Staða vegarins „grafalvarleg“ og boðar til nefndarfundar Atli Ísleifsson skrifar 30. ágúst 2024 08:22 Bjarni Jónsson, formaður umhverfis- og samgöngunefndar, heimsótti Siglufjörð í gær og fundaði með bæjarstjóra og slökkviliðsstjóra um ástand Siglufjarðarvegar. Vísir/Arnar Bjarni Jónsson, þingmaður Vinstri grænna og formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, hefur boðað til sérstaks fundar í nefndinni til að ræða bágt ástand Siglufjarðarvegar. Hann segir stöðuna grafalvarlega og vill sjá boruð jarðgöng milli Siglufjarðar og Fljóta sem fyrst. Greint var frá því fyrr í vikunni að Þorsteinn Sæmundsson, jarðfræðingur við Háskóla Íslands, hafi sagt veginn hafa færst að meðaltali um einn metra á ári í átt til sjávar. Mikil tilfærsla hefði orðið á veginum síðustu daga vegna mikillar úrkomu og tilfærslan á mánudag og þriðjudag mælst sjö sentímetra þar sem hún væri sem mest. Nýverið þurfti að loka veginum í einhverja daga vegna vatnsveðurs og skriðufalla. Frá Siglufjarðarvegi norðan við Strákagöng. Myndin er úr safni.Stöð 2 Bjarni tjáði Feyki í gærkvöldi að hann mæti stöðuna grafalvarlega og hættuna mikla. Hann hafi átt fund með Sigríði Ingvarsdóttur, bæjarstjóri Fjallabyggðar, og Jóhanni K. Jóhannssyni, slökkviliðsstjóra Fjallabyggðar, í gær þar sem farið var yfir stöðuna á veginum. Bjarni greinir í samtali við Feyki frá því að hann hafi boðað til fundar en samkvæmt heimildum fréttastofu óskaði nefndarmaðurinn Ingibjörg Ísaksen, þingflokksformaður Framsóknarflokks, eftir því á mánudag að nefndin kæmi saman til fundar um málið. Formaðurinn hafi svo nú boðað til fundarins. Bæjaryfirvöld í Fjallabyggð hafa lengi barist fyrir því að boruð verði jarðgöng milli Siglufjarðar og Fljóta til að koma í veg fyrir að fólk þurfi að aka veginn. Í samtali við Feyki segist Bjarni vera því sammála að flýta eins og nokkur kostur væri gerð slíkra ganga sem myndi leysa „þessa hættulegu leið af hólmi“. Alþingi Fjallabyggð Skagafjörður Samgöngur Jarðgöng á Íslandi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Umferðaröryggi Tengdar fréttir Siglufjarðarvegur færist um metra á ári Siglufjarðarvegur færist að meðaltali um einn metra á ári í átt til sjávar. Mikil tilfærsla hefur orðið á veginum síðustu daga vegna mikillar úrkomu síðustu daga. Í gær og fyrradag mældist tilfærslan sjö sentímetra þar sem hún er sem mest. 28. ágúst 2024 06:20 Sáu í birtingu að skriður höfðu fallið í fallið í firðinum Þrjú heimili á Húsavík voru rýmd eftir að aurskriða féll á eitt þeirra í nótt vegna mikillar úrkomu. Skriður féllu einnig beggja vegna Strákaganga, og Siglufjarðarvegi var lokað, en á Ólafsfirði var allt þurrt. Skriður féllu innan Siglufjarðar en sköpuðu ekki hættu að sögn slökkviliðsstjóra. 24. ágúst 2024 19:13 Skriður fallið við báða enda Strákaganga Óvissustig er enn í gildi á Norðurlandi eystra vegna hættu á skriðuföllum og vatnavöxtum. Siglufjarðarvegur er lokaður vegna grjóthruns og hafa skriður fallið á veginn við báða enda Strákaganga. 24. ágúst 2024 12:08 Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Erlent Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Greint var frá því fyrr í vikunni að Þorsteinn Sæmundsson, jarðfræðingur við Háskóla Íslands, hafi sagt veginn hafa færst að meðaltali um einn metra á ári í átt til sjávar. Mikil tilfærsla hefði orðið á veginum síðustu daga vegna mikillar úrkomu og tilfærslan á mánudag og þriðjudag mælst sjö sentímetra þar sem hún væri sem mest. Nýverið þurfti að loka veginum í einhverja daga vegna vatnsveðurs og skriðufalla. Frá Siglufjarðarvegi norðan við Strákagöng. Myndin er úr safni.Stöð 2 Bjarni tjáði Feyki í gærkvöldi að hann mæti stöðuna grafalvarlega og hættuna mikla. Hann hafi átt fund með Sigríði Ingvarsdóttur, bæjarstjóri Fjallabyggðar, og Jóhanni K. Jóhannssyni, slökkviliðsstjóra Fjallabyggðar, í gær þar sem farið var yfir stöðuna á veginum. Bjarni greinir í samtali við Feyki frá því að hann hafi boðað til fundar en samkvæmt heimildum fréttastofu óskaði nefndarmaðurinn Ingibjörg Ísaksen, þingflokksformaður Framsóknarflokks, eftir því á mánudag að nefndin kæmi saman til fundar um málið. Formaðurinn hafi svo nú boðað til fundarins. Bæjaryfirvöld í Fjallabyggð hafa lengi barist fyrir því að boruð verði jarðgöng milli Siglufjarðar og Fljóta til að koma í veg fyrir að fólk þurfi að aka veginn. Í samtali við Feyki segist Bjarni vera því sammála að flýta eins og nokkur kostur væri gerð slíkra ganga sem myndi leysa „þessa hættulegu leið af hólmi“.
Alþingi Fjallabyggð Skagafjörður Samgöngur Jarðgöng á Íslandi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Umferðaröryggi Tengdar fréttir Siglufjarðarvegur færist um metra á ári Siglufjarðarvegur færist að meðaltali um einn metra á ári í átt til sjávar. Mikil tilfærsla hefur orðið á veginum síðustu daga vegna mikillar úrkomu síðustu daga. Í gær og fyrradag mældist tilfærslan sjö sentímetra þar sem hún er sem mest. 28. ágúst 2024 06:20 Sáu í birtingu að skriður höfðu fallið í fallið í firðinum Þrjú heimili á Húsavík voru rýmd eftir að aurskriða féll á eitt þeirra í nótt vegna mikillar úrkomu. Skriður féllu einnig beggja vegna Strákaganga, og Siglufjarðarvegi var lokað, en á Ólafsfirði var allt þurrt. Skriður féllu innan Siglufjarðar en sköpuðu ekki hættu að sögn slökkviliðsstjóra. 24. ágúst 2024 19:13 Skriður fallið við báða enda Strákaganga Óvissustig er enn í gildi á Norðurlandi eystra vegna hættu á skriðuföllum og vatnavöxtum. Siglufjarðarvegur er lokaður vegna grjóthruns og hafa skriður fallið á veginn við báða enda Strákaganga. 24. ágúst 2024 12:08 Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Erlent Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Siglufjarðarvegur færist um metra á ári Siglufjarðarvegur færist að meðaltali um einn metra á ári í átt til sjávar. Mikil tilfærsla hefur orðið á veginum síðustu daga vegna mikillar úrkomu síðustu daga. Í gær og fyrradag mældist tilfærslan sjö sentímetra þar sem hún er sem mest. 28. ágúst 2024 06:20
Sáu í birtingu að skriður höfðu fallið í fallið í firðinum Þrjú heimili á Húsavík voru rýmd eftir að aurskriða féll á eitt þeirra í nótt vegna mikillar úrkomu. Skriður féllu einnig beggja vegna Strákaganga, og Siglufjarðarvegi var lokað, en á Ólafsfirði var allt þurrt. Skriður féllu innan Siglufjarðar en sköpuðu ekki hættu að sögn slökkviliðsstjóra. 24. ágúst 2024 19:13
Skriður fallið við báða enda Strákaganga Óvissustig er enn í gildi á Norðurlandi eystra vegna hættu á skriðuföllum og vatnavöxtum. Siglufjarðarvegur er lokaður vegna grjóthruns og hafa skriður fallið á veginn við báða enda Strákaganga. 24. ágúst 2024 12:08