Bronshetja Svía í bann fyrir mótmælin Sindri Sverrisson skrifar 19. ágúst 2024 07:01 Tara Babulfath reyndi hvað hún gat að eiga við dómarann í undanúrslitaglímunni við Natsumi Tsunoda á ÓL í París. Getty/Buda Mendes Hin 18 ára gamla Tara Babulfath frá Svíþjóð vann bronsverðlaun í júdó á Ólympíuleikunum en hefur nú verið dæmd í þriggja mánaða bann vegna hegðunar sinnar á leikunum. Bannið fær Babulfath vegna þess hvernig hún lét eftir tap í undanúrslitunum -48 kg flokksins. Hún var sannfærð um að það væri aðeins vegna dómgæslunnar sem hún komst ekki í úrslit. „Þau tóku frá mér gullið,“ sagði Babulfath meðal annars í viðtali eftir bardagann sem hún tapaði á því að hafa fengið sína þriðju viðvörun. Hún mótmælti dómgæslunni og það of kröftuglega að mati alþjóða júdósambandsins sem nú hefur sett Babulfath í bann frá 30. júlí til 31. október. „Þetta er erfitt. Júdó er það besta sem ég veit og það að ferðast í æfingabúðir og keppnir er það sem ég lifi fyrir,“ sagði Babulfath við SVT Sport. View this post on Instagram A post shared by Tara Babulfath (@tarababulfath) Alvarlegt að svona gerist á ÓL Alþjóða júdósambandið tók tillit til þess í dómi sínum að Babulfath hefði ekki sýnt neina árásargirni, en telur hins vegar alvarlegt að atvikið skyldi eiga sér stað á stærsta sviðinu, Ólympíuleikunum. Lykilatriði var hve lengi Babulfath var að fara af júdódýnunni. Babulfath fær að halda bronsverðlaununum og staða hennar á heimslista helst óbreytt, og hún má áfram æfa sína íþrótt heima fyrir. Hún má hins vegar ekki ferðast annað í æfingabúðir. Tara Babulfath ásamt öðrum verðlaunahöfum í -48 kg flokki júdós á ÓL. Tvær glímur eru um bronsverðlaun í júdó og því tveir bronsverðlaunahafar.Getty/Buda Mendes Í viðtali eftir að Babulfath vann bronsverðlaunin útskýrði hún óánægju sína með dómgæsluna: „Ég var ekki sammála ákvörðun dómarans og mótmælti. Ég vil ekki þurfa að fara af dýnunni án þess að líða eins og ég hafi lagt allt í sölurnar. Ég veit að ég gerði mitt allra besta og það er sorglegt að dómari ráði úrslitum í undanúrslitaglímu,“ sagði Babulfath. Fegin að vera ekki bannað að keppa um bronsið Til greina kom að Babulfath fengi ekki að keppa um bronsverðlaunin, vegna hegðunar sinnar. „Það voru umræður um það hvort ég fengi að fara í bronsbardagann. Það var mikill léttir að heyra að ég fengi það. Þá fannst mér einhvern veginn hafa allt að vinna,“ sagði Babulfath daginn eftir sigurinn í París. Hin japanska Natsumi Tsunoda, sem vann Babulfath í undanúrslitum, endaði sem Ólympíumeistari. „Ég hef nákvæmlega ekkert á móti japönsku stelpunni, það vil ég að sé skýrt. Hún er heimsmeistari. Hún er hæfileikarík,“ sagði Bablufath. Júdó Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Íslenski boltinn Ronaldo fékk sömu jólagjöf og liðsfélagarnir Fótbolti Donnarumma fékk takka í andlitið og endaði upp á spítala Fótbolti „Þeir reyndu að gera lítið úr mér“ Fótbolti Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Körfubolti Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Körfubolti Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Enski boltinn Glódís Perla með sjálfsmark í Meistaradeildinni Fótbolti Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Körfubolti „Ég er langbesti körfubolta þjálfari á landinu og það vita það allir” Körfubolti Fleiri fréttir Ronaldo fékk sömu jólagjöf og liðsfélagarnir Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Donnarumma fékk takka í andlitið og endaði upp á spítala „Þeir reyndu að gera lítið úr mér“ Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Glódís Perla með sjálfsmark í Meistaradeildinni Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Framarar slógu út bikarmeistarana Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Afturelding í bikarúrslitin Írar fá NFL leik á næsta ári Barcelona burstaði Man. City og tók toppsæti riðilsins Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Real Madrid fyrsti álfumeistarinn Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Undirbýr sig fyrir leikinn gegn Littler með því að klippa fólk „Vissi hvað ég var að fara út í“ KR sótti Gigliotti Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum Sló í gegn á HM: Villtist á leið upp á svið og fagnaði eins og Cole Palmer „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Durant hatar nýja fyrirkomulagið í Stjörnuleiknum Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Trinity Rodman: „Hann er kannski blóðpabbi minn en ekkert annað“ Sjá meira
