Ferðamennirnir sem lentu undir ísnum bandarískt par Lovísa Arnardóttir skrifar 26. ágúst 2024 15:23 Umfangsmikil leit hefur farið fram síðasta sólarhringinn. Vísir/Vilhelm Ferðamaðurinn sem lést þegar hann varð undir ísfargi við Breiðamerkurjökul var bandarískur. Kona hans slasaðist alvarlega en líðan hennar er sögð stöðug. Leit á svæðinu hefur verið hætt. Lögreglan á Suðurlandi greinir frá þessu í tilkynningu. Þar segir að björgunaraðgerðum sé lokið á Breiðamerkurjökli og leit hafi verið afturkölluð. Enginn fannst undir ísnum í víðtækri leit sem hefur farið fram síðasta sólarhringinn. Áður var talið að 25 hefðu verið í hópnum en nú segir lögregla að um 23 einstaklinga hafi verið að ræða. Bandaríkjamaðurinn lést á vettvangi en konan var flutt á bráðamóttöku Landspítala. Líðan hennar er sögð stöðug og er hún ekki í lífshættu. Lögreglan mun áfram vinna að rannsókn á tildrögum slyssins. „Um miðjan dag í gær barst lögreglu á Suðurlandi hjálparbeiðni frá gönguhóp sem hafði verið á ferðinni í íshellaferð á Breiðamerkurjökli. Þær upplýsingar fengust að þarna hefðu verið 25 manns á ferð og hefðu fjórir orðið fyrir íshruni, tveir væru fyrir utan íshellinn, mikið slasaðir, en að tveir aðrir hefðu grafist undir ís sem féll niður úr hvelfingu sem gengið var um,“ segir í tilkynningu lögreglunnar. Allir tiltækir viðbragðsaðilar af Suðurlandi og björgunarsveitir af höfuðborgarsvæðinu ásamt þyrlusveit Landhelgisgæslunnar hafi verið kallaðir til að viðbragsáætlun vegna hópslysa virkjuð. 23 í ferðinni en ekki 25 Þá kemur einnig fram að rannsóknarteymi frá lögreglunni á Suðurlandi hafi unnið að því að skýra lista yfir ferðamennina, ásamt ferðasöluaðila, um þá sem fóru í ferðina. Lögregla hafi vitað um afdrif 23 en ekki hafi verið hægt að finna upplýsingar um þá tvo sem var saknað í bókunum fyrirtækisins. „Nú fyrir stundu tilkynnti vettvangsstjóri lögreglunnar sem staðsettur er á vettvangi að búið sé að færa til allan þann ís sem talinn var hafa fallið á fólkið og falið það. Í ljós hefur komið að enginn hefur leynst undir ísnum og útilokað að það fólk sem leitað hefur verið að og talið að sé falið undir ís. Þar af leiðandi er ljóst að einungis 23 aðilar voru í þessari göngu í gær og þeir tveir, sem fundust slasaðir og látinn þeir einu sem urðu fyrir tjóni,“ segir í tilkynningunni. Skráning ekki nákvæm og misvísandi Það sé því ljóst að skráning í ferðina og utanumhald hafi ekki verið nákvæmt auk misvísandi upplýsinga um fjölda í ferðinni. „Miðað við þær upplýsingar sem lágu fyrir þótti ekki forsvaranlegt annað en að halda leit áfram þar til búið væri að fá fullvissu um að enginn væri undir ísfarginu. Björgunaraðgerðinni er nú lokið og leit hefur verið afturkölluð,“ segir í tilkynningunni sem má lesa í heild sinni hér að neðan. Um miðjan dag í gær barst lögreglu á Suðurlandi hjálparbeiðni frá gönguhóp sem hafði verið á ferðinni í íshellaferð á Breiðamerkurjökli. Þær upplýsingar fengust að þarna hefðu verið 25 manns á ferð og hefðu fjórir orðið fyrir íshruni, tveir væru fyrir utan íshellinn, mikið slasaðir, en að tveir aðrir hefðu grafist undir ís sem féll niður úr hvelfingu sem gengið var um. Allir tiltækir viðbragðsaðilar af Suðurlandi og björgunarsveitir af höfuðborgarsvæðinu ásamt þyrlusveit Landhelgisgæslunnar voru kallaðir til, en Viðbragðsáætlun vegna hópslyss á Suðurlandi var virkjuð. Nú í morgun var vitað um afdrif 23 aðila og voru 21 þeirra óslasaðir og fluttir til byggða, en leitað var áfram af þeim tveimur sem talið var að hefðu grafist undir ís. Leit stóð yfir fram til miðnættis í gærkvöld og hófst hún aftur um kl 07 í morgun. Rannsóknarteymi frá lögreglunni á Suðurlandi hefur unnið að því, ásamt ferðasöluaðilanum að skýra listann yfir þá sem fóru í ferðina, en ekki hefur verið hægt að finna upplýsingar um þá tvo sem saknað hefur verið, í bókunum fyrirtækisins. Nú fyrir stundu tilkynnti vettvangsstjóri lögreglunnar sem staðsettur er á vettvangi að búið sé að færa til allan þann ís sem talinn var hafa fallið á fólkið og falið það. Í ljós hefur komið að enginn hefur leynst undir ísnum og útilokað að það fólk sem leitað hefur verið að og talið að sé falið undir ís. Þar af leiðandi er ljóst að einungis 23 aðilar voru í þessari göngu í gær og þeir tveir, sem fundust slasaðir og látinn þeir einu sem urðu fyrir tjóni. Ljóst virðist að skráning í ferðina og utanumhald hafi ekki verið nákvæmt auk misvísandi upplýsinga um fjölda í ferðinni. Miðað við þær upplýsingar sem lágu fyrir þótti ekki forsvaranlegt annað en að halda leit áfram þar til búið væri að fá fullvissu um að enginn væri undir ísfarginu. Björgunaraðgerðinni er nú lokið og leit hefur verið afturkölluð. Þau sem lentu undir ísfarginu og náðust undan því í gær voru par, karlmaðurinn var úrskurðaður látinn á vettvangi í gær, en konan flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar á slysadeild í Fossvogi þar sem hún liggur. Líðan hennar er sem fyrr stöðug og ekki í lífshættu. Þau eru bandarískir ríkisborgarar. Hátt í 200 viðbragðsaðilar hafa tekið þátt í þessari björgunar- og leitaraðgerð og má segja að mikið þrekvirki hafi verið unnið þarna á vettvangi, en búið er að brjóta niður og færa til gríðarlegt magn af ís og var það meira og minna allt gert með handafli. Lögreglan á Suðurlandi vill því þakka öllum þeim viðbragðsaðilum sem komu að leitar- og björgunaraðgerðinni. Það sýnir sig og sannar í verkefni sem þessu að við höfum á öflugu og lausnarmiðuðu fólki á að skipa þegar hætta steðjar að. Einnig vill lögreglan þakka þeim ferðaþjónustuaðilum í nágrenni slysstaðar sem aðstoðuðu leitar- og björgunar fólk með gistingu og mat síðast liðinn sólarhring. Lögreglan mun áfram vinna að rannsókn á tildrögum slyssins. Björgunarsveitir Slys á Breiðamerkurjökli Sveitarfélagið Hornafjörður Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Vatnajökulsþjóðgarður Tengdar fréttir Vaktin: Aðgerðir hafnar að nýju Leitaraðgerðum björgunarsveita hefur nú verið hætt við Breiðamerkurjökul þar sem tveggja ferðamanna hefur verið leitað frá því í gær eftir að ísveggur hrundi í skipulagðri íshellaskoðunarferð í gær. Lögregla hefur staðfest að einn hafi látist í slysinu og að einn sé alvarlega slasaður. Talið var að tveir til viðbótar væru fastir undir ísnum en nú hefur leit verið hætt þar sem enginn til viðbótar reyndist vera undir ísnum. 26. ágúst 2024 07:35 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Ætla að breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Sjá meira
Lögreglan á Suðurlandi greinir frá þessu í tilkynningu. Þar segir að björgunaraðgerðum sé lokið á Breiðamerkurjökli og leit hafi verið afturkölluð. Enginn fannst undir ísnum í víðtækri leit sem hefur farið fram síðasta sólarhringinn. Áður var talið að 25 hefðu verið í hópnum en nú segir lögregla að um 23 einstaklinga hafi verið að ræða. Bandaríkjamaðurinn lést á vettvangi en konan var flutt á bráðamóttöku Landspítala. Líðan hennar er sögð stöðug og er hún ekki í lífshættu. Lögreglan mun áfram vinna að rannsókn á tildrögum slyssins. „Um miðjan dag í gær barst lögreglu á Suðurlandi hjálparbeiðni frá gönguhóp sem hafði verið á ferðinni í íshellaferð á Breiðamerkurjökli. Þær upplýsingar fengust að þarna hefðu verið 25 manns á ferð og hefðu fjórir orðið fyrir íshruni, tveir væru fyrir utan íshellinn, mikið slasaðir, en að tveir aðrir hefðu grafist undir ís sem féll niður úr hvelfingu sem gengið var um,“ segir í tilkynningu lögreglunnar. Allir tiltækir viðbragðsaðilar af Suðurlandi og björgunarsveitir af höfuðborgarsvæðinu ásamt þyrlusveit Landhelgisgæslunnar hafi verið kallaðir til að viðbragsáætlun vegna hópslysa virkjuð. 23 í ferðinni en ekki 25 Þá kemur einnig fram að rannsóknarteymi frá lögreglunni á Suðurlandi hafi unnið að því að skýra lista yfir ferðamennina, ásamt ferðasöluaðila, um þá sem fóru í ferðina. Lögregla hafi vitað um afdrif 23 en ekki hafi verið hægt að finna upplýsingar um þá tvo sem var saknað í bókunum fyrirtækisins. „Nú fyrir stundu tilkynnti vettvangsstjóri lögreglunnar sem staðsettur er á vettvangi að búið sé að færa til allan þann ís sem talinn var hafa fallið á fólkið og falið það. Í ljós hefur komið að enginn hefur leynst undir ísnum og útilokað að það fólk sem leitað hefur verið að og talið að sé falið undir ís. Þar af leiðandi er ljóst að einungis 23 aðilar voru í þessari göngu í gær og þeir tveir, sem fundust slasaðir og látinn þeir einu sem urðu fyrir tjóni,“ segir í tilkynningunni. Skráning ekki nákvæm og misvísandi Það sé því ljóst að skráning í ferðina og utanumhald hafi ekki verið nákvæmt auk misvísandi upplýsinga um fjölda í ferðinni. „Miðað við þær upplýsingar sem lágu fyrir þótti ekki forsvaranlegt annað en að halda leit áfram þar til búið væri að fá fullvissu um að enginn væri undir ísfarginu. Björgunaraðgerðinni er nú lokið og leit hefur verið afturkölluð,“ segir í tilkynningunni sem má lesa í heild sinni hér að neðan. Um miðjan dag í gær barst lögreglu á Suðurlandi hjálparbeiðni frá gönguhóp sem hafði verið á ferðinni í íshellaferð á Breiðamerkurjökli. Þær upplýsingar fengust að þarna hefðu verið 25 manns á ferð og hefðu fjórir orðið fyrir íshruni, tveir væru fyrir utan íshellinn, mikið slasaðir, en að tveir aðrir hefðu grafist undir ís sem féll niður úr hvelfingu sem gengið var um. Allir tiltækir viðbragðsaðilar af Suðurlandi og björgunarsveitir af höfuðborgarsvæðinu ásamt þyrlusveit Landhelgisgæslunnar voru kallaðir til, en Viðbragðsáætlun vegna hópslyss á Suðurlandi var virkjuð. Nú í morgun var vitað um afdrif 23 aðila og voru 21 þeirra óslasaðir og fluttir til byggða, en leitað var áfram af þeim tveimur sem talið var að hefðu grafist undir ís. Leit stóð yfir fram til miðnættis í gærkvöld og hófst hún aftur um kl 07 í morgun. Rannsóknarteymi frá lögreglunni á Suðurlandi hefur unnið að því, ásamt ferðasöluaðilanum að skýra listann yfir þá sem fóru í ferðina, en ekki hefur verið hægt að finna upplýsingar um þá tvo sem saknað hefur verið, í bókunum fyrirtækisins. Nú fyrir stundu tilkynnti vettvangsstjóri lögreglunnar sem staðsettur er á vettvangi að búið sé að færa til allan þann ís sem talinn var hafa fallið á fólkið og falið það. Í ljós hefur komið að enginn hefur leynst undir ísnum og útilokað að það fólk sem leitað hefur verið að og talið að sé falið undir ís. Þar af leiðandi er ljóst að einungis 23 aðilar voru í þessari göngu í gær og þeir tveir, sem fundust slasaðir og látinn þeir einu sem urðu fyrir tjóni. Ljóst virðist að skráning í ferðina og utanumhald hafi ekki verið nákvæmt auk misvísandi upplýsinga um fjölda í ferðinni. Miðað við þær upplýsingar sem lágu fyrir þótti ekki forsvaranlegt annað en að halda leit áfram þar til búið væri að fá fullvissu um að enginn væri undir ísfarginu. Björgunaraðgerðinni er nú lokið og leit hefur verið afturkölluð. Þau sem lentu undir ísfarginu og náðust undan því í gær voru par, karlmaðurinn var úrskurðaður látinn á vettvangi í gær, en konan flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar á slysadeild í Fossvogi þar sem hún liggur. Líðan hennar er sem fyrr stöðug og ekki í lífshættu. Þau eru bandarískir ríkisborgarar. Hátt í 200 viðbragðsaðilar hafa tekið þátt í þessari björgunar- og leitaraðgerð og má segja að mikið þrekvirki hafi verið unnið þarna á vettvangi, en búið er að brjóta niður og færa til gríðarlegt magn af ís og var það meira og minna allt gert með handafli. Lögreglan á Suðurlandi vill því þakka öllum þeim viðbragðsaðilum sem komu að leitar- og björgunaraðgerðinni. Það sýnir sig og sannar í verkefni sem þessu að við höfum á öflugu og lausnarmiðuðu fólki á að skipa þegar hætta steðjar að. Einnig vill lögreglan þakka þeim ferðaþjónustuaðilum í nágrenni slysstaðar sem aðstoðuðu leitar- og björgunar fólk með gistingu og mat síðast liðinn sólarhring. Lögreglan mun áfram vinna að rannsókn á tildrögum slyssins.
Um miðjan dag í gær barst lögreglu á Suðurlandi hjálparbeiðni frá gönguhóp sem hafði verið á ferðinni í íshellaferð á Breiðamerkurjökli. Þær upplýsingar fengust að þarna hefðu verið 25 manns á ferð og hefðu fjórir orðið fyrir íshruni, tveir væru fyrir utan íshellinn, mikið slasaðir, en að tveir aðrir hefðu grafist undir ís sem féll niður úr hvelfingu sem gengið var um. Allir tiltækir viðbragðsaðilar af Suðurlandi og björgunarsveitir af höfuðborgarsvæðinu ásamt þyrlusveit Landhelgisgæslunnar voru kallaðir til, en Viðbragðsáætlun vegna hópslyss á Suðurlandi var virkjuð. Nú í morgun var vitað um afdrif 23 aðila og voru 21 þeirra óslasaðir og fluttir til byggða, en leitað var áfram af þeim tveimur sem talið var að hefðu grafist undir ís. Leit stóð yfir fram til miðnættis í gærkvöld og hófst hún aftur um kl 07 í morgun. Rannsóknarteymi frá lögreglunni á Suðurlandi hefur unnið að því, ásamt ferðasöluaðilanum að skýra listann yfir þá sem fóru í ferðina, en ekki hefur verið hægt að finna upplýsingar um þá tvo sem saknað hefur verið, í bókunum fyrirtækisins. Nú fyrir stundu tilkynnti vettvangsstjóri lögreglunnar sem staðsettur er á vettvangi að búið sé að færa til allan þann ís sem talinn var hafa fallið á fólkið og falið það. Í ljós hefur komið að enginn hefur leynst undir ísnum og útilokað að það fólk sem leitað hefur verið að og talið að sé falið undir ís. Þar af leiðandi er ljóst að einungis 23 aðilar voru í þessari göngu í gær og þeir tveir, sem fundust slasaðir og látinn þeir einu sem urðu fyrir tjóni. Ljóst virðist að skráning í ferðina og utanumhald hafi ekki verið nákvæmt auk misvísandi upplýsinga um fjölda í ferðinni. Miðað við þær upplýsingar sem lágu fyrir þótti ekki forsvaranlegt annað en að halda leit áfram þar til búið væri að fá fullvissu um að enginn væri undir ísfarginu. Björgunaraðgerðinni er nú lokið og leit hefur verið afturkölluð. Þau sem lentu undir ísfarginu og náðust undan því í gær voru par, karlmaðurinn var úrskurðaður látinn á vettvangi í gær, en konan flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar á slysadeild í Fossvogi þar sem hún liggur. Líðan hennar er sem fyrr stöðug og ekki í lífshættu. Þau eru bandarískir ríkisborgarar. Hátt í 200 viðbragðsaðilar hafa tekið þátt í þessari björgunar- og leitaraðgerð og má segja að mikið þrekvirki hafi verið unnið þarna á vettvangi, en búið er að brjóta niður og færa til gríðarlegt magn af ís og var það meira og minna allt gert með handafli. Lögreglan á Suðurlandi vill því þakka öllum þeim viðbragðsaðilum sem komu að leitar- og björgunaraðgerðinni. Það sýnir sig og sannar í verkefni sem þessu að við höfum á öflugu og lausnarmiðuðu fólki á að skipa þegar hætta steðjar að. Einnig vill lögreglan þakka þeim ferðaþjónustuaðilum í nágrenni slysstaðar sem aðstoðuðu leitar- og björgunar fólk með gistingu og mat síðast liðinn sólarhring. Lögreglan mun áfram vinna að rannsókn á tildrögum slyssins.
Björgunarsveitir Slys á Breiðamerkurjökli Sveitarfélagið Hornafjörður Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Vatnajökulsþjóðgarður Tengdar fréttir Vaktin: Aðgerðir hafnar að nýju Leitaraðgerðum björgunarsveita hefur nú verið hætt við Breiðamerkurjökul þar sem tveggja ferðamanna hefur verið leitað frá því í gær eftir að ísveggur hrundi í skipulagðri íshellaskoðunarferð í gær. Lögregla hefur staðfest að einn hafi látist í slysinu og að einn sé alvarlega slasaður. Talið var að tveir til viðbótar væru fastir undir ísnum en nú hefur leit verið hætt þar sem enginn til viðbótar reyndist vera undir ísnum. 26. ágúst 2024 07:35 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Ætla að breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Sjá meira
Vaktin: Aðgerðir hafnar að nýju Leitaraðgerðum björgunarsveita hefur nú verið hætt við Breiðamerkurjökul þar sem tveggja ferðamanna hefur verið leitað frá því í gær eftir að ísveggur hrundi í skipulagðri íshellaskoðunarferð í gær. Lögregla hefur staðfest að einn hafi látist í slysinu og að einn sé alvarlega slasaður. Talið var að tveir til viðbótar væru fastir undir ísnum en nú hefur leit verið hætt þar sem enginn til viðbótar reyndist vera undir ísnum. 26. ágúst 2024 07:35