Björgvin Karl fyrirliði heimsliðsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. ágúst 2024 08:33 Björgvin Karl Guðmundsson var að klára sína elleftu heimsleika í röð á dögunum. @crossfitgames Björgvin Karl Guðmundsson og margfaldi heimsmeistarinn Tia-Clair Toomey-Orr verða saman fyrirliðar heimsliðsins í fyrstu liðakeppni Wodapalooza stórmótsins í september. Á mótinu verður keppt um TYR bikarinn í fyrsta sinn en mótið fer fram á Huntington Beach í Kaliforníu frá 20. til 22. september. Keppnin verður einvígi milli tveggja liða, úrvalsliðs frá Norður-Ameríku og úrvalsliðs frá öðrum þjóðum heimsins, svokallað heimslið. Allir sextán keppendurnir keppa sem einstaklingar en safna um leið stigum fyrir sín lið. Þetta er mikill heiður fyrir okkar mann en sýnir um leið þá virðingu sem hann hefur meðal besta CrossFit fólks heims. Björgvin Karl setti met á dögunum þegar hann komst á sína elleftu heimsleika í röð. Hann var sá fyrsti til að ná því. Björgvin Karl var þegar byrjaður að kýta aðeins við kollega sinn Patrick Vellner sem verður fyrirliði Norður-Ameríkuliðsins. Vellner svaraði honum fullum hálsi og það verður fróðlegt að sjá þessa miklu meistara leiða liðin sín á mótinu. Vellner deilir fyrirliðastöðunni með hinni bandarísku Danielle Brandon. Toomey-Orr varð heimsmeistari í sjöunda sinn á dögunum en hún snéri þá aftur eftir barnsburðarleyfi. Lazar Dukic var búinn að samþykkja að taka þátt í mótinu og verða með heimsliðinu en því miður gripu örlögin inn í og hann drukknaði í fyrstu grein heimsleikanna. Vegna slyssins á heimsleikunum verður engin sundkeppni á þessu móti. View this post on Instagram A post shared by The TYR Wodapalooza (@wodapalooza) CrossFit Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Körfubolti Fleiri fréttir Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Gunnlaugur keppir á besta áhugamannamóti heims Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Sjá meira
Á mótinu verður keppt um TYR bikarinn í fyrsta sinn en mótið fer fram á Huntington Beach í Kaliforníu frá 20. til 22. september. Keppnin verður einvígi milli tveggja liða, úrvalsliðs frá Norður-Ameríku og úrvalsliðs frá öðrum þjóðum heimsins, svokallað heimslið. Allir sextán keppendurnir keppa sem einstaklingar en safna um leið stigum fyrir sín lið. Þetta er mikill heiður fyrir okkar mann en sýnir um leið þá virðingu sem hann hefur meðal besta CrossFit fólks heims. Björgvin Karl setti met á dögunum þegar hann komst á sína elleftu heimsleika í röð. Hann var sá fyrsti til að ná því. Björgvin Karl var þegar byrjaður að kýta aðeins við kollega sinn Patrick Vellner sem verður fyrirliði Norður-Ameríkuliðsins. Vellner svaraði honum fullum hálsi og það verður fróðlegt að sjá þessa miklu meistara leiða liðin sín á mótinu. Vellner deilir fyrirliðastöðunni með hinni bandarísku Danielle Brandon. Toomey-Orr varð heimsmeistari í sjöunda sinn á dögunum en hún snéri þá aftur eftir barnsburðarleyfi. Lazar Dukic var búinn að samþykkja að taka þátt í mótinu og verða með heimsliðinu en því miður gripu örlögin inn í og hann drukknaði í fyrstu grein heimsleikanna. Vegna slyssins á heimsleikunum verður engin sundkeppni á þessu móti. View this post on Instagram A post shared by The TYR Wodapalooza (@wodapalooza)
CrossFit Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Körfubolti Fleiri fréttir Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Gunnlaugur keppir á besta áhugamannamóti heims Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Sjá meira