Fótbolti

Val­geir lagði upp en Orri fagnaði sigri

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Valgeir Lunddal Friðriksson lagði upp mark Häcken en fór svo meiddur af velli.
Valgeir Lunddal Friðriksson lagði upp mark Häcken en fór svo meiddur af velli. EPA-EFE/PIETER STAM DE JONGE

Lið íslensku landsliðsmannanna Valgeirs Lunddal Friðrikssonar og Orra Steins Óskarssonar áttu ólíku gengi að fagna í umspili um sæti í Sambandsdeild Evrópu í kvöld.

Valgeir lagði upp mark Häcken sem tapaði 1-2 fyrir Heidenheim á heimavelli. 

Þjóðverjarnir komust yfir á 31. mínútu með marki Sirlords Conteh en aðeins fimm mínútum síðar jafnaði Mikkel Rygaard metin fyrir sænska liðið eftir undirbúning Valgeirs. Skömmu síðar fór Valgeir af velli vegna meiðsla. Staðan var 1-1 í hálfleik.

Aðeins eitt mark var skorað í seinni hálfleik en það gerði Brasilíumaðurinn Leo Scienza fyrir Heidenheim á 65. mínútu.

Orri lék allan leikinn í framlínu FC Kaupmannahafnar sem sigraði Kilmarnock, 2-0, á Parken.

Staðan var markalaus í hálfleik og allt fram á 77. mínútu þegar Kevin Diks kom Dönunum yfir með marki úr vítaspyrnu. Þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði Rasmus Falk svo annað mark FCK en það gæti reynst afar dýrmætt fyrir seinni leikinn eftir viku.

Andri Fannar Baldursson og Eggert Aron Guðmundsson sátu allan tímann á varamannabekknum þegar Elfsborg bar sigurorð af Molde, 0-1, í umspili um sæti í Evrópudeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×