Virðir ekki nálgunarbann og í gæsluvarðhaldi þar til vísað úr landi Bjarki Sigurðsson skrifar 19. ágúst 2024 15:01 Landsréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms. Vísir/Vilhelm Karlmaður sem stendur til að vísa úr landi þarf að sæta gæsluvarðhaldi þar til brottflutningurinn er framkvæmdur. Talið er að mikil hætta sé á að hann rjúfi nálgunarbann gagnvart fjórum dætrum sínum. Maðurinn var árið 2022 dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir ofbeldi og illa meðferð á fjórum dætrum sínum. Dómurinn var síðar þyngdur í tveggja ára fangelsi í Landsrétti. Hann beitti dætur sínar hrottalegu líkamlegu og andlegu ofbeldi. Hann sló þær með belti, herðatré og margítrekað kúgaði þær til hlýðni. Eftir að dætrum hans var komið fyrir á fósturheimili sendi hann ítrekað skilaboð á elstu dótturina. „Manstu þetta ennþá“, „Hvar ertu“, „Ég veit hvar þú ert“, „Kíktu út í glugga eftir 15 mínútur, þá sérðu mig fyrir utan“ og „bara þú veist og ég segi þetta aftur, ég kem í draumana þína, ég kem innundir buxurnar þínar, ég veit allt um þig og er að fylgjast með þér,“ sagði maðurinn meðal annars í smáskilaboðum. Maðurinn flutti hingað til lands árið 2016 og fékk alþjóðlega vernd. Tveimur árum síðar kom eiginkona hans og dætur hans fjórar hingað einnig á grundvelli fjölskyldusameiningar. Hann kláraði að afplána dóm sinn í síðasta mánuði en var strax handtekinn á ný þar sem Útlendingastofnun hafði tekið ákvörðun um að afturkalla alþjóðlega vernd hans og synja honum um dvalarleyfi. Kærunefnd útlendingamála staðfesti síðan þann úrskurð í byrjun ágúst. Þá var honum gert að sæta tíu ára endurkomubanni. Samkvæmt lögum var hann orðinn ólöglegur í landinu og er hann talinn ógn við almannaöryggi og sérstaklega hættulegur dætrum sínum. Því var hann handtekinn á meðan heimferða- og fylgdardeild Ríkislögreglustjóra vinnur að því að framkvæmda brottvísun hans. Fyrir liggi að maðurinn hafi ítrekað brotið nálgunarbann gegn dætrum sínum og ekki látið það stöðva sig við að setja sig í samband við þær eða nálgast þær með öðrum hætti. Maðurinn kærði úrskurð héraðsdóms um gæsluvarðhald til Landsréttar sem tók málið fyrir í síðustu viku en úrskurðurinn var birtur í dag. Þar segir að ekki sé hægt að fallast á kröfur hans og úrskurður héraðsdóms staðfestur. Dómsmál Flóttafólk á Íslandi Innflytjendamál Ofbeldi gegn börnum Börn og uppeldi Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Maðurinn var árið 2022 dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir ofbeldi og illa meðferð á fjórum dætrum sínum. Dómurinn var síðar þyngdur í tveggja ára fangelsi í Landsrétti. Hann beitti dætur sínar hrottalegu líkamlegu og andlegu ofbeldi. Hann sló þær með belti, herðatré og margítrekað kúgaði þær til hlýðni. Eftir að dætrum hans var komið fyrir á fósturheimili sendi hann ítrekað skilaboð á elstu dótturina. „Manstu þetta ennþá“, „Hvar ertu“, „Ég veit hvar þú ert“, „Kíktu út í glugga eftir 15 mínútur, þá sérðu mig fyrir utan“ og „bara þú veist og ég segi þetta aftur, ég kem í draumana þína, ég kem innundir buxurnar þínar, ég veit allt um þig og er að fylgjast með þér,“ sagði maðurinn meðal annars í smáskilaboðum. Maðurinn flutti hingað til lands árið 2016 og fékk alþjóðlega vernd. Tveimur árum síðar kom eiginkona hans og dætur hans fjórar hingað einnig á grundvelli fjölskyldusameiningar. Hann kláraði að afplána dóm sinn í síðasta mánuði en var strax handtekinn á ný þar sem Útlendingastofnun hafði tekið ákvörðun um að afturkalla alþjóðlega vernd hans og synja honum um dvalarleyfi. Kærunefnd útlendingamála staðfesti síðan þann úrskurð í byrjun ágúst. Þá var honum gert að sæta tíu ára endurkomubanni. Samkvæmt lögum var hann orðinn ólöglegur í landinu og er hann talinn ógn við almannaöryggi og sérstaklega hættulegur dætrum sínum. Því var hann handtekinn á meðan heimferða- og fylgdardeild Ríkislögreglustjóra vinnur að því að framkvæmda brottvísun hans. Fyrir liggi að maðurinn hafi ítrekað brotið nálgunarbann gegn dætrum sínum og ekki látið það stöðva sig við að setja sig í samband við þær eða nálgast þær með öðrum hætti. Maðurinn kærði úrskurð héraðsdóms um gæsluvarðhald til Landsréttar sem tók málið fyrir í síðustu viku en úrskurðurinn var birtur í dag. Þar segir að ekki sé hægt að fallast á kröfur hans og úrskurður héraðsdóms staðfestur.
Dómsmál Flóttafólk á Íslandi Innflytjendamál Ofbeldi gegn börnum Börn og uppeldi Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira