Palmer besti ungi leikmaðurinn en þó ekki í liði ársins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. ágúst 2024 22:01 Besti ungi leikmaður ensku úrvalsdeildar karla í knattspyrnu tímabilið 2023-24. EPA-EFE/TOLGA AKMEN PFA (Professional Footballers' Association) verðlaunin voru veitt í kvöld. Þar kjósa leikmenn ensku atvinnumannadeildanna um besta leikmann hverrar deildar fyrir sig, besta unga leikmanninn sem og lið deildarinnar að mati leikmanna er tilkynnt. Það kemur ef til vill ekki á óvart að hinn 22 ára gamli Cole Palmer, leikmaður Chelsea, var kosinn besti ungi leikmaður ensku úrvalsdeildar karla. Í 33 leikjum á síðustu leiktíð skoraði hann 22 mörk og gaf 11 stoðsendingar. Athygli vekur að þó Palmer sé besti ungi leikmaðurinn þá kemst hann ekki í úrvalslið deildarinnar. Liðið sem kosið var af leikmönnum úrvalsdeildarinnar má finna neðar í fréttinni. Cole Palmer is the PFA Young Player of the Year. 🏆 pic.twitter.com/xA1CE0jkaN— Professional Footballers' Association (@PFA) August 20, 2024 Hin 21 árs gamla Grace Clinton var kosin besti ungi leikmaðurinn í efstu deild kvenna eftir frábært tímabil með Tottenham Hotspur. Þessi efnilegi miðjumaður er samningsbundinn Manchester United eftir að ganga í raðir félagsins árið 2022. Hún stóð sig framar vonum með Tottenham á liðinni leiktíð og verður án efa í stóru hlutverki hjá Man Utd á komandi leiktíð. Grace Clinton is the PFA Young Player of the Year. 🏆#PFAawards pic.twitter.com/ZPW2RLHk3C— Professional Footballers' Association (@PFA) August 20, 2024 Manchester City tvenna Khadija „Bunny“ Shaw var valin best í efstu deild kvenna eftir að skora 21 mark í aðeins 18 leikjum fyrir Man City. Liðið endaði í 2. sæti eftir hörku baráttu við Chelsea sem stóð enn á ný uppi sem sigurvegari. Bunny Shaw is the PFA Players’ Player of the Year 🏆 pic.twitter.com/MF6qqBWdPl— Professional Footballers' Association (@PFA) August 20, 2024 Þá var Phil Foden valinn besti leikmaður úrvalsdeildar karla af kollegum sínum. Foden var mikilvægur hlekkur í liði Man City sem varð enskur meistari fjórða árið í röð. Skoraði Foden 19 mörk í 35 leikjum ásamt því að gefa 8 stoðsendingar. Phil Foden is the PFA Players’ Player of the Year 🏆 pic.twitter.com/V2nQ6RgrO7— Professional Footballers' Association (@PFA) August 20, 2024 Meistarar ekki í meirihluta Lið ársins í ensku úrvalsdeild karla var skipað fleiri leikmönnum liðsins sem endaði í öðru sæti heldur en liðsins sem vann. Five in the PFA TOTY for @Arsenal 🤝#PFAawards pic.twitter.com/AhEq6HPMCH— Professional Footballers' Association (@PFA) August 20, 2024 Liðið er þannig skipað að David Raya (Arsenal) er í markinu. Í fjögurra manna vörn eru Kyle Walker (Manchester City), Virgil Van Dijk (Liverpool), William Saliba og Gabriel Magalhães (báðir Arsenal). Á miðjunni eru Rodri (Man City), Declan Rice og Martin Ødegaard (báðir Arsenal). Fremstu þrír eru svo Ollie Watkins (Aston Villa), Phil Foden og Erling Haaland (báðir Man City). What a team. The PFA Premier League Team of the Year, voted for by the players. pic.twitter.com/XA9cnWiN4j— Professional Footballers' Association (@PFA) August 20, 2024 Sama var í raun upp á teningnum kvenna megin en ríkjandi meistarar áttu aðeins tvo leikmenn í liði ársins. Liðið er þannig skipað að Khiara Keating (Man City) er í markinu. Í öftustu línu eru Alex Greenwood, Shea Charles (báðar Man City), Laia Aleixandri (Chelsea) og Lotte Wubben-Moy (Arsenal). Á miðjunni eru Yui Hasegawa (Man City), Grace Clinton (Tottenham, á láni frá Man Utd) og Erin Cuthbert (Chelsea). Frammi eru svo Lauren James (Chelsea) ásamt Bunny Shaw og Lauren Hemp (báðar Man City). Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Sport Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Sjá meira
Það kemur ef til vill ekki á óvart að hinn 22 ára gamli Cole Palmer, leikmaður Chelsea, var kosinn besti ungi leikmaður ensku úrvalsdeildar karla. Í 33 leikjum á síðustu leiktíð skoraði hann 22 mörk og gaf 11 stoðsendingar. Athygli vekur að þó Palmer sé besti ungi leikmaðurinn þá kemst hann ekki í úrvalslið deildarinnar. Liðið sem kosið var af leikmönnum úrvalsdeildarinnar má finna neðar í fréttinni. Cole Palmer is the PFA Young Player of the Year. 🏆 pic.twitter.com/xA1CE0jkaN— Professional Footballers' Association (@PFA) August 20, 2024 Hin 21 árs gamla Grace Clinton var kosin besti ungi leikmaðurinn í efstu deild kvenna eftir frábært tímabil með Tottenham Hotspur. Þessi efnilegi miðjumaður er samningsbundinn Manchester United eftir að ganga í raðir félagsins árið 2022. Hún stóð sig framar vonum með Tottenham á liðinni leiktíð og verður án efa í stóru hlutverki hjá Man Utd á komandi leiktíð. Grace Clinton is the PFA Young Player of the Year. 🏆#PFAawards pic.twitter.com/ZPW2RLHk3C— Professional Footballers' Association (@PFA) August 20, 2024 Manchester City tvenna Khadija „Bunny“ Shaw var valin best í efstu deild kvenna eftir að skora 21 mark í aðeins 18 leikjum fyrir Man City. Liðið endaði í 2. sæti eftir hörku baráttu við Chelsea sem stóð enn á ný uppi sem sigurvegari. Bunny Shaw is the PFA Players’ Player of the Year 🏆 pic.twitter.com/MF6qqBWdPl— Professional Footballers' Association (@PFA) August 20, 2024 Þá var Phil Foden valinn besti leikmaður úrvalsdeildar karla af kollegum sínum. Foden var mikilvægur hlekkur í liði Man City sem varð enskur meistari fjórða árið í röð. Skoraði Foden 19 mörk í 35 leikjum ásamt því að gefa 8 stoðsendingar. Phil Foden is the PFA Players’ Player of the Year 🏆 pic.twitter.com/V2nQ6RgrO7— Professional Footballers' Association (@PFA) August 20, 2024 Meistarar ekki í meirihluta Lið ársins í ensku úrvalsdeild karla var skipað fleiri leikmönnum liðsins sem endaði í öðru sæti heldur en liðsins sem vann. Five in the PFA TOTY for @Arsenal 🤝#PFAawards pic.twitter.com/AhEq6HPMCH— Professional Footballers' Association (@PFA) August 20, 2024 Liðið er þannig skipað að David Raya (Arsenal) er í markinu. Í fjögurra manna vörn eru Kyle Walker (Manchester City), Virgil Van Dijk (Liverpool), William Saliba og Gabriel Magalhães (báðir Arsenal). Á miðjunni eru Rodri (Man City), Declan Rice og Martin Ødegaard (báðir Arsenal). Fremstu þrír eru svo Ollie Watkins (Aston Villa), Phil Foden og Erling Haaland (báðir Man City). What a team. The PFA Premier League Team of the Year, voted for by the players. pic.twitter.com/XA9cnWiN4j— Professional Footballers' Association (@PFA) August 20, 2024 Sama var í raun upp á teningnum kvenna megin en ríkjandi meistarar áttu aðeins tvo leikmenn í liði ársins. Liðið er þannig skipað að Khiara Keating (Man City) er í markinu. Í öftustu línu eru Alex Greenwood, Shea Charles (báðar Man City), Laia Aleixandri (Chelsea) og Lotte Wubben-Moy (Arsenal). Á miðjunni eru Yui Hasegawa (Man City), Grace Clinton (Tottenham, á láni frá Man Utd) og Erin Cuthbert (Chelsea). Frammi eru svo Lauren James (Chelsea) ásamt Bunny Shaw og Lauren Hemp (báðar Man City).
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Sport Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Sjá meira