Innlent

Al­tjón á véla­skemmu í bruna við Stokks­eyri

Kjartan Kjartansson skrifar
Skemman er gerónýt eftir eldinn. Bílar sem stóðu fyrir utan hana urðu eldinum einnig að bráð.
Skemman er gerónýt eftir eldinn. Bílar sem stóðu fyrir utan hana urðu eldinum einnig að bráð. Brunavarnir Árnessýslu

Vélaskemma á jörðinni Hoftúni II rétt norðan við Stokkseyri varð eldi að bráð nú síðdegis. Enn er unnið að því að slökkva í glæðum en slökkviliðsstjóri segir töluvert af búnaði hafi brunnið inni, þar á meðal ferðaþjónustubifreið sem verið var að gera við.

Mikinn dökkan reyk lagði yfir Stokkseyri frá eldinum en hvasst er í veðri á Suðurlandi þessa stundina. Tilkynning um hann barst slökkviliði klukkan 17:15 og var lið frá Selfossi, Þorlákshöfn og Hveragerði sent á staðinn.

Slökkviliðsmenn rífa útveggi skemmunnar á jörðinni Hoftúni II.Brunavarnir Árnessýslu

Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóra brunavarna Árnessýslu, segir að eldurinn hafi komið upp í véla- og tækjaskemmu. Enginn var inni í skemmunni en eigandi var á staðnum. Pétur segir að altjón hafi orðið. Auk tækja sem voru inni í skemmunni skemmdist eitthvað af tækjum í kringum hana.

Fréttin verður uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×