Bannið fær Babulfath vegna þess hvernig hún lét eftir tap í undanúrslitunum -48 kg flokksins. Hún var sannfærð um að það væri aðeins vegna dómgæslunnar sem hún komst ekki í úrslit. „Þau tóku frá mér gullið,“ sagði Babulfath meðal annars í viðtali eftir bardagann sem hún tapaði á því að hafa fengið sína þriðju viðvörun. Hún mótmælti dómgæslunni og það of kröftuglega að mati alþjóða júdósambandsins sem nú hefur sett Babulfath í bann frá 30. júlí til 31. október. „Þetta er erfitt. Júdó er það besta sem ég veit og það að ferðast í æfingabúðir og keppnir er það sem ég lifi fyrir,“ sagði Babulfath við SVT Sport. View this post on Instagram A post shared by Tara Babulfath (@tarababulfath) Alvarlegt að svona gerist á ÓL Alþjóða júdósambandið tók tillit til þess í dómi sínum að Babulfath hefði ekki sýnt neina árásargirni, en telur hins vegar alvarlegt að atvikið skyldi eiga sér stað á stærsta sviðinu, Ólympíuleikunum. Lykilatriði var hve lengi Babulfath var að fara af júdódýnunni. Babulfath fær að halda bronsverðlaununum og staða hennar á heimslista helst óbreytt, og hún má áfram æfa sína íþrótt heima fyrir. Hún má hins vegar ekki ferðast annað í æfingabúðir. Tara Babulfath ásamt öðrum verðlaunahöfum í -48 kg flokki júdós á ÓL. Tvær glímur eru um bronsverðlaun í júdó og því tveir bronsverðlaunahafar.Getty/Buda Mendes Í viðtali eftir að Babulfath vann bronsverðlaunin útskýrði hún óánægju sína með dómgæsluna: „Ég var ekki sammála ákvörðun dómarans og mótmælti. Ég vil ekki þurfa að fara af dýnunni án þess að líða eins og ég hafi lagt allt í sölurnar. Ég veit að ég gerði mitt allra besta og það er sorglegt að dómari ráði úrslitum í undanúrslitaglímu,“ sagði Babulfath. Fegin að vera ekki bannað að keppa um bronsið Til greina kom að Babulfath fengi ekki að keppa um bronsverðlaunin, vegna hegðunar sinnar. „Það voru umræður um það hvort ég fengi að fara í bronsbardagann. Það var mikill léttir að heyra að ég fengi það. Þá fannst mér einhvern veginn hafa allt að vinna,“ sagði Babulfath daginn eftir sigurinn í París. Hin japanska Natsumi Tsunoda, sem vann Babulfath í undanúrslitum, endaði sem Ólympíumeistari. „Ég hef nákvæmlega ekkert á móti japönsku stelpunni, það vil ég að sé skýrt. Hún er heimsmeistari. Hún er hæfileikarík,“ sagði Bablufath.
Júdó Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Íslenski boltinn Ronaldo fékk sömu jólagjöf og liðsfélagarnir Fótbolti Donnarumma fékk takka í andlitið og endaði upp á spítala Fótbolti „Þeir reyndu að gera lítið úr mér“ Fótbolti Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Körfubolti Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Körfubolti Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Enski boltinn Glódís Perla með sjálfsmark í Meistaradeildinni Fótbolti Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Körfubolti „Ég er langbesti körfubolta þjálfari á landinu og það vita það allir” Körfubolti Fleiri fréttir Ronaldo fékk sömu jólagjöf og liðsfélagarnir Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Donnarumma fékk takka í andlitið og endaði upp á spítala „Þeir reyndu að gera lítið úr mér“ Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Glódís Perla með sjálfsmark í Meistaradeildinni Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Framarar slógu út bikarmeistarana Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Afturelding í bikarúrslitin Írar fá NFL leik á næsta ári Barcelona burstaði Man. City og tók toppsæti riðilsins Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Real Madrid fyrsti álfumeistarinn Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Undirbýr sig fyrir leikinn gegn Littler með því að klippa fólk „Vissi hvað ég var að fara út í“ KR sótti Gigliotti Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum Sló í gegn á HM: Villtist á leið upp á svið og fagnaði eins og Cole Palmer „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Durant hatar nýja fyrirkomulagið í Stjörnuleiknum Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Trinity Rodman: „Hann er kannski blóðpabbi minn en ekkert annað“ Sjá meira