Er allt í góðu? Reynir Böðvarsson skrifar 16. ágúst 2024 17:30 Helmingaskiptaflokkarnir, Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hafa setið við völd á Íslandi nánast óslitið frá lýðveldisstofnun. Þessir flokkar skiptu með sér ágóðanum af hermanginu á sínum tíma og hafa alla tíð nýtt sér skipunarvaldið til þess að manna stöður í embættiskerfinu sínum mönnum, oft á ósvífinn hátt. Þessari iðju hafa þeir viðhaldið fram á þennan dag og sér ekki fyrir endann á því. Vissulega hafa reglur varðandi stöðuveitingar verið hertar en enn ber þó á furðulegum uppákomum í skjóli undanþága sem til dæmis hrókeringar í embættum leyfa. Þessir flokkar hafa allan lýðveldistímann verið dæmigerðir valdaflokkar, eru til vegna valdsins og ekki lengur vegna hugsjóna, völdin eru aðdráttaraflið sem lokkar forystumenn þessara flokka til stjórnmálaþátttöku ekki hugsjónir. Ísland er eitt ríkasta land í heimi þegar kemur að náttúruauðlindum og ætti þar af leiðandi að vera það land í heiminum þar sem fátækt er ekki til staðar, ekki hjá neinum fjölskyldum í einu af ríkustu löndum í heimi. Ætti það ekki að vera augljóst? En því er því miður ekki þannig farið á Íslandi, fjöldi fjölskyldna berst í bökkum og á erfitt með að láta enda ná saman í lok mánaðarins. Þannig ætti það náttúrulega ekki að vera en á sér að hluta skýringar í sögu þessara flokka, hræðslunni við sósíalisma, hræðslunni við hugmyndina að við gætum átt eitthvað saman og rekið það á farsælan hátt. Framsóknarflokkurinn á sér þó sögu í samvinnuhreyfingunni en yfirgaf hana snarlega þegar Nýfrjálshyggjan fór sð ryðja sér til rúms, varð að algjörum nýfrjálshyggjuflokki með samkeppni en ekki samvinnu sem leiðiorð. Sjálfstæðisflokkurinn hefur náttúrulega alltaf verið flokkur auðmanna, flokkur þeirra sem eiga fjármagnið og hafa alltaf staðið gegn kröfum verkalýðshreyfingarinnar og vinstrisins um betra og réttlátara samfélag, alltaf sett sig upp á móti kröfum um réttlátari skiptingu á auðæfum landsins. Öll þau réttindi sem almennir borgarar í þessu landi hafa nú, og okkur finnst sem sjálfsagðir hefur Sjálfstæðisflokkurinn barist gegn. Þar má nefna tryggingarkerfi, vinnulöggjöf, og það má telja upp í það óendanlega. Það er kominn tími til fyrir íslenska þjóð að yfirgefa þessa flokka í kosningum, segja alfarið að nú sé komið nóg og reyna þurfi eitthvað nýtt. Það er ekki eðlilegt að krefjast þolinmæði þjóðar, sem nær langt í land með heila öld, að fullyrða stöðugt að þetta sé allt að koma og á næsta kjörtímabili gerum við galdra sem þið aldrei hafið séð áður. Við sem þjóð nennum þessu ekki lengur, þessir tveir flokkar hafa brugðist illa og þeir flokkar sem komið hafa í tímana rás sem hækjur eru ekki heldur nokkuð á að treysta, skoðum bara hvernig fór fyrir hækjunum. Höfundur er jarðskjálftafræðingur á eftirlaunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reynir Böðvarsson Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Helmingaskiptaflokkarnir, Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hafa setið við völd á Íslandi nánast óslitið frá lýðveldisstofnun. Þessir flokkar skiptu með sér ágóðanum af hermanginu á sínum tíma og hafa alla tíð nýtt sér skipunarvaldið til þess að manna stöður í embættiskerfinu sínum mönnum, oft á ósvífinn hátt. Þessari iðju hafa þeir viðhaldið fram á þennan dag og sér ekki fyrir endann á því. Vissulega hafa reglur varðandi stöðuveitingar verið hertar en enn ber þó á furðulegum uppákomum í skjóli undanþága sem til dæmis hrókeringar í embættum leyfa. Þessir flokkar hafa allan lýðveldistímann verið dæmigerðir valdaflokkar, eru til vegna valdsins og ekki lengur vegna hugsjóna, völdin eru aðdráttaraflið sem lokkar forystumenn þessara flokka til stjórnmálaþátttöku ekki hugsjónir. Ísland er eitt ríkasta land í heimi þegar kemur að náttúruauðlindum og ætti þar af leiðandi að vera það land í heiminum þar sem fátækt er ekki til staðar, ekki hjá neinum fjölskyldum í einu af ríkustu löndum í heimi. Ætti það ekki að vera augljóst? En því er því miður ekki þannig farið á Íslandi, fjöldi fjölskyldna berst í bökkum og á erfitt með að láta enda ná saman í lok mánaðarins. Þannig ætti það náttúrulega ekki að vera en á sér að hluta skýringar í sögu þessara flokka, hræðslunni við sósíalisma, hræðslunni við hugmyndina að við gætum átt eitthvað saman og rekið það á farsælan hátt. Framsóknarflokkurinn á sér þó sögu í samvinnuhreyfingunni en yfirgaf hana snarlega þegar Nýfrjálshyggjan fór sð ryðja sér til rúms, varð að algjörum nýfrjálshyggjuflokki með samkeppni en ekki samvinnu sem leiðiorð. Sjálfstæðisflokkurinn hefur náttúrulega alltaf verið flokkur auðmanna, flokkur þeirra sem eiga fjármagnið og hafa alltaf staðið gegn kröfum verkalýðshreyfingarinnar og vinstrisins um betra og réttlátara samfélag, alltaf sett sig upp á móti kröfum um réttlátari skiptingu á auðæfum landsins. Öll þau réttindi sem almennir borgarar í þessu landi hafa nú, og okkur finnst sem sjálfsagðir hefur Sjálfstæðisflokkurinn barist gegn. Þar má nefna tryggingarkerfi, vinnulöggjöf, og það má telja upp í það óendanlega. Það er kominn tími til fyrir íslenska þjóð að yfirgefa þessa flokka í kosningum, segja alfarið að nú sé komið nóg og reyna þurfi eitthvað nýtt. Það er ekki eðlilegt að krefjast þolinmæði þjóðar, sem nær langt í land með heila öld, að fullyrða stöðugt að þetta sé allt að koma og á næsta kjörtímabili gerum við galdra sem þið aldrei hafið séð áður. Við sem þjóð nennum þessu ekki lengur, þessir tveir flokkar hafa brugðist illa og þeir flokkar sem komið hafa í tímana rás sem hækjur eru ekki heldur nokkuð á að treysta, skoðum bara hvernig fór fyrir hækjunum. Höfundur er jarðskjálftafræðingur á eftirlaunum.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar