Viðskipti innlent

Ráðinn for­stöðu­maður Fyrir­tækja­ráð­gjafar Lands­bankans

Atli Ísleifsson skrifar
Elvar Þór Karlsson kemur til Landsbankans frá Íslandsbanka.
Elvar Þór Karlsson kemur til Landsbankans frá Íslandsbanka. Landsbankinn

Elvar Þór Karlsson hefur verið ráðinn forstöðumaður Fyrirtækjaráðgjafar Landsbankans og mun hefja störf í vetur.

Í tilkynningu frá Landsbankanum segir að Elvar hafi víðtæka reynslu af störfum á fjármálamarkaði. 

„Frá árinu 2018 starfaði hann sem verkefnastjóri í fyrirtækjaráðgjöf hjá Íslandsbanka þar sem hann kom að mörgum af helstu verkefnum fyrirtækjaráðgjafar, þar á meðal kaupa- og söluferli fyrirtækja, samrunum, fjárhagslegri endurskipulagningu fyrirtækja og fjármögnun þeirra. Þar áður stundaði Elvar eigin fyrirtækjarekstur.

Elvar lauk BSc-gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2017 og lauk löggildingu í verðbréfamiðlun sama ár. Hann lauk síðan MCF-gráðu í fjármálum fyrirtækja árið 2021 frá Háskólanum í Reykjavík,“ segir í tilkynningunni. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×