Golf

Náði lengsta pútti sögunnar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Matthew Vadim Scharff fagnaði púttinu sínu með miklum tilþrifum.
Matthew Vadim Scharff fagnaði púttinu sínu með miklum tilþrifum. Matthew Vadim Scharff

Matthew Vadim Scharff er óvenjulegur kylfingur enda eru samfélagsmiðlarnir hans ástríða og hann lifir fyrir það að setja niður hin ótrúlegustu golfhögg.

Scharff á þau líka nokkur og þar á meðal það sem hann kallar lengsta pútt sögunnar.

Scharff var staddur 154 jarda eða rúma 140 metra frá holunni þegar hann lét vaða með pútternum.

Hann púttaði sem sagt yfir næstum því einn og hálfan fótboltavöll.

Auðvitað var þetta svokallað brelluskot og á sérvalinni holu. Púttið er engu að síður magnað högg eins og sjá má hér fyrir neðan.

Það fylgir sögunni að það tók Scharff sjö klukkutíma að ná þessu fullkomna pútti og það voru því ófá púttin sem höfðu farið í vaskinn áður en hann hitti golfkúluna svona fullkomlega.

Hér fyrir neðan má sjá púttið og ekki voru fagnaðarlætin síðri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×