flest segjast ungmennin ganga með hníf til að verja sig. Klippa: Taka höndum saman gegn hnífaburði „Slepptu því“ Á samfélagsmiðlum er nú mikið rætt um hnífaburð og margir þjóðþekktir einstaklingar sem hafa tekið höndum saman gegn þessu samfélagsmeini. Tiktok-myndband tónlistarmannsins Arons Kristins Jónassonar, þar sem hann ræðir stunguárásina við Skúlagötu, hefur til að mynda fengið um 120 þúsund áhorf. „Ef þú ert lítill strákur og ert eitthvað „hmm ætti ég að taka hnífinn með mér“, gaur, slepptu því. Það er enginn að fara að stinga neinn, þú ert ekki að fara að stinga neinn. Ef þú ert með hníf á þér þá ættirðu að skammast þín. Þú ert aumingi, Guð blessi þig.“ @aronkristinn47 hræðilegt ástand #fyrirþig #íslenskt ♬ original sound - aron kristinn Villi Neto skemmtikraftur tekur í sama streng. „Þetta er bara ömurlegt, þetta er ógeðslegt. Ekki vera að taka hníf með ykkur.“ @villineto #stitch með @aron kristinn ♬ original sound - Villineto Sindri Geir Óskarsson sóknarprestur í Glerárkirkju á Akureyri er vinsæll á samfélagsmiðlinum TikTok. Hann lætur málið sig varða. „Sumt sem við gerum er hægt að taka aftur, en ef við tökum líf, þá er ekki hægt að taka það aftur,“ segir Sindri Geir. „Mér er alveg sama hvaða rök þú heldur að þú hafir fyrir því að taka hníf eitthvert. Það er bara kjaftæði, svo skildu hann eftir heima. Hentu honum, eyðileggðu hann og ekki leyfa vinum þínum að komast upp með að mæta vopnaðir eitthvert.“ @serasindri Sumt er ekki hægt að taka aftur. Guð blessi fjölskyldu hennar. ♬ original sound - Séra Sindri Geir Sævar Breki Einarsson meðlimur poppsveitarinnar Nussun hefur sambærileg skilaboð. „Ekki taka ákvörðun sem getur eyðilagt bæði líf þitt og annarra.“ @saevarbreki Ekki taka ákvörðun sem eyðileggur líf #fyrirþig #fyp #foryou ♬ original sound - Sævar Breki Jón Már Gunnarsson kvikmyndagerðarmaður veltir fyrir sér ástæðum þess að ungt fólk beri hnífa almennt. „Er þetta accessory eins og gullkeðja eða úr? Er þetta eitthvað sem er töff að vera með? Því ég á erfitt með að trúa því að heil kynslóð sé komin á þann stað að öll átök séu upp á líf og dauða, ég á líka erfitt með að trúa því að fólk upplifi sig í það mikilli hættu við að fara niður í bæ, að það vopnist.“ „Við þurfum að standa saman gegn þessu. Ekki vera með hníf, ekki umgangast fólk sem er með hníf. Tökum skýra og sterka afstöðu: enga hnífa í kringum mig, út með þig.“ @marsupli #islensktiktok #islenskt #engahnífa ♬ original sound - Jón Már 🇮🇸 „Ekki vera aumingi með hníf,“ eru sömuleiðis skilaboðin á mynd sem gengið hefur um samfélagsmiðla. Þið vitið hverjir þið eruð pic.twitter.com/voKH72u8Nc— * Ronni TÜRBO Gonni * (@ronniturbogonni) August 25, 2024 Lögreglumál Samfélagsmiðlar Stunguárás við Skúlagötu Vopnaburður barna og ungmenna Ofbeldi barna Tengdar fréttir Hnífi beitt á bæjarhátíðinni Í túninu heima Lögreglan var með mikinn viðbúnað í gær og í nótt vegna bæjarhátíðarinnar Í túninu heima í Mosfellsbæ. Hnífi var beitt í líkamsárás á hátíðinni á föstudag en fórnarlambið slapp við áverka. Gerandi er þó enn ófundinn og hefur lögregla ekki upplýsingar um viðkomandi að svo stöddu. 1. september 2024 08:16 Tveir stungnir í gistiskýlinu Granda Tveir urðu fyrir stunguárás í gistiskýlinu á Granda í dag. Hvorugur hlaut alvarlega áverka en annar hinna stungnu var sendur á slysadeild til aðhlynningar. Stuttu síðar var grunaður árásarmaður handtekinn skammt frá vettvangi þar sem hann hafði falið sig undir bifreið. 31. ágúst 2024 17:49 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Fleiri fréttir Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sjá meira
