Segir jafn galið að birta lista yfir tekjur bótaþega Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. ágúst 2024 08:39 Skafti Harðarson, formaður Félags skattgreiðenda. Bítið Formaður Samtaka skattgreiðenda segir útgáfu Tekjublaðsins, sem kom út í gær, byggja á lægstu hvötum mannanna. Hann segir ekkert annað að baki en hnýsni, öfund og samanburðarfræði. „Ég opna það ekki, ég fæ Tekjublaðið sem áskrifandi af Viðskiptablaðinu og græt það á hverju ári að vinir mínir á Viðskiptablaðinu skuli hafa keypt Frjálsa verslun og ekki lagt þetta af. Ég skil hins vegar tekjusjónarmið þeirra út af þessu blaði,“ segir Skafti Harðarson, formaður Samtaka skattgreiðenda, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Tekjublaðið er gefið út árlega og má þar finna lista yfir tekjuhæstu Íslendingana á ýmsum sviðum. Tekjurnar eru reiknaðar út frá sköttum fólks og þurfa ekki að endurspegla það sem fram kemur á launaseðlum, enda getur fólk haft aðrar tekjur en þær. Skafti segist telja birtingu þessara upplýsinga brot á Persónuverndarlögum. „Við afhendum yfirvöldum upplýsingar um tekjur okkar lögum samkvæmt og þau taka sig til og birta þetta fyrir almennings sem ég tel að sé alveg jafn mikið trúnaðarmál og útgjöld heimilis míns eða hvað annað sem ég geri,“ segir Skafti. „Ég er algjörlega ennþá kjaftstopp að Persónuvernd hafi ekki á sínum tíma stöðvað þetta mál og opnað á það að þetta megi vera til sýnis á prenti í takmarkaðan tíma og til umfjöllunar í takmarkaðan tíma því auðvitað lifir þetta blað. Þetta er bara svo mikið bull.“ Hnýsni og öfund Hann segir engan geta, með fullri vissu, reiknað út mánaðartekjur annars manns. Því sé útgáfa blaðsins „galið“. „Ég tel þetta jafn galið og það að ég vil auðvitað krefjast þess að við birtum lista yfir tekjur bótaþega á Íslandi. Auðvitað er það fullkomlega galið en hver er munurinn á því að birta skatta fólks, og reikna tekjur þess út frá því, eða fara á hinn endann sem eru þeir sem þiggja skatta umfram það sem þeir hafa í tekjur,“ segir Skafti. „Þarna eru allar tekjur fólks settar saman og þær geta verið sérkennilegar milli ára, tilfallandi. Þú getur verið í þremur störfum. Það segir ekkert til um það að fasta starfið þitt sé að gefa af sér það sem þarna er gefið upp.“ „Útgáfa þessa blaðs byggir á lægstu hvötum okkar mannanna. Þetta er hnýsni, öfund og samanburðarfræði. Þetta er auðvitað algjörlega verið að hræra í afskaplega ósmekklegum drullupolli.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Tekjur Bítið Tengdar fréttir Nær markmiðinu aftur og var með 108,6 milljónir á mánuði Haraldur Ingi Þorleifsson, stofnandi hönnunarfyrirtækisins Ueno og fyrrverandi starfsmaður Twitter, var með 108,6 milljónir króna á mánuði árið 2023 miðað við útsvarsskyldar tekjur. Hann er tekjuhæsti Íslendingurinn í Tekjublaði Frjálsrar verslunar. 20. ágúst 2024 17:16 Ólafur Ragnar skákar Vigdísi og Guðna Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, er efstur á tekjulista forseta, alþingismanna og ráðherra með 4,3 milljónir króna á mánuði. Guðni Th. Jóhannesson, einnig fyrrverandi forseti, er með 3,4 milljónir á mánuði og Vigdís Finnbogadóttir með 3 milljónir á mánuði. 20. ágúst 2024 16:27 Helgi Björns ber sig ekki eins vel milli ára Óskar Magnússon rithöfundur og stjórnarformaður Eimskips er efstur á lista yfir tekjuhæstu listamenn landsins, annað árið í röð. Á listanum er að finna mörg kunnugleg nöfn, meðal annars Siggu Beinteinsdóttur söngkonu, Steinda jr. grínista og Örn Árnason leikara. Helgi Björnsson tónlistarmaður fer úr sæti næsttekjuhæsta listamannsins og niður í 26. sæti, miðað við greitt útsvar. 20. ágúst 2024 16:24 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
„Ég opna það ekki, ég fæ Tekjublaðið sem áskrifandi af Viðskiptablaðinu og græt það á hverju ári að vinir mínir á Viðskiptablaðinu skuli hafa keypt Frjálsa verslun og ekki lagt þetta af. Ég skil hins vegar tekjusjónarmið þeirra út af þessu blaði,“ segir Skafti Harðarson, formaður Samtaka skattgreiðenda, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Tekjublaðið er gefið út árlega og má þar finna lista yfir tekjuhæstu Íslendingana á ýmsum sviðum. Tekjurnar eru reiknaðar út frá sköttum fólks og þurfa ekki að endurspegla það sem fram kemur á launaseðlum, enda getur fólk haft aðrar tekjur en þær. Skafti segist telja birtingu þessara upplýsinga brot á Persónuverndarlögum. „Við afhendum yfirvöldum upplýsingar um tekjur okkar lögum samkvæmt og þau taka sig til og birta þetta fyrir almennings sem ég tel að sé alveg jafn mikið trúnaðarmál og útgjöld heimilis míns eða hvað annað sem ég geri,“ segir Skafti. „Ég er algjörlega ennþá kjaftstopp að Persónuvernd hafi ekki á sínum tíma stöðvað þetta mál og opnað á það að þetta megi vera til sýnis á prenti í takmarkaðan tíma og til umfjöllunar í takmarkaðan tíma því auðvitað lifir þetta blað. Þetta er bara svo mikið bull.“ Hnýsni og öfund Hann segir engan geta, með fullri vissu, reiknað út mánaðartekjur annars manns. Því sé útgáfa blaðsins „galið“. „Ég tel þetta jafn galið og það að ég vil auðvitað krefjast þess að við birtum lista yfir tekjur bótaþega á Íslandi. Auðvitað er það fullkomlega galið en hver er munurinn á því að birta skatta fólks, og reikna tekjur þess út frá því, eða fara á hinn endann sem eru þeir sem þiggja skatta umfram það sem þeir hafa í tekjur,“ segir Skafti. „Þarna eru allar tekjur fólks settar saman og þær geta verið sérkennilegar milli ára, tilfallandi. Þú getur verið í þremur störfum. Það segir ekkert til um það að fasta starfið þitt sé að gefa af sér það sem þarna er gefið upp.“ „Útgáfa þessa blaðs byggir á lægstu hvötum okkar mannanna. Þetta er hnýsni, öfund og samanburðarfræði. Þetta er auðvitað algjörlega verið að hræra í afskaplega ósmekklegum drullupolli.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Tekjur Bítið Tengdar fréttir Nær markmiðinu aftur og var með 108,6 milljónir á mánuði Haraldur Ingi Þorleifsson, stofnandi hönnunarfyrirtækisins Ueno og fyrrverandi starfsmaður Twitter, var með 108,6 milljónir króna á mánuði árið 2023 miðað við útsvarsskyldar tekjur. Hann er tekjuhæsti Íslendingurinn í Tekjublaði Frjálsrar verslunar. 20. ágúst 2024 17:16 Ólafur Ragnar skákar Vigdísi og Guðna Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, er efstur á tekjulista forseta, alþingismanna og ráðherra með 4,3 milljónir króna á mánuði. Guðni Th. Jóhannesson, einnig fyrrverandi forseti, er með 3,4 milljónir á mánuði og Vigdís Finnbogadóttir með 3 milljónir á mánuði. 20. ágúst 2024 16:27 Helgi Björns ber sig ekki eins vel milli ára Óskar Magnússon rithöfundur og stjórnarformaður Eimskips er efstur á lista yfir tekjuhæstu listamenn landsins, annað árið í röð. Á listanum er að finna mörg kunnugleg nöfn, meðal annars Siggu Beinteinsdóttur söngkonu, Steinda jr. grínista og Örn Árnason leikara. Helgi Björnsson tónlistarmaður fer úr sæti næsttekjuhæsta listamannsins og niður í 26. sæti, miðað við greitt útsvar. 20. ágúst 2024 16:24 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Nær markmiðinu aftur og var með 108,6 milljónir á mánuði Haraldur Ingi Þorleifsson, stofnandi hönnunarfyrirtækisins Ueno og fyrrverandi starfsmaður Twitter, var með 108,6 milljónir króna á mánuði árið 2023 miðað við útsvarsskyldar tekjur. Hann er tekjuhæsti Íslendingurinn í Tekjublaði Frjálsrar verslunar. 20. ágúst 2024 17:16
Ólafur Ragnar skákar Vigdísi og Guðna Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, er efstur á tekjulista forseta, alþingismanna og ráðherra með 4,3 milljónir króna á mánuði. Guðni Th. Jóhannesson, einnig fyrrverandi forseti, er með 3,4 milljónir á mánuði og Vigdís Finnbogadóttir með 3 milljónir á mánuði. 20. ágúst 2024 16:27
Helgi Björns ber sig ekki eins vel milli ára Óskar Magnússon rithöfundur og stjórnarformaður Eimskips er efstur á lista yfir tekjuhæstu listamenn landsins, annað árið í röð. Á listanum er að finna mörg kunnugleg nöfn, meðal annars Siggu Beinteinsdóttur söngkonu, Steinda jr. grínista og Örn Árnason leikara. Helgi Björnsson tónlistarmaður fer úr sæti næsttekjuhæsta listamannsins og niður í 26. sæti, miðað við greitt útsvar. 20. ágúst 2024 16:24