Ronaldo vantar 101 mark til að ná markmiði sínu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. ágúst 2024 07:31 Stefnir á að skora alls 1000 mörk á ferlinum áður en hann leggur skóna á hilluna. Emin Sansar/Getty Images Hinn 39 ára gamli Cristiano Ronaldo virðist ekki vera farinn að íhuga það að leggja skóna á hilluna. Hann er einu marki frá marki númer 900 á ferlinum en hann stefnir á að skora 1000 mörk áður en skórnir fara upp í hillu. Það sem meira er, öll mörkin til þessa eru til á myndbandi. Ronaldo ræddi við sinn fyrrum félaga Rio Ferdinand á dögunum en þeir spiluðu lengi vel saman hjá Manchester United. Þar fór hinn nærri fertugi Ronaldo, sem í dag spilar með Al Nassr í Sádi-Arabíu yfir draum sinn um að skora 1000 mörk. „Ef ég helst heill og sleppi við öll meiðsli þá er þetta það mikilvægasta fyrir mig. Fyrir mér væri þetta það merkasta sem ég gæti gert í fótbolta, fyrst að skora 900 mörk og eftir það væri markmiðið að skora 1000 mörk.“ Ronaldo fór um víðan völl í viðtalinu en mörk skoruð eru honum ofarlega í huga. Hann var þá fljótur að benda á að hans myndbönd eru öll til á myndbandi en það verður ekki sagt um aðra leikmenn sem eru taldir meðal markahæstu manna knattspyrnunnar frá upphafi. Þar má til að mynda nefna Pele og Aldredo Di Stefano. Cristiano Ronaldo wants to make sure there’s evidence of every single one of his goals 😅 pic.twitter.com/YsIM6Dt15Z— ESPN UK (@ESPNUK) August 28, 2024 „Öll mörk sem ég hef skoðað eru til á myndbandi. Hlustaðu, ég virði þá báða og ef þú vilt fleiri mörk get ég sýnt þér myndbönd af mörkum á æfingu. Fólk er hrifið af þessum leikmanni eða telur þennan þann besta, mér er alveg sama um það,“ sagði Ronaldo enn fremur sem virðist ætla leggja allt í sölurnar til að skora mörkin þúsund. Þessi magnaði framherji telur að hann gæti náð þeim áfanga á næstu tveimur árum eða svo, það er ef hann sleppur við meiðsli. Hér að neðan má sjá útlistun á mörkunum 899 sem hann hefur skorað til þessa. Tölfræðin er tekin af vefsíðunni Transfermarkt. Lið: Leikir, mörk og stoðsendingar Al Nassr: 68 leikir, 62 mörk og 17 stoðsendingar Juventus: 134 leikir, 101 mark og 22 stoðsendingar Real Madríd: 438 leikir, 450 mörk og 131 stoðsending Manchester United: 346 leikir, 145 mörk og 64 stoðsendingar Sporting: 31 leikur, 5 mörk og 6 stoðsendingar Portúgal (A-landslið, U-21 og U-20): 230 leikir: 136 mörk (Fjöldi stoðsendinga ekki á skrá) Fótbolti Sádiarabíski boltinn Mest lesið „Ég er langbesti körfubolta þjálfari á landinu og það vita það allir” Körfubolti Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Enski boltinn Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Handbolti Frétti af dauða bróður síns í hálfleik Fótbolti Lettneskur landsliðsmaður fannst látinn í Moskvu Körfubolti Dagskráin: Báðar Bónus deildirnar og Liverpool Sport Sveindís Jane fékk að byrja í Meistaradeildinni Fótbolti Nauðsynlegt og löngu tímabært Íslenski boltinn Conor McGregor ætlar að berjast við YouTube stjörnu Sport Freyr rekinn frá Kortrijk í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Nauðsynlegt fyrir félagið og löngu tímabært Frétti af dauða bróður síns í hálfleik Liðsfélagi Alberts gefur út rappplötu Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Juventus enn taplaust og áfram í bikarnum Sveindís Jane fékk að byrja í Meistaradeildinni Bleikur Lamine Yamal kynnti nýju skóna sína Ofurdeild Evrópu aftur á dagskrá en undir nýju nafni og með 96 liðum Freyr rekinn frá Kortrijk í kvöld Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Mudryk í áfalli eftir að hafa fallið á lyfjaprófinu United hefur áhuga á framherja sem er í frystinum hjá PSG Eyddi níu milljónum í bikara fyrir starfsliðið Vill að Liverpool kaupi vinstri bakvörð Bournemouth Draumurinn að spila fyrir Liverpool Mudryk féll á lyfjaprófi Ronaldo býður sig fram til forseta brasilíska knattspyrnusambandsins Stuðningsmaður City lést á leiknum gegn United Handtekin vegna andláts barnabarns Steve Bruce FIFA þurfti að biðja verðandi mótherja Íslands afsökunar Sif gaf Fortuna síðustu treyju föður síns Stríddu leikmanni Man. City með því kjósa hann mann leiksins Frábær aukaspyrna Unal tryggði Bournemouth stig Inter á hælum toppliðanna eftir stórsigur Gleði hjá Vålerenga eftir að liðsfélagi Sædísar heldur áfram að spila Höfuðkúpubraut fótboltamann Lamine Yamal aftur meiddur og nú frá í margar vikur Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Þorsteinn sá spaugilegu hliðina á EM-drættinum Norðmenn sáttir með riðilinn á EM: Draumadráttur Sjá meira
Ronaldo ræddi við sinn fyrrum félaga Rio Ferdinand á dögunum en þeir spiluðu lengi vel saman hjá Manchester United. Þar fór hinn nærri fertugi Ronaldo, sem í dag spilar með Al Nassr í Sádi-Arabíu yfir draum sinn um að skora 1000 mörk. „Ef ég helst heill og sleppi við öll meiðsli þá er þetta það mikilvægasta fyrir mig. Fyrir mér væri þetta það merkasta sem ég gæti gert í fótbolta, fyrst að skora 900 mörk og eftir það væri markmiðið að skora 1000 mörk.“ Ronaldo fór um víðan völl í viðtalinu en mörk skoruð eru honum ofarlega í huga. Hann var þá fljótur að benda á að hans myndbönd eru öll til á myndbandi en það verður ekki sagt um aðra leikmenn sem eru taldir meðal markahæstu manna knattspyrnunnar frá upphafi. Þar má til að mynda nefna Pele og Aldredo Di Stefano. Cristiano Ronaldo wants to make sure there’s evidence of every single one of his goals 😅 pic.twitter.com/YsIM6Dt15Z— ESPN UK (@ESPNUK) August 28, 2024 „Öll mörk sem ég hef skoðað eru til á myndbandi. Hlustaðu, ég virði þá báða og ef þú vilt fleiri mörk get ég sýnt þér myndbönd af mörkum á æfingu. Fólk er hrifið af þessum leikmanni eða telur þennan þann besta, mér er alveg sama um það,“ sagði Ronaldo enn fremur sem virðist ætla leggja allt í sölurnar til að skora mörkin þúsund. Þessi magnaði framherji telur að hann gæti náð þeim áfanga á næstu tveimur árum eða svo, það er ef hann sleppur við meiðsli. Hér að neðan má sjá útlistun á mörkunum 899 sem hann hefur skorað til þessa. Tölfræðin er tekin af vefsíðunni Transfermarkt. Lið: Leikir, mörk og stoðsendingar Al Nassr: 68 leikir, 62 mörk og 17 stoðsendingar Juventus: 134 leikir, 101 mark og 22 stoðsendingar Real Madríd: 438 leikir, 450 mörk og 131 stoðsending Manchester United: 346 leikir, 145 mörk og 64 stoðsendingar Sporting: 31 leikur, 5 mörk og 6 stoðsendingar Portúgal (A-landslið, U-21 og U-20): 230 leikir: 136 mörk (Fjöldi stoðsendinga ekki á skrá)
Lið: Leikir, mörk og stoðsendingar Al Nassr: 68 leikir, 62 mörk og 17 stoðsendingar Juventus: 134 leikir, 101 mark og 22 stoðsendingar Real Madríd: 438 leikir, 450 mörk og 131 stoðsending Manchester United: 346 leikir, 145 mörk og 64 stoðsendingar Sporting: 31 leikur, 5 mörk og 6 stoðsendingar Portúgal (A-landslið, U-21 og U-20): 230 leikir: 136 mörk (Fjöldi stoðsendinga ekki á skrá)
Fótbolti Sádiarabíski boltinn Mest lesið „Ég er langbesti körfubolta þjálfari á landinu og það vita það allir” Körfubolti Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Enski boltinn Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Handbolti Frétti af dauða bróður síns í hálfleik Fótbolti Lettneskur landsliðsmaður fannst látinn í Moskvu Körfubolti Dagskráin: Báðar Bónus deildirnar og Liverpool Sport Sveindís Jane fékk að byrja í Meistaradeildinni Fótbolti Nauðsynlegt og löngu tímabært Íslenski boltinn Conor McGregor ætlar að berjast við YouTube stjörnu Sport Freyr rekinn frá Kortrijk í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Nauðsynlegt fyrir félagið og löngu tímabært Frétti af dauða bróður síns í hálfleik Liðsfélagi Alberts gefur út rappplötu Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Juventus enn taplaust og áfram í bikarnum Sveindís Jane fékk að byrja í Meistaradeildinni Bleikur Lamine Yamal kynnti nýju skóna sína Ofurdeild Evrópu aftur á dagskrá en undir nýju nafni og með 96 liðum Freyr rekinn frá Kortrijk í kvöld Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Mudryk í áfalli eftir að hafa fallið á lyfjaprófinu United hefur áhuga á framherja sem er í frystinum hjá PSG Eyddi níu milljónum í bikara fyrir starfsliðið Vill að Liverpool kaupi vinstri bakvörð Bournemouth Draumurinn að spila fyrir Liverpool Mudryk féll á lyfjaprófi Ronaldo býður sig fram til forseta brasilíska knattspyrnusambandsins Stuðningsmaður City lést á leiknum gegn United Handtekin vegna andláts barnabarns Steve Bruce FIFA þurfti að biðja verðandi mótherja Íslands afsökunar Sif gaf Fortuna síðustu treyju föður síns Stríddu leikmanni Man. City með því kjósa hann mann leiksins Frábær aukaspyrna Unal tryggði Bournemouth stig Inter á hælum toppliðanna eftir stórsigur Gleði hjá Vålerenga eftir að liðsfélagi Sædísar heldur áfram að spila Höfuðkúpubraut fótboltamann Lamine Yamal aftur meiddur og nú frá í margar vikur Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Þorsteinn sá spaugilegu hliðina á EM-drættinum Norðmenn sáttir með riðilinn á EM: Draumadráttur Sjá meira