Fótbolti

21 tap í 22 Evrópuleikjum og markatalan 7-62

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Víkingar hafa enn ekki unnið heimaleik í Evrópukeppninni í ár.
Víkingar hafa enn ekki unnið heimaleik í Evrópukeppninni í ár. Vísir/Diego

Víkingur spilar í kvöld fyrri leik sinn á móti liði UE Santa Coloma frá Andorra en í boði í þessu einvígi félaganna er sæti í Sambandsdeildinni á þessari leiktíð.

Það er samt ekkert skrýtið þótt að fólk sé bjartsýnt fyrir hönd Víkinga í þessum leikjum.

Ástæðan er að félaginu hefur gengið afar illa í Evrópuleikjum sínum í gegnum tíðina.

Santa Coloma hefur spilað 22 Evrópuleiki og tapað 21 þeirra. Eini sigurinn kom liðinu í vítakeppni í fyrstu umferð forkeppni Meistaradeildarinnar í ár.

Liðið tapaði þá fyrri leiknum á móti Ballkani frá Kosóvó 2-1 á heimavelli sínum en vann seinni leikinn 1-0 á útivelli. Eftir framlengingu var staðan 2-1 fyrir Santa Coloma og því réðust úrslitin í vítaspyrnukeppni.

Santa Coloma vann vítakeppnina 6-5 og komst áfram. Liðið hafði tryggt sér framlenginguna í þeim leik með marki á annarri mínútu í uppbótatíma.

Þessi leikur var á heimavelli Ballkani en Santa Coloma hefur tapað öllum ellefu heimaleikjum sínum í Evrópu.

Frá þessum útisigri á móti Ballkani þá hafa Andorramennirnir spilað fjóra leiki og tapað þeim öllum. Þeir skoruðu ekki á þessum 360 mínútum á móti liðum Midtjylland (Danmörk) og RFS (Lettland) og markatalan var 0-13.

Þeir hafa þess vegna verið slegnir bæði út úr Meistaradeildinni og út úr Evrópudeildinni. Nú ná Víkingar vonandi líka að slá þá út úr Sambandsdeildinni líka.

Leikurinn í kvöld hefst klukkan 18.00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Útsendingin fer í loftið klukkan 17.35.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×