Skaftárhlaup í hægum vexti og íbúar varaðir við hættu Eiður Þór Árnason skrifar 21. ágúst 2024 12:35 Óvissa ríkir um þróun hlaupsins. Ljósmyndin er úr safni. Vísir/Arnar Skaftárhlaup er í vexti en hefur ekki áhrif á helstu vegi á svæðinu að svo stöddu. Töluverð óvissa er um áframhald hlaupsins og mögulega stærð þess. Að sögn Veðurstofunnar hélt rennsli í Skaftá við Sveinstind áfram að vaxa fram eftir gærkvöldi og hefur verið í hægum vexti það sem af er degi. Mælist það nú tæplega 180 rúmmetrar á sekúndu. Það er sagt sambærilegt við mikið sumarrennsli en í lægri kantinum miðað við hámarksrennsli síðustu Skaftárhlaupa. Fram kemur á vef Veðurstofunnar að rennsli í Eldvatni sem er nærri þjóðvegi eitt sé einnig farið að vaxa jafnt og þétt en hlaupið enn ekki haft áhrif á veginn. Búið er að lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna Skaftárhlaups. Ferðafólki er eindregið ráðlagt að halda sig fjarri farvegi Skaftár ofan Skaftárdals og sömuleiðis jöðrum Skaftárjökuls, Tungnárjökuls og Síðujökuls á meðan hlaupið stendur yfir. Kortið sýnir staðsetningu vatnshæðamæla Veðurstofunnar og rennslisleið hlaupvatns frá Skaftárkötlum.Veðurstofa Íslands Mögulegt að hlaupið vari í allt að tvær vikur Um þrjú ár eru frá síðasta hlaupi úr Vestari-Skaftárkatli sem er sagður óvenju langur tími milli hlaupa. Því er talið líklegt að þetta hlaup eigi upptök sín þar en það hefur ekki fengist staðfest. Að sögn Veðurstofunnar hafa sum fyrri hlaup úr Vestari-Skaftárkatlinum ekki náð miklu hámarksrennsli en varið lengi eða í eina til tvær vikur. Mögulegt sé að slíkt hlaup sé í gangi núna en það sagt enn of snemmt að fullyrða til um það. Veðurstofan segir mikilvægt að íbúar og aðrir sem eigi leið um flóðasvæðið séu meðvitaðir um mögulega hættu á því að Skaftá flæði yfir vegi sem liggi nærri árbökkum, brennisteinsvetni berist með hlaupvatninu sem geti skaðað slímhúð í augum og öndunarvegi og sprungur geti myndast mjög hratt í kringum ketilinn. Því ætti ferðafólk á Vatnajökli að halda sig fjarri kötlunum, sem og jöðrum Skaftárjökuls, Tungnárjökuls og Síðujökuls þar sem hlaupvatn gæti brotið sér leið upp á yfirborðið. Hlaup í Skaftá Náttúruhamfarir Skaftárhreppur Tengdar fréttir Lýsa yfir óvissustigi vegna Skaftárhlaups Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi hefur lýst yfir óvissustigi Almannavarna vegna Skaftárhlaups. Ferðafólki er ráðlagt að halda sig fjarri farvegi Skaftár. 21. ágúst 2024 10:15 Hlaupið sækir hægt í sig veðrið Hlaup í Skaftá sem hófst í gær er enn á hægri uppleið. 21. ágúst 2024 08:25 Skaftárhlaup líklega að hefjast Rafleiðni í Skaftá hefur hækkað hægt og rólega síðan í gærkvöldi og vatnshæð og rennsli árinnar við Sveinstind aukist síðustu klukkustundir. Athuganir benda til þess að Skaftárhlaup sé að hefjast. Næstu daga munu flóðaðstæður ríkja við bakka Skaftár, og brennisteinsvetni getur borist með hlaupvatninu. 20. ágúst 2024 21:16 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Sjá meira
Að sögn Veðurstofunnar hélt rennsli í Skaftá við Sveinstind áfram að vaxa fram eftir gærkvöldi og hefur verið í hægum vexti það sem af er degi. Mælist það nú tæplega 180 rúmmetrar á sekúndu. Það er sagt sambærilegt við mikið sumarrennsli en í lægri kantinum miðað við hámarksrennsli síðustu Skaftárhlaupa. Fram kemur á vef Veðurstofunnar að rennsli í Eldvatni sem er nærri þjóðvegi eitt sé einnig farið að vaxa jafnt og þétt en hlaupið enn ekki haft áhrif á veginn. Búið er að lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna Skaftárhlaups. Ferðafólki er eindregið ráðlagt að halda sig fjarri farvegi Skaftár ofan Skaftárdals og sömuleiðis jöðrum Skaftárjökuls, Tungnárjökuls og Síðujökuls á meðan hlaupið stendur yfir. Kortið sýnir staðsetningu vatnshæðamæla Veðurstofunnar og rennslisleið hlaupvatns frá Skaftárkötlum.Veðurstofa Íslands Mögulegt að hlaupið vari í allt að tvær vikur Um þrjú ár eru frá síðasta hlaupi úr Vestari-Skaftárkatli sem er sagður óvenju langur tími milli hlaupa. Því er talið líklegt að þetta hlaup eigi upptök sín þar en það hefur ekki fengist staðfest. Að sögn Veðurstofunnar hafa sum fyrri hlaup úr Vestari-Skaftárkatlinum ekki náð miklu hámarksrennsli en varið lengi eða í eina til tvær vikur. Mögulegt sé að slíkt hlaup sé í gangi núna en það sagt enn of snemmt að fullyrða til um það. Veðurstofan segir mikilvægt að íbúar og aðrir sem eigi leið um flóðasvæðið séu meðvitaðir um mögulega hættu á því að Skaftá flæði yfir vegi sem liggi nærri árbökkum, brennisteinsvetni berist með hlaupvatninu sem geti skaðað slímhúð í augum og öndunarvegi og sprungur geti myndast mjög hratt í kringum ketilinn. Því ætti ferðafólk á Vatnajökli að halda sig fjarri kötlunum, sem og jöðrum Skaftárjökuls, Tungnárjökuls og Síðujökuls þar sem hlaupvatn gæti brotið sér leið upp á yfirborðið.
Hlaup í Skaftá Náttúruhamfarir Skaftárhreppur Tengdar fréttir Lýsa yfir óvissustigi vegna Skaftárhlaups Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi hefur lýst yfir óvissustigi Almannavarna vegna Skaftárhlaups. Ferðafólki er ráðlagt að halda sig fjarri farvegi Skaftár. 21. ágúst 2024 10:15 Hlaupið sækir hægt í sig veðrið Hlaup í Skaftá sem hófst í gær er enn á hægri uppleið. 21. ágúst 2024 08:25 Skaftárhlaup líklega að hefjast Rafleiðni í Skaftá hefur hækkað hægt og rólega síðan í gærkvöldi og vatnshæð og rennsli árinnar við Sveinstind aukist síðustu klukkustundir. Athuganir benda til þess að Skaftárhlaup sé að hefjast. Næstu daga munu flóðaðstæður ríkja við bakka Skaftár, og brennisteinsvetni getur borist með hlaupvatninu. 20. ágúst 2024 21:16 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Sjá meira
Lýsa yfir óvissustigi vegna Skaftárhlaups Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi hefur lýst yfir óvissustigi Almannavarna vegna Skaftárhlaups. Ferðafólki er ráðlagt að halda sig fjarri farvegi Skaftár. 21. ágúst 2024 10:15
Hlaupið sækir hægt í sig veðrið Hlaup í Skaftá sem hófst í gær er enn á hægri uppleið. 21. ágúst 2024 08:25
Skaftárhlaup líklega að hefjast Rafleiðni í Skaftá hefur hækkað hægt og rólega síðan í gærkvöldi og vatnshæð og rennsli árinnar við Sveinstind aukist síðustu klukkustundir. Athuganir benda til þess að Skaftárhlaup sé að hefjast. Næstu daga munu flóðaðstæður ríkja við bakka Skaftár, og brennisteinsvetni getur borist með hlaupvatninu. 20. ágúst 2024 21:16