Þátttakendur í mannréttindakreppunni sem við fordæmum Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar 26. ágúst 2024 17:02 Venesúela var eitt sinn fimmta stærsta hagkerfi Suður-Ameríku en hefur nú undanfarin ár gengið í gegnum eitt versta efnahagshrun í sögu þjóðarinnar. Efnahags- og stjórnmálakreppan sem hefur heltekið þjóðina stafar í grunninn af verðhruni á olíu, en olía er lykilútflutningsvara þjóðarinnar. Auk olíunnar hefur langvarandi spilling og óstjórn æðstu embættismanna sett strik í reikninginn. Venesúelabúar þjást af langvarandi skorti á lífsnauðsynlegum vörum og vaxandi verðbólgu. Flest hafa ekki einu sinni efni á að kaupa nauðsynjavörur. Auk efnahagsástandsins gætir mikillar spillingar um allt landið, sem eðlilega hefur aukið á óöryggistilfinningu Venesúelabúa. Slíkt ástand hefur skapað mannréttindakreppu í landinu og ýtt milljónum manns á flótta, sem við höfum auðvitað tekið eftir með fjölgun venesúelskra umsækjenda um alþjóðlega vernd á Íslandi. Íslensk stjórnvöld fóru að finna fyrir auknum fjölda umsókna frá Venesúela árið 2016 og þar til árið 2022 var þeim umsækjendum veitt, svo til sjálfkrafa, viðbótarvernd vegna almenns hættuástands í heimaríkinu. Í lok árs 2022 stöðvaði Útlendingastofnun afgreiðslu umsókna frá Venesúela tímabundið vegna endurmats stofnunarinnar á aðstæðum þar í landi. Í kjölfarið var ákveðið að veita ekki lengur viðbótarvernd sjálfkrafa til umsækjenda frá Venesúela, heldur meta hverja umsókn fyrir sig út frá einstaklingsbundnum aðstæðum. Í dag er flestum þessarra umsókna synjað og umsækjendum brottvísað. Halda skal til haga að það eru sömu stjórnmálamennirnir sem ákváðu að veita þessum hópi sjálfkrafa viðbótarvernd hér um árið og lýsa nú yfir “ófremdarástandi” í útlendingamálum. “Ófremdarástand” sem þau ein bera ábyrgð á og varð til undir þeirra eigin óstjórn í málaflokknum. Því fylgir mikil sorg að vera brottvísað til lands þar sem þú upplifir viðstöðulausan ótta og hræðslu. Staðreyndin er sú að venesúelskir umsækjendur á Íslandi eru meðvitaðir um að þeim verði að öllum líkindum brottvísað og eftir að fregnir af niðurstöðum forsetakosninganna í Venesúela bárust 28.júlí sl. upplifa þau enn meira vonleysi og óvissu um framtíðina. Í Venesúela er forseti kosinn til 6 ára og það eru engin takmörk á því hvað forseti geti setið lengi í embætti. Nicolás Maduro hefur verið við völd síðan hinn umdeildi forveri hans, Hugo Chávez, lést árið 2013. Forsetakosningarnar umræddu fóru fram sunnudaginn 28.júlí og hafa niðurstöður þeirra sætt mikilli gagnrýni bæði í Venesúela og alþjóðasamfélaginu vegna ógagnsæis og spillingar. Nicolás Maduro, forseti Venesúela, hafði sjálfur lofað frjálsum og sanngjörnum kosningum í viðræðum við Bandaríkin í þeirri von að þær refsiaðgerðir sem settar voru á fót 2021 yrðu afnumdar. Samt sem áður var kosningabarátta Maduro og kosningaferlið sjálft þokað af ásökunum um svik og klækjabrögð. Það var mikið í húfi fyrir Maduro fyrir þessar kosningar. Að missa völdin gæti haft gífurlegar persónulegar afleiðingar fyrir Maduro, en hann á yfir höfði sér ákærur fyrir eiturlyfjasmygl og spillingu í Bandaríkjunum og er til rannsóknar fyrir glæpi gegn mannkyninu hjá Alþjóðlega sakamáladómstólnum (e. International Criminal Court). Ef Maduro myndi afsala sér forsetastólnum myndi hann að öllum líkindum enda í fangelsi. Talið er að kosningarnar hafi því verið sniðnar til að tryggja endurkjör Maduro, m.a. vegna þess að aðgangur andstæðinga hans að fjölmiðlum var takmarkaður, stjórnarandstæðingar voru handteknir af ástæðulausu, lykilleiðtoga stjórnarandstöðunnar var meinað að bjóða sig fram, auk þess sem að Venesúelabúar staðsettir erlendis höfðu enga leið til að koma atkvæði sínu til skila. Þetta lýsir svo sannarlega ekki lýðræðislegum og gagnsæjum kosningum. Nú hefur Maduro verið endurkjörinn og mun þetta vera hans þriðja kjörtímabil í röð. Maduro hefur stjórnað með harðri hendi, og hefur stjórn hans einkennst af einræðislegum aðferðum. Ríkisstjórn hans hefur verið ásökuð um að brjóta gegn mannréttindum, takmarka tjáningarfrelsi, og beita harðstjórn gegn andstæðingum ríkisstjórnarinnar. Endurkjör Maduros árið 2018 var af svipuðum toga, en þá lýsti stjórnarandstaðan niðurstöðunum ólöglegum og gripu til aðgerða til að steypa Maduro af stóli, sem ekki náðu tilsettum árangri. Venesúelska þjóðin er að þrotum komin og búist er við að niðurstaða kosninganna muni hafa víðtæk áhrif, sérstaklega á Ameríku og Evrópu, í formi fólksflutninga. Pólitískur óstöðugleiki, ofbeldi og óeirðir af hálfu lögreglu og embættismanna, efnahagsleg afturför, og mannréttindabrot hafa samtvinnast og skapað langvarandi krísuástand í Venesúela. Með endurkjöri Maduro verður því ástandi viðhaldið. Á meðan eru flest Evrópuríki að herða útlendingalögin sín og leggja meiri áherslu á brottvísunarferlana sína svo enn erfiðara verði fyrir flóttafólk að komast í skjól. Í ljósi ofangreindrar umfjöllunar er óskiljanlegt að stefna íslenskra stjórnvalda sé að stinga höfðinu í sandinn og vísa fólki í neyð frá í nafni skilvirkni. Markmið nýju útlendingalaganna er fyrst og fremst að fækka umsóknum um alþjóðlega vernd. Flóttafólki frá Venesúela mun þó ekki fækka fyrr en ástandið þar í landi batnar. Að senda fólk aftur í aðstæður sem þau hafa áður flúið skapar fleiri vandamál en það leysir og því óskiljanlegt að sú vegferð í málaflokknum sé orðin normið. Spurningin er hvort við séum að verða að þátttakendum í þeirri mannréttindakreppu sem við fordæmum. Erum við bara til í það? Getum við haldið áfram að sitja hjá sem áhorfendur þegar brotið er á mannréttindum fólks? Við þurfum ekki að láta bjóða okkur eða þeim upp á þetta. Við getum og eigum að gera betur. Fordæmum brottvísanir til Venesúela. Fordæmum mannréttindakreppuna sem er að eiga sér stað! Höfundur er stjórnmálafræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Venesúela Flóttafólk á Íslandi Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Biðin eftir leigubíl Elín Anna Gísladóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Venesúela var eitt sinn fimmta stærsta hagkerfi Suður-Ameríku en hefur nú undanfarin ár gengið í gegnum eitt versta efnahagshrun í sögu þjóðarinnar. Efnahags- og stjórnmálakreppan sem hefur heltekið þjóðina stafar í grunninn af verðhruni á olíu, en olía er lykilútflutningsvara þjóðarinnar. Auk olíunnar hefur langvarandi spilling og óstjórn æðstu embættismanna sett strik í reikninginn. Venesúelabúar þjást af langvarandi skorti á lífsnauðsynlegum vörum og vaxandi verðbólgu. Flest hafa ekki einu sinni efni á að kaupa nauðsynjavörur. Auk efnahagsástandsins gætir mikillar spillingar um allt landið, sem eðlilega hefur aukið á óöryggistilfinningu Venesúelabúa. Slíkt ástand hefur skapað mannréttindakreppu í landinu og ýtt milljónum manns á flótta, sem við höfum auðvitað tekið eftir með fjölgun venesúelskra umsækjenda um alþjóðlega vernd á Íslandi. Íslensk stjórnvöld fóru að finna fyrir auknum fjölda umsókna frá Venesúela árið 2016 og þar til árið 2022 var þeim umsækjendum veitt, svo til sjálfkrafa, viðbótarvernd vegna almenns hættuástands í heimaríkinu. Í lok árs 2022 stöðvaði Útlendingastofnun afgreiðslu umsókna frá Venesúela tímabundið vegna endurmats stofnunarinnar á aðstæðum þar í landi. Í kjölfarið var ákveðið að veita ekki lengur viðbótarvernd sjálfkrafa til umsækjenda frá Venesúela, heldur meta hverja umsókn fyrir sig út frá einstaklingsbundnum aðstæðum. Í dag er flestum þessarra umsókna synjað og umsækjendum brottvísað. Halda skal til haga að það eru sömu stjórnmálamennirnir sem ákváðu að veita þessum hópi sjálfkrafa viðbótarvernd hér um árið og lýsa nú yfir “ófremdarástandi” í útlendingamálum. “Ófremdarástand” sem þau ein bera ábyrgð á og varð til undir þeirra eigin óstjórn í málaflokknum. Því fylgir mikil sorg að vera brottvísað til lands þar sem þú upplifir viðstöðulausan ótta og hræðslu. Staðreyndin er sú að venesúelskir umsækjendur á Íslandi eru meðvitaðir um að þeim verði að öllum líkindum brottvísað og eftir að fregnir af niðurstöðum forsetakosninganna í Venesúela bárust 28.júlí sl. upplifa þau enn meira vonleysi og óvissu um framtíðina. Í Venesúela er forseti kosinn til 6 ára og það eru engin takmörk á því hvað forseti geti setið lengi í embætti. Nicolás Maduro hefur verið við völd síðan hinn umdeildi forveri hans, Hugo Chávez, lést árið 2013. Forsetakosningarnar umræddu fóru fram sunnudaginn 28.júlí og hafa niðurstöður þeirra sætt mikilli gagnrýni bæði í Venesúela og alþjóðasamfélaginu vegna ógagnsæis og spillingar. Nicolás Maduro, forseti Venesúela, hafði sjálfur lofað frjálsum og sanngjörnum kosningum í viðræðum við Bandaríkin í þeirri von að þær refsiaðgerðir sem settar voru á fót 2021 yrðu afnumdar. Samt sem áður var kosningabarátta Maduro og kosningaferlið sjálft þokað af ásökunum um svik og klækjabrögð. Það var mikið í húfi fyrir Maduro fyrir þessar kosningar. Að missa völdin gæti haft gífurlegar persónulegar afleiðingar fyrir Maduro, en hann á yfir höfði sér ákærur fyrir eiturlyfjasmygl og spillingu í Bandaríkjunum og er til rannsóknar fyrir glæpi gegn mannkyninu hjá Alþjóðlega sakamáladómstólnum (e. International Criminal Court). Ef Maduro myndi afsala sér forsetastólnum myndi hann að öllum líkindum enda í fangelsi. Talið er að kosningarnar hafi því verið sniðnar til að tryggja endurkjör Maduro, m.a. vegna þess að aðgangur andstæðinga hans að fjölmiðlum var takmarkaður, stjórnarandstæðingar voru handteknir af ástæðulausu, lykilleiðtoga stjórnarandstöðunnar var meinað að bjóða sig fram, auk þess sem að Venesúelabúar staðsettir erlendis höfðu enga leið til að koma atkvæði sínu til skila. Þetta lýsir svo sannarlega ekki lýðræðislegum og gagnsæjum kosningum. Nú hefur Maduro verið endurkjörinn og mun þetta vera hans þriðja kjörtímabil í röð. Maduro hefur stjórnað með harðri hendi, og hefur stjórn hans einkennst af einræðislegum aðferðum. Ríkisstjórn hans hefur verið ásökuð um að brjóta gegn mannréttindum, takmarka tjáningarfrelsi, og beita harðstjórn gegn andstæðingum ríkisstjórnarinnar. Endurkjör Maduros árið 2018 var af svipuðum toga, en þá lýsti stjórnarandstaðan niðurstöðunum ólöglegum og gripu til aðgerða til að steypa Maduro af stóli, sem ekki náðu tilsettum árangri. Venesúelska þjóðin er að þrotum komin og búist er við að niðurstaða kosninganna muni hafa víðtæk áhrif, sérstaklega á Ameríku og Evrópu, í formi fólksflutninga. Pólitískur óstöðugleiki, ofbeldi og óeirðir af hálfu lögreglu og embættismanna, efnahagsleg afturför, og mannréttindabrot hafa samtvinnast og skapað langvarandi krísuástand í Venesúela. Með endurkjöri Maduro verður því ástandi viðhaldið. Á meðan eru flest Evrópuríki að herða útlendingalögin sín og leggja meiri áherslu á brottvísunarferlana sína svo enn erfiðara verði fyrir flóttafólk að komast í skjól. Í ljósi ofangreindrar umfjöllunar er óskiljanlegt að stefna íslenskra stjórnvalda sé að stinga höfðinu í sandinn og vísa fólki í neyð frá í nafni skilvirkni. Markmið nýju útlendingalaganna er fyrst og fremst að fækka umsóknum um alþjóðlega vernd. Flóttafólki frá Venesúela mun þó ekki fækka fyrr en ástandið þar í landi batnar. Að senda fólk aftur í aðstæður sem þau hafa áður flúið skapar fleiri vandamál en það leysir og því óskiljanlegt að sú vegferð í málaflokknum sé orðin normið. Spurningin er hvort við séum að verða að þátttakendum í þeirri mannréttindakreppu sem við fordæmum. Erum við bara til í það? Getum við haldið áfram að sitja hjá sem áhorfendur þegar brotið er á mannréttindum fólks? Við þurfum ekki að láta bjóða okkur eða þeim upp á þetta. Við getum og eigum að gera betur. Fordæmum brottvísanir til Venesúela. Fordæmum mannréttindakreppuna sem er að eiga sér stað! Höfundur er stjórnmálafræðingur
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson Skoðun