Fjallað hefur verið um fjöldamörg dæmi hnífaburðar ungmenna síðustu daga. 17 ára stúlka sem stungin var með hnífi í miðborginni lét lífið fyrir helgi. Um helgina voru tveir stungnir í gistiskýlinu Granda og lögregla greindi frá því í morgun að hnífi hafi verið beitt á bæjarhátíðinni Í túninu heima. Forsætisráðherra kallar eftir auknum sýnileika lögreglu. Afbrotafræðingur segir útköllum vegna vopnaburðar ungmenna hafa fjölgað verulega en flest segjast ungmennin ganga með hníf til að verja sig. Klippa: Taka höndum saman gegn hnífaburði „Slepptu því“ Á samfélagsmiðlum er nú mikið rætt um hnífaburð og margir þjóðþekktir einstaklingar sem hafa tekið höndum saman gegn þessu samfélagsmeini. Tiktok-myndband tónlistarmannsins Arons Kristins Jónassonar, þar sem hann ræðir stunguárásina við Skúlagötu, hefur til að mynda fengið um 120 þúsund áhorf. „Ef þú ert lítill strákur og ert eitthvað „hmm ætti ég að taka hnífinn með mér“, gaur, slepptu því. Það er enginn að fara að stinga neinn, þú ert ekki að fara að stinga neinn. Ef þú ert með hníf á þér þá ættirðu að skammast þín. Þú ert aumingi, Guð blessi þig.“ @aronkristinn47 hræðilegt ástand #fyrirþig #íslenskt ♬ original sound - aron kristinn Villi Neto skemmtikraftur tekur í sama streng. „Þetta er bara ömurlegt, þetta er ógeðslegt. Ekki vera að taka hníf með ykkur.“ @villineto #stitch með @aron kristinn ♬ original sound - Villineto Sindri Geir Óskarsson sóknarprestur í Glerárkirkju á Akureyri er vinsæll á samfélagsmiðlinum TikTok. Hann lætur málið sig varða. „Sumt sem við gerum er hægt að taka aftur, en ef við tökum líf, þá er ekki hægt að taka það aftur,“ segir Sindri Geir. „Mér er alveg sama hvaða rök þú heldur að þú hafir fyrir því að taka hníf eitthvert. Það er bara kjaftæði, svo skildu hann eftir heima. Hentu honum, eyðileggðu hann og ekki leyfa vinum þínum að komast upp með að mæta vopnaðir eitthvert.“ @serasindri Sumt er ekki hægt að taka aftur. Guð blessi fjölskyldu hennar. ♬ original sound - Séra Sindri Geir Sævar Breki Einarsson meðlimur poppsveitarinnar Nussun hefur sambærileg skilaboð. „Ekki taka ákvörðun sem getur eyðilagt bæði líf þitt og annarra.“ @saevarbreki Ekki taka ákvörðun sem eyðileggur líf #fyrirþig #fyp #foryou ♬ original sound - Sævar Breki Jón Már Gunnarsson kvikmyndagerðarmaður veltir fyrir sér ástæðum þess að ungt fólk beri hnífa almennt. „Er þetta accessory eins og gullkeðja eða úr? Er þetta eitthvað sem er töff að vera með? Því ég á erfitt með að trúa því að heil kynslóð sé komin á þann stað að öll átök séu upp á líf og dauða, ég á líka erfitt með að trúa því að fólk upplifi sig í það mikilli hættu við að fara niður í bæ, að það vopnist.“ „Við þurfum að standa saman gegn þessu. Ekki vera með hníf, ekki umgangast fólk sem er með hníf. Tökum skýra og sterka afstöðu: enga hnífa í kringum mig, út með þig.“ @marsupli #islensktiktok #islenskt #engahnífa ♬ original sound - Jón Már 🇮🇸 „Ekki vera aumingi með hníf,“ eru sömuleiðis skilaboðin á mynd sem gengið hefur um samfélagsmiðla. Þið vitið hverjir þið eruð pic.twitter.com/voKH72u8Nc— * Ronni TÜRBO Gonni * (@ronniturbogonni) August 25, 2024
Lögreglumál Samfélagsmiðlar Stunguárás við Skúlagötu Vopnaburður barna og ungmenna Ofbeldi barna Tengdar fréttir Hnífi beitt á bæjarhátíðinni Í túninu heima Lögreglan var með mikinn viðbúnað í gær og í nótt vegna bæjarhátíðarinnar Í túninu heima í Mosfellsbæ. Hnífi var beitt í líkamsárás á hátíðinni á föstudag en fórnarlambið slapp við áverka. Gerandi er þó enn ófundinn og hefur lögregla ekki upplýsingar um viðkomandi að svo stöddu. 1. september 2024 08:16 Tveir stungnir í gistiskýlinu Granda Tveir urðu fyrir stunguárás í gistiskýlinu á Granda í dag. Hvorugur hlaut alvarlega áverka en annar hinna stungnu var sendur á slysadeild til aðhlynningar. Stuttu síðar var grunaður árásarmaður handtekinn skammt frá vettvangi þar sem hann hafði falið sig undir bifreið. 31. ágúst 2024 17:49 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Fleiri fréttir Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sjá meira
Hnífi beitt á bæjarhátíðinni Í túninu heima Lögreglan var með mikinn viðbúnað í gær og í nótt vegna bæjarhátíðarinnar Í túninu heima í Mosfellsbæ. Hnífi var beitt í líkamsárás á hátíðinni á föstudag en fórnarlambið slapp við áverka. Gerandi er þó enn ófundinn og hefur lögregla ekki upplýsingar um viðkomandi að svo stöddu. 1. september 2024 08:16
Tveir stungnir í gistiskýlinu Granda Tveir urðu fyrir stunguárás í gistiskýlinu á Granda í dag. Hvorugur hlaut alvarlega áverka en annar hinna stungnu var sendur á slysadeild til aðhlynningar. Stuttu síðar var grunaður árásarmaður handtekinn skammt frá vettvangi þar sem hann hafði falið sig undir bifreið. 31. ágúst 2024 17:49