Vill eignast lið í hverri heimsálfu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. ágúst 2024 23:31 Michele Kang á Ólympíuleikunum í sumar. Andrea Vilchez/ISI/Getty Images Michele Kang á sem stendur þrjú knattspyrnufélög í tveimur heimsálfum en hún vill ólm eignast félag í hverri heimsálfu. Kang komst í heimsfréttirnar þegar hún keypti meirihluta í franska stórveldinu Lyon, það er kvenna liði félagsins sem hefur unnið fjöldann allan af titlum á undanförnum árum. Þá á hún Washington Spirit í Bandaríkjunum og London City Lionesses í Englandi, bæði eru eingöngu kvennalið. Hún ætlar að fjárfesta 50 milljónir Bandaríkjadala, tæpa sjö milljarða íslenskra króna, í heilsu knattspyrnukvenna þar sem nær öll gögn sem til eru miða við karlkyns leikmenn. Þá fjárfesti hún fjórar milljónir Bandaríkjadala í kvennalandslið Bandaríkjanna í rúgbí eftir að liðið vann til bronsverðlauna á Ólympíuleikunum í París. Vonast Kang til að fjárfestingin hjálpi liðinu að vinna gull á leikunum sem fram fara í Los Angeles eftir fjögur ár. „Það var dýr leikur fyrir mig,“ segir Kang í gríni við The Guardian eftir að hafa séð Bandaríkin vinna til bronsverðlauna. Það kom henni hins vegar á óvart að engin/n hefði fjárfest í liðinu á undan henni. „Ég vil sýna og sanna að kvennaíþróttir séu góð ávöxtun fjárhagslega. Munurinn á hvar þær eru og hvað þær geta orðið er gríðarlegur, ég á ekki orð yfir að enginn hafi séð það,“ bætti hún við. "This is not charity. I’m on a mission to prove that women’s sports is good business."I sat down with Michele Kang for an exclusive @guardian_sport interview to discuss Kynisca, her recent $50m investment and why she wants to own clubs on every continenthttps://t.co/kHNSkSbHYQ— Tom Garry (@TomJGarry) August 18, 2024 Í viðtali við The Guardian tekur Kang fram að ekki sé um góðgerðarstarf að ræða heldur ígrundaða fjárfestingu. Bendir hún á að lið Angel City í NWSL-deildinni sé metið á 250 milljónir Bandaríkjadala, tæpa 35 milljarða króna, en ekki er langt síðan lið deildarinnar voru metin aðeins á tvær til fimm milljónir Bandaríkjadala. Kang viðurkennir þó að markmið hennar sé að hluta til að bæta líf ungra íþróttakvenna. Hún hafi upphaflega ekki ætlað að færa sig yfir í íþróttir en nú vill hún gjarnan eiga knattspyrnulið í hverri heimsálfu. „Ég veit ekki hversu mörg lið ég vil eiga en ég vil án efa eiga lið í hverri heimsálfu.“ Fótbolti Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Enski boltinn Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfubolti Fleiri fréttir Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ Sjá meira
Kang komst í heimsfréttirnar þegar hún keypti meirihluta í franska stórveldinu Lyon, það er kvenna liði félagsins sem hefur unnið fjöldann allan af titlum á undanförnum árum. Þá á hún Washington Spirit í Bandaríkjunum og London City Lionesses í Englandi, bæði eru eingöngu kvennalið. Hún ætlar að fjárfesta 50 milljónir Bandaríkjadala, tæpa sjö milljarða íslenskra króna, í heilsu knattspyrnukvenna þar sem nær öll gögn sem til eru miða við karlkyns leikmenn. Þá fjárfesti hún fjórar milljónir Bandaríkjadala í kvennalandslið Bandaríkjanna í rúgbí eftir að liðið vann til bronsverðlauna á Ólympíuleikunum í París. Vonast Kang til að fjárfestingin hjálpi liðinu að vinna gull á leikunum sem fram fara í Los Angeles eftir fjögur ár. „Það var dýr leikur fyrir mig,“ segir Kang í gríni við The Guardian eftir að hafa séð Bandaríkin vinna til bronsverðlauna. Það kom henni hins vegar á óvart að engin/n hefði fjárfest í liðinu á undan henni. „Ég vil sýna og sanna að kvennaíþróttir séu góð ávöxtun fjárhagslega. Munurinn á hvar þær eru og hvað þær geta orðið er gríðarlegur, ég á ekki orð yfir að enginn hafi séð það,“ bætti hún við. "This is not charity. I’m on a mission to prove that women’s sports is good business."I sat down with Michele Kang for an exclusive @guardian_sport interview to discuss Kynisca, her recent $50m investment and why she wants to own clubs on every continenthttps://t.co/kHNSkSbHYQ— Tom Garry (@TomJGarry) August 18, 2024 Í viðtali við The Guardian tekur Kang fram að ekki sé um góðgerðarstarf að ræða heldur ígrundaða fjárfestingu. Bendir hún á að lið Angel City í NWSL-deildinni sé metið á 250 milljónir Bandaríkjadala, tæpa 35 milljarða króna, en ekki er langt síðan lið deildarinnar voru metin aðeins á tvær til fimm milljónir Bandaríkjadala. Kang viðurkennir þó að markmið hennar sé að hluta til að bæta líf ungra íþróttakvenna. Hún hafi upphaflega ekki ætlað að færa sig yfir í íþróttir en nú vill hún gjarnan eiga knattspyrnulið í hverri heimsálfu. „Ég veit ekki hversu mörg lið ég vil eiga en ég vil án efa eiga lið í hverri heimsálfu.“
Fótbolti Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Enski boltinn Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfubolti Fleiri fréttir Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ Sjá meira