Sló golfhögg þótt að björninn væri að horfa á Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. ágúst 2024 15:45 Birnir eru stór og kraftmikil dýr. Ekki allir kylfingar gætu haldið ró og einbeitingu með slíkt dýr við hlið sér. Getty/ Joe Giddens Kylfingurinn Camdon Baker kallar ekki allt ömmu sína og það sést vel á nýju myndbandi sem hefur farið um samfélagsmiðla síðustu daga. Baker sést þá taka fram dræverinn og taka upphafshögg á holu. Ekkert óeðlilegt við það nema að rétt hjá honum situr björn og fylgist með. Björninn virðist vanur þessum aðstæðum og er greinilega líka búinn að læra það að halda kyrru fyrir á meðan slegið er. Strax eftir höggið þá hreyfir hann sig en fram að því „passar“ hann sig að trufla ekki kylfinginn. Baker var að spila á Rise Resort golfvellinum í Breska-Kólumbíu fylki í Kanada. Vallarstæðið er hátt uppi fyrir ofan Okanagan vatn og í beinni tengingu við náttúruna. Það þýðir ekki aðeins stór tré, vatn og mikinn hæðarmun á holum. Það þýðir einnig að villt dýr á svæðinu eru oft ekki langt í burtu. Hér fyrir neðan má sjá þetta upphafshögg. View this post on Instagram A post shared by SportsCenter (@sportscenter) Golf Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Baker sést þá taka fram dræverinn og taka upphafshögg á holu. Ekkert óeðlilegt við það nema að rétt hjá honum situr björn og fylgist með. Björninn virðist vanur þessum aðstæðum og er greinilega líka búinn að læra það að halda kyrru fyrir á meðan slegið er. Strax eftir höggið þá hreyfir hann sig en fram að því „passar“ hann sig að trufla ekki kylfinginn. Baker var að spila á Rise Resort golfvellinum í Breska-Kólumbíu fylki í Kanada. Vallarstæðið er hátt uppi fyrir ofan Okanagan vatn og í beinni tengingu við náttúruna. Það þýðir ekki aðeins stór tré, vatn og mikinn hæðarmun á holum. Það þýðir einnig að villt dýr á svæðinu eru oft ekki langt í burtu. Hér fyrir neðan má sjá þetta upphafshögg. View this post on Instagram A post shared by SportsCenter (@sportscenter)
Golf Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira