Skynsamlegast fyrir stjórnarflokkana að segja satt um samstarfið Vésteinn Örn Pétursson skrifar 31. ágúst 2024 12:25 Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og ráðherra. Vísir/Vilhelm Fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins telur skynsamlegast að ríkisstjórnarflokkarnir myndu viðurkenna að ekki verði lengra komist í núverandi stjórnarsamstarfi, og gengið yrði til kosninga. Uppstokkun í forystu Sjálfstæðisflokksins ein og sér myndi líklega ekki nægja til að auka við fylgi hans, að mati stjórnmálafræðiprófessors. Í könnun Maskínu í vikunni mældist Sjálfstæðisflokkurinn með 13,9 prósenta fylgi, sem er lægsta fylgi sem flokkurinn hefur nokkurn tímann mælst með. Í þjóðarpúlsi Gallúp sem birtist í gær mælist flokkurinn með 17,1 prósent. Fyrrverandi forsætisráðherra og formaður flokksins segir flokkinn í gríðarlega erfiðri stöðu, eins og samstarfsflokkurinn Vinstri græn, sem mælist með 4,6 prósent og 3,4 prósent í sömu könnunum. „VG er líka að hrapa. Þau hafa misst 80 prósent af sínu fylgi til Samfylkingar og Sósíalistaflokksins,“ segir Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra. Skjóti hvor annan niður Hann segir ljóst að eðli stjórnarsamstarfsins hafi byggst í of ríkum mæli á að flokkarnir skjóti niður mál hins, frekar en á hefðbundnum málamiðlunum. „Ég held að það væri skynsamlegast fyrir báða þessa flokka að gera það sem ekki er nú alltaf gert í pólitík, að segja bara satt. Að menn nái ekki lengra með þetta stjórnarsamstarf og það sé nauðsynlegt að stokka upp spilin og kjósa upp á nýtt.“ Það verði ekki gert með því að finna ágreining milli flokkanna, og sprengja stjórnina á grundvelli hans. „Það er of seint. Þeir eru búnir að missa þann möguleika,“ segir Þorsteinn. Ný forysta ekki endilega nóg Flokksráðsfundur Sjálfstæðismanna fer fram í dag. Prófessor emeritus í stjórnmálafræði segir ljóst að staða flokksins og forystu hans verði rædd á fundinum, en Sigríður Á. Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra sagði til að mynda í tilefni af nýjustu fylgismælingum að fylgið kallaði á breytingar á forystu flokksins. „Ég sé nú ekki í fljótu bragði að það sé líklegt að ný forysta myndi snúa þessu við. Annað í stöðunni væri óbreytt, þeir væru ennþá í þessari ríkisstjórn,“ segir Ólafur Þ. Harðarson, prófessor emeritus. Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði.Vísir/Vilhelm Ný forysta geti hins vegar hresst upp á ásýnd flokka. „Það er alveg opin spurning hvort nýr formaður myndi ná eitthvað meiri árangur heldur en Bjarni. Og það er líka spurning hvaða nýti formaður væri lílkegur til að hífa upp fylgi flokksins.“ Sjálfstæðismenn ganga til landsfundar í febrúar næstkomandi. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra og varaformaður flokksins hefur sagt að hún muni gefa kost á sér til áframhaldandi starfa í forystunni, en Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og formaður sagði í gær að hann myndi taka afstöðu til mögulegs formannsframboðs þegar nær drægi landsfundinum. Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Samfylkingin með flest spil á hendi við stjórnarmyndun Einungis yrði hægt að mynda þriggja flokka ríkisstjórn með þátttöku Samfylkingarinnar yrðu kosningaúrslit samkvæmt nýjustu könnun Maskínu. Flokkurinn gæti einnig tekið þátt í myndun tveggja mið-vinstristjórna og einnar mið-hægristjórnar. Hægriflokkarnir gætu sömuleiðis myndað stjórn með þátttöku Framsóknarflokksins. 29. ágúst 2024 12:07 Segir fylgi flokksins óviðunandi Ritari Sjálfstæðisflokksins segir niðurstöður nýjustu skoðanakannana um fylgi flokksins óviðunandi. Hann segir enga skammtímalausn til staðar og skýringin leynist í málefnunum. 30. ágúst 2024 06:24 Svarar engu um framboð til formanns Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins segist ekki geta tekið afstöðu til þess í dag hvort hann bjóði sig aftur fram til formanns í flokknum. Hann meti stöðuna þegar nær dregur landsfundi í febrúar. 30. ágúst 2024 13:05 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Sjá meira
Í könnun Maskínu í vikunni mældist Sjálfstæðisflokkurinn með 13,9 prósenta fylgi, sem er lægsta fylgi sem flokkurinn hefur nokkurn tímann mælst með. Í þjóðarpúlsi Gallúp sem birtist í gær mælist flokkurinn með 17,1 prósent. Fyrrverandi forsætisráðherra og formaður flokksins segir flokkinn í gríðarlega erfiðri stöðu, eins og samstarfsflokkurinn Vinstri græn, sem mælist með 4,6 prósent og 3,4 prósent í sömu könnunum. „VG er líka að hrapa. Þau hafa misst 80 prósent af sínu fylgi til Samfylkingar og Sósíalistaflokksins,“ segir Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra. Skjóti hvor annan niður Hann segir ljóst að eðli stjórnarsamstarfsins hafi byggst í of ríkum mæli á að flokkarnir skjóti niður mál hins, frekar en á hefðbundnum málamiðlunum. „Ég held að það væri skynsamlegast fyrir báða þessa flokka að gera það sem ekki er nú alltaf gert í pólitík, að segja bara satt. Að menn nái ekki lengra með þetta stjórnarsamstarf og það sé nauðsynlegt að stokka upp spilin og kjósa upp á nýtt.“ Það verði ekki gert með því að finna ágreining milli flokkanna, og sprengja stjórnina á grundvelli hans. „Það er of seint. Þeir eru búnir að missa þann möguleika,“ segir Þorsteinn. Ný forysta ekki endilega nóg Flokksráðsfundur Sjálfstæðismanna fer fram í dag. Prófessor emeritus í stjórnmálafræði segir ljóst að staða flokksins og forystu hans verði rædd á fundinum, en Sigríður Á. Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra sagði til að mynda í tilefni af nýjustu fylgismælingum að fylgið kallaði á breytingar á forystu flokksins. „Ég sé nú ekki í fljótu bragði að það sé líklegt að ný forysta myndi snúa þessu við. Annað í stöðunni væri óbreytt, þeir væru ennþá í þessari ríkisstjórn,“ segir Ólafur Þ. Harðarson, prófessor emeritus. Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði.Vísir/Vilhelm Ný forysta geti hins vegar hresst upp á ásýnd flokka. „Það er alveg opin spurning hvort nýr formaður myndi ná eitthvað meiri árangur heldur en Bjarni. Og það er líka spurning hvaða nýti formaður væri lílkegur til að hífa upp fylgi flokksins.“ Sjálfstæðismenn ganga til landsfundar í febrúar næstkomandi. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra og varaformaður flokksins hefur sagt að hún muni gefa kost á sér til áframhaldandi starfa í forystunni, en Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og formaður sagði í gær að hann myndi taka afstöðu til mögulegs formannsframboðs þegar nær drægi landsfundinum.
Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Samfylkingin með flest spil á hendi við stjórnarmyndun Einungis yrði hægt að mynda þriggja flokka ríkisstjórn með þátttöku Samfylkingarinnar yrðu kosningaúrslit samkvæmt nýjustu könnun Maskínu. Flokkurinn gæti einnig tekið þátt í myndun tveggja mið-vinstristjórna og einnar mið-hægristjórnar. Hægriflokkarnir gætu sömuleiðis myndað stjórn með þátttöku Framsóknarflokksins. 29. ágúst 2024 12:07 Segir fylgi flokksins óviðunandi Ritari Sjálfstæðisflokksins segir niðurstöður nýjustu skoðanakannana um fylgi flokksins óviðunandi. Hann segir enga skammtímalausn til staðar og skýringin leynist í málefnunum. 30. ágúst 2024 06:24 Svarar engu um framboð til formanns Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins segist ekki geta tekið afstöðu til þess í dag hvort hann bjóði sig aftur fram til formanns í flokknum. Hann meti stöðuna þegar nær dregur landsfundi í febrúar. 30. ágúst 2024 13:05 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Sjá meira
Samfylkingin með flest spil á hendi við stjórnarmyndun Einungis yrði hægt að mynda þriggja flokka ríkisstjórn með þátttöku Samfylkingarinnar yrðu kosningaúrslit samkvæmt nýjustu könnun Maskínu. Flokkurinn gæti einnig tekið þátt í myndun tveggja mið-vinstristjórna og einnar mið-hægristjórnar. Hægriflokkarnir gætu sömuleiðis myndað stjórn með þátttöku Framsóknarflokksins. 29. ágúst 2024 12:07
Segir fylgi flokksins óviðunandi Ritari Sjálfstæðisflokksins segir niðurstöður nýjustu skoðanakannana um fylgi flokksins óviðunandi. Hann segir enga skammtímalausn til staðar og skýringin leynist í málefnunum. 30. ágúst 2024 06:24
Svarar engu um framboð til formanns Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins segist ekki geta tekið afstöðu til þess í dag hvort hann bjóði sig aftur fram til formanns í flokknum. Hann meti stöðuna þegar nær dregur landsfundi í febrúar. 30. ágúst 2024 13:05