Erlent

Tveir drengir grófust undir sandi í Dan­mörku og létust

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Frá minningarathöfn í fjörunni þar sem fólk kom með blóm og kerti.
Frá minningarathöfn í fjörunni þar sem fólk kom með blóm og kerti. AP

Tveir þýskir drengir, níu ára og tólf ára, sem grófust undir sandi í fjöru á Jótlandi í Danmörku í gær hafa verið úrskurðaðir látnir. Drengirnir höfðu grafið helli í sandbakka á svæðinu og voru í honum þegar hann hrundi. Þeir voru grafnir í sandinum í um 40 mínútur.

Frá þessu greinir danska ríkisútvarpið.

Danska lögreglan segir að um hörmulegt slys hafi verið að ræða.

Þá vilji fjölskyldur drengjanna koma þökkum á framfæri til allra viðbragðsaðila og íbúa á svæðinu. Fjölskyldurnar komu frá Munchen í Þýskalandi og voru í fríi í Danmörku.

Um 30 sjálfboðaliðar veittu viðbragðsaðilum aðstoð við að grafa drengina úr hellinum, sem tókst þegar þeir höfðu verið um 40 mínútur undir sandinum.

Þá voru þeir fluttir með þyrlu á spítala í bráðri lífshættu.

Yfirvöld á Vestur-Jótlandi hafa í kjölfarið beðið fólk að sýna varkárni við strandlengjuna. Miklar líkur væru á skriðuföllum, sérstaklega í mikilli rigningu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×