Þátttakendur í mannréttindakreppunni sem við fordæmum Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar 26. ágúst 2024 17:02 Venesúela var eitt sinn fimmta stærsta hagkerfi Suður-Ameríku en hefur nú undanfarin ár gengið í gegnum eitt versta efnahagshrun í sögu þjóðarinnar. Efnahags- og stjórnmálakreppan sem hefur heltekið þjóðina stafar í grunninn af verðhruni á olíu, en olía er lykilútflutningsvara þjóðarinnar. Auk olíunnar hefur langvarandi spilling og óstjórn æðstu embættismanna sett strik í reikninginn. Venesúelabúar þjást af langvarandi skorti á lífsnauðsynlegum vörum og vaxandi verðbólgu. Flest hafa ekki einu sinni efni á að kaupa nauðsynjavörur. Auk efnahagsástandsins gætir mikillar spillingar um allt landið, sem eðlilega hefur aukið á óöryggistilfinningu Venesúelabúa. Slíkt ástand hefur skapað mannréttindakreppu í landinu og ýtt milljónum manns á flótta, sem við höfum auðvitað tekið eftir með fjölgun venesúelskra umsækjenda um alþjóðlega vernd á Íslandi. Íslensk stjórnvöld fóru að finna fyrir auknum fjölda umsókna frá Venesúela árið 2016 og þar til árið 2022 var þeim umsækjendum veitt, svo til sjálfkrafa, viðbótarvernd vegna almenns hættuástands í heimaríkinu. Í lok árs 2022 stöðvaði Útlendingastofnun afgreiðslu umsókna frá Venesúela tímabundið vegna endurmats stofnunarinnar á aðstæðum þar í landi. Í kjölfarið var ákveðið að veita ekki lengur viðbótarvernd sjálfkrafa til umsækjenda frá Venesúela, heldur meta hverja umsókn fyrir sig út frá einstaklingsbundnum aðstæðum. Í dag er flestum þessarra umsókna synjað og umsækjendum brottvísað. Halda skal til haga að það eru sömu stjórnmálamennirnir sem ákváðu að veita þessum hópi sjálfkrafa viðbótarvernd hér um árið og lýsa nú yfir “ófremdarástandi” í útlendingamálum. “Ófremdarástand” sem þau ein bera ábyrgð á og varð til undir þeirra eigin óstjórn í málaflokknum. Því fylgir mikil sorg að vera brottvísað til lands þar sem þú upplifir viðstöðulausan ótta og hræðslu. Staðreyndin er sú að venesúelskir umsækjendur á Íslandi eru meðvitaðir um að þeim verði að öllum líkindum brottvísað og eftir að fregnir af niðurstöðum forsetakosninganna í Venesúela bárust 28.júlí sl. upplifa þau enn meira vonleysi og óvissu um framtíðina. Í Venesúela er forseti kosinn til 6 ára og það eru engin takmörk á því hvað forseti geti setið lengi í embætti. Nicolás Maduro hefur verið við völd síðan hinn umdeildi forveri hans, Hugo Chávez, lést árið 2013. Forsetakosningarnar umræddu fóru fram sunnudaginn 28.júlí og hafa niðurstöður þeirra sætt mikilli gagnrýni bæði í Venesúela og alþjóðasamfélaginu vegna ógagnsæis og spillingar. Nicolás Maduro, forseti Venesúela, hafði sjálfur lofað frjálsum og sanngjörnum kosningum í viðræðum við Bandaríkin í þeirri von að þær refsiaðgerðir sem settar voru á fót 2021 yrðu afnumdar. Samt sem áður var kosningabarátta Maduro og kosningaferlið sjálft þokað af ásökunum um svik og klækjabrögð. Það var mikið í húfi fyrir Maduro fyrir þessar kosningar. Að missa völdin gæti haft gífurlegar persónulegar afleiðingar fyrir Maduro, en hann á yfir höfði sér ákærur fyrir eiturlyfjasmygl og spillingu í Bandaríkjunum og er til rannsóknar fyrir glæpi gegn mannkyninu hjá Alþjóðlega sakamáladómstólnum (e. International Criminal Court). Ef Maduro myndi afsala sér forsetastólnum myndi hann að öllum líkindum enda í fangelsi. Talið er að kosningarnar hafi því verið sniðnar til að tryggja endurkjör Maduro, m.a. vegna þess að aðgangur andstæðinga hans að fjölmiðlum var takmarkaður, stjórnarandstæðingar voru handteknir af ástæðulausu, lykilleiðtoga stjórnarandstöðunnar var meinað að bjóða sig fram, auk þess sem að Venesúelabúar staðsettir erlendis höfðu enga leið til að koma atkvæði sínu til skila. Þetta lýsir svo sannarlega ekki lýðræðislegum og gagnsæjum kosningum. Nú hefur Maduro verið endurkjörinn og mun þetta vera hans þriðja kjörtímabil í röð. Maduro hefur stjórnað með harðri hendi, og hefur stjórn hans einkennst af einræðislegum aðferðum. Ríkisstjórn hans hefur verið ásökuð um að brjóta gegn mannréttindum, takmarka tjáningarfrelsi, og beita harðstjórn gegn andstæðingum ríkisstjórnarinnar. Endurkjör Maduros árið 2018 var af svipuðum toga, en þá lýsti stjórnarandstaðan niðurstöðunum ólöglegum og gripu til aðgerða til að steypa Maduro af stóli, sem ekki náðu tilsettum árangri. Venesúelska þjóðin er að þrotum komin og búist er við að niðurstaða kosninganna muni hafa víðtæk áhrif, sérstaklega á Ameríku og Evrópu, í formi fólksflutninga. Pólitískur óstöðugleiki, ofbeldi og óeirðir af hálfu lögreglu og embættismanna, efnahagsleg afturför, og mannréttindabrot hafa samtvinnast og skapað langvarandi krísuástand í Venesúela. Með endurkjöri Maduro verður því ástandi viðhaldið. Á meðan eru flest Evrópuríki að herða útlendingalögin sín og leggja meiri áherslu á brottvísunarferlana sína svo enn erfiðara verði fyrir flóttafólk að komast í skjól. Í ljósi ofangreindrar umfjöllunar er óskiljanlegt að stefna íslenskra stjórnvalda sé að stinga höfðinu í sandinn og vísa fólki í neyð frá í nafni skilvirkni. Markmið nýju útlendingalaganna er fyrst og fremst að fækka umsóknum um alþjóðlega vernd. Flóttafólki frá Venesúela mun þó ekki fækka fyrr en ástandið þar í landi batnar. Að senda fólk aftur í aðstæður sem þau hafa áður flúið skapar fleiri vandamál en það leysir og því óskiljanlegt að sú vegferð í málaflokknum sé orðin normið. Spurningin er hvort við séum að verða að þátttakendum í þeirri mannréttindakreppu sem við fordæmum. Erum við bara til í það? Getum við haldið áfram að sitja hjá sem áhorfendur þegar brotið er á mannréttindum fólks? Við þurfum ekki að láta bjóða okkur eða þeim upp á þetta. Við getum og eigum að gera betur. Fordæmum brottvísanir til Venesúela. Fordæmum mannréttindakreppuna sem er að eiga sér stað! Höfundur er stjórnmálafræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Venesúela Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal Skoðun Skoðun Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Ábyrgð ríkis og sveitarfélaga er mikil Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Sjá meira
Venesúela var eitt sinn fimmta stærsta hagkerfi Suður-Ameríku en hefur nú undanfarin ár gengið í gegnum eitt versta efnahagshrun í sögu þjóðarinnar. Efnahags- og stjórnmálakreppan sem hefur heltekið þjóðina stafar í grunninn af verðhruni á olíu, en olía er lykilútflutningsvara þjóðarinnar. Auk olíunnar hefur langvarandi spilling og óstjórn æðstu embættismanna sett strik í reikninginn. Venesúelabúar þjást af langvarandi skorti á lífsnauðsynlegum vörum og vaxandi verðbólgu. Flest hafa ekki einu sinni efni á að kaupa nauðsynjavörur. Auk efnahagsástandsins gætir mikillar spillingar um allt landið, sem eðlilega hefur aukið á óöryggistilfinningu Venesúelabúa. Slíkt ástand hefur skapað mannréttindakreppu í landinu og ýtt milljónum manns á flótta, sem við höfum auðvitað tekið eftir með fjölgun venesúelskra umsækjenda um alþjóðlega vernd á Íslandi. Íslensk stjórnvöld fóru að finna fyrir auknum fjölda umsókna frá Venesúela árið 2016 og þar til árið 2022 var þeim umsækjendum veitt, svo til sjálfkrafa, viðbótarvernd vegna almenns hættuástands í heimaríkinu. Í lok árs 2022 stöðvaði Útlendingastofnun afgreiðslu umsókna frá Venesúela tímabundið vegna endurmats stofnunarinnar á aðstæðum þar í landi. Í kjölfarið var ákveðið að veita ekki lengur viðbótarvernd sjálfkrafa til umsækjenda frá Venesúela, heldur meta hverja umsókn fyrir sig út frá einstaklingsbundnum aðstæðum. Í dag er flestum þessarra umsókna synjað og umsækjendum brottvísað. Halda skal til haga að það eru sömu stjórnmálamennirnir sem ákváðu að veita þessum hópi sjálfkrafa viðbótarvernd hér um árið og lýsa nú yfir “ófremdarástandi” í útlendingamálum. “Ófremdarástand” sem þau ein bera ábyrgð á og varð til undir þeirra eigin óstjórn í málaflokknum. Því fylgir mikil sorg að vera brottvísað til lands þar sem þú upplifir viðstöðulausan ótta og hræðslu. Staðreyndin er sú að venesúelskir umsækjendur á Íslandi eru meðvitaðir um að þeim verði að öllum líkindum brottvísað og eftir að fregnir af niðurstöðum forsetakosninganna í Venesúela bárust 28.júlí sl. upplifa þau enn meira vonleysi og óvissu um framtíðina. Í Venesúela er forseti kosinn til 6 ára og það eru engin takmörk á því hvað forseti geti setið lengi í embætti. Nicolás Maduro hefur verið við völd síðan hinn umdeildi forveri hans, Hugo Chávez, lést árið 2013. Forsetakosningarnar umræddu fóru fram sunnudaginn 28.júlí og hafa niðurstöður þeirra sætt mikilli gagnrýni bæði í Venesúela og alþjóðasamfélaginu vegna ógagnsæis og spillingar. Nicolás Maduro, forseti Venesúela, hafði sjálfur lofað frjálsum og sanngjörnum kosningum í viðræðum við Bandaríkin í þeirri von að þær refsiaðgerðir sem settar voru á fót 2021 yrðu afnumdar. Samt sem áður var kosningabarátta Maduro og kosningaferlið sjálft þokað af ásökunum um svik og klækjabrögð. Það var mikið í húfi fyrir Maduro fyrir þessar kosningar. Að missa völdin gæti haft gífurlegar persónulegar afleiðingar fyrir Maduro, en hann á yfir höfði sér ákærur fyrir eiturlyfjasmygl og spillingu í Bandaríkjunum og er til rannsóknar fyrir glæpi gegn mannkyninu hjá Alþjóðlega sakamáladómstólnum (e. International Criminal Court). Ef Maduro myndi afsala sér forsetastólnum myndi hann að öllum líkindum enda í fangelsi. Talið er að kosningarnar hafi því verið sniðnar til að tryggja endurkjör Maduro, m.a. vegna þess að aðgangur andstæðinga hans að fjölmiðlum var takmarkaður, stjórnarandstæðingar voru handteknir af ástæðulausu, lykilleiðtoga stjórnarandstöðunnar var meinað að bjóða sig fram, auk þess sem að Venesúelabúar staðsettir erlendis höfðu enga leið til að koma atkvæði sínu til skila. Þetta lýsir svo sannarlega ekki lýðræðislegum og gagnsæjum kosningum. Nú hefur Maduro verið endurkjörinn og mun þetta vera hans þriðja kjörtímabil í röð. Maduro hefur stjórnað með harðri hendi, og hefur stjórn hans einkennst af einræðislegum aðferðum. Ríkisstjórn hans hefur verið ásökuð um að brjóta gegn mannréttindum, takmarka tjáningarfrelsi, og beita harðstjórn gegn andstæðingum ríkisstjórnarinnar. Endurkjör Maduros árið 2018 var af svipuðum toga, en þá lýsti stjórnarandstaðan niðurstöðunum ólöglegum og gripu til aðgerða til að steypa Maduro af stóli, sem ekki náðu tilsettum árangri. Venesúelska þjóðin er að þrotum komin og búist er við að niðurstaða kosninganna muni hafa víðtæk áhrif, sérstaklega á Ameríku og Evrópu, í formi fólksflutninga. Pólitískur óstöðugleiki, ofbeldi og óeirðir af hálfu lögreglu og embættismanna, efnahagsleg afturför, og mannréttindabrot hafa samtvinnast og skapað langvarandi krísuástand í Venesúela. Með endurkjöri Maduro verður því ástandi viðhaldið. Á meðan eru flest Evrópuríki að herða útlendingalögin sín og leggja meiri áherslu á brottvísunarferlana sína svo enn erfiðara verði fyrir flóttafólk að komast í skjól. Í ljósi ofangreindrar umfjöllunar er óskiljanlegt að stefna íslenskra stjórnvalda sé að stinga höfðinu í sandinn og vísa fólki í neyð frá í nafni skilvirkni. Markmið nýju útlendingalaganna er fyrst og fremst að fækka umsóknum um alþjóðlega vernd. Flóttafólki frá Venesúela mun þó ekki fækka fyrr en ástandið þar í landi batnar. Að senda fólk aftur í aðstæður sem þau hafa áður flúið skapar fleiri vandamál en það leysir og því óskiljanlegt að sú vegferð í málaflokknum sé orðin normið. Spurningin er hvort við séum að verða að þátttakendum í þeirri mannréttindakreppu sem við fordæmum. Erum við bara til í það? Getum við haldið áfram að sitja hjá sem áhorfendur þegar brotið er á mannréttindum fólks? Við þurfum ekki að láta bjóða okkur eða þeim upp á þetta. Við getum og eigum að gera betur. Fordæmum brottvísanir til Venesúela. Fordæmum mannréttindakreppuna sem er að eiga sér stað! Höfundur er stjórnmálafræðingur
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun