Erlent

Ellefu ára drengur myrtur á Spáni

Lovísa Arnardóttir skrifar
Emiliano Garcia-Page forseti Castilla-La Mancha héraðsins segir að geranda verði refsað.
Emiliano Garcia-Page forseti Castilla-La Mancha héraðsins segir að geranda verði refsað. Vísir/Getty

Lögreglan á Spáni leitar nú manns sem grunaður er um að hafa myrt ellefu ára gamlan dreng með eggvopni fyrr í dag. Drengurinn var úti að leika með vinum sínum þegar maður með hettu réðst á hann snemma í dag.

Í frétt breska ríkisútvarpsins segir að árásin hafi átt sér stað í Mocejón nærri Toleda í miðju landinu. Sá grunaði er sagður um 18 ára gamall. Samkvæmt frétt BBC eru tugir lögreglumanna við leit á landi auk þess sem kölluð hefur verið út þyrlusveit til að aðstoða við leitina.

Samkvæmt spænskum miðlum ætla bæjaryfirvöld í Mocejón að lýsa yfir þriggja daga sorg vegna manndrápsins. Um fimm þúsund íbúar búa í bænum.

Emiliano Garcia-Page forseti Castilla-La Mancha héraðsins á Spáni sagði í fréttum í dag að hann væri í áfalli yfir þessum fréttum og að hann vonaðist til þess að maðurinn yrði fljótt handtekinn.

„Þetta er algjörlega óviðunandi og þessu verður að ljúka með refsingu.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×