Innlent

Sex­tán ára drengur í gæslu­varð­haldi vegna stunguárásarinnar

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Hann er grunaður um að hafa stungið þrjú ungmenni með hníf. Eitt þeirra er illa haldið og talið vera í lífshættu.
Hann er grunaður um að hafa stungið þrjú ungmenni með hníf. Eitt þeirra er illa haldið og talið vera í lífshættu. Vísir/Vilhelm

Sextán ára drengur sem er grunaður um að hafa stungið þrjú ungmenni með hnífi í miðborginni í gærkvöld var í kvöld úrskurðaður í gæsluvarðhald í héraðsdómi Reykjavíkur til 30. ágúst að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu að sökum ungs aldurs verði pilturinn vistaður með viðeigandi hætti á meðan gæsluvarðhaldið varir.

Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglu, skýrir í samtali við fréttastofu að drengurinn verði vistaður á Hólmsheiði en í „viðeigandi úrræði“ sökum ungs aldurs hans. Það fari eftir atvikum hvort ungmenni sem úrskurðuð eru í gæsluvarðhald séu vistuð í fangelsi eða öðrum sams konar úrræðum.

Ungmennin sem urðu fyrir árásinni voru öll flutt á slysadeild og er ástand eins þeirra, ungrar stúlku, enn ekki stöðugt. Hún liggur þungt haldin á sjúkrahúsi og er talin vera í lífshættu